Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 7
en aldrei lesiö í áheyrn nokkurs
fyrr. Hún er um mann nokkurn sem
fæddist fyrir löngu (og eigið þiö aö
segja mér að loknum lestri hver
hann var).
Hann var af alþýðufólki kominn
og vann ýmis störf sem drengir á
hans aldri unnu - rak kindur sem
smali, vann ýmis sveitastörf og
fiskvinnu. Hann óx upp í fögru
fjallalandi og elskaði náttúruna -
fjöllin, skógarlundina, dalirog hæð-
ir heilluðu hann, hann hlustaði á
hjal lækjanna sem streymdu um
grösuga valllendishólmana og undi
einn löngum stundum í skauti nátt-
úrunnar, þannig leið æska hans.
Hann fór aldrei í löng ferðalög -
ferðaðist aðeins um land sitt og
nágrenni og horfði hugfanginn á
leik dýranna í skógarrjóðrunum -
hann nam fræði þjóðar sinnar,
vann og athugaði lífið í kring um
sig. Allt sem hann eignaðist gaf
hann þeim sem á vegi hans urðu.
Sem ungur maður fór hann aldrei á
dansleiki né skemmtanir, hann lifði
lífi sínu með systkinum sínum og
foreldrum í heimahúsum og gekk
um hljóður og friðsamur.
Móðir hans horfði alvörugefin á
þennan sérstæða son sinn og hug-
leiddi hver örlög hann hlyti.
Hann fór oft einförum eins og
þessi heimur sem hann var settur í
væri honum framandi.
Hann elskaði alla sem voru sam-
vistum við hann og fórnaði öllu til
velfarnaðar þeim sem á vegi hans
voru.
Hann gekk út í blómskrýdda
lundina og dýrin hvíldu sig um-
hverfis hann, fuglarnir þustu
hvaðanæfa að og hættu að syngja
~ til að njóta þess eins að vera
samvistum við hann.
Skólaganga hans var að lesa
sögu lands síns og þjóðar og nema
fræði hennar.
Hann eignaðist aldrei unnustu og
kvæntist aldrei en hugsaði um það
eitt að bæta og hugga heiminn, en
landið hans skildi aldrei þennan
undarlega mann sem gleymdi sjálf-
um sér fyrir aðra.
Hann eignaðist aldrei hús né sér-
Jóhanna Brynjólfsdóttir
stakt heimili, né nein verðmæti,
hann dvaldi þar sem hann kom.
Hann gekk um land sitt og nágrenni
og kenndi í dæmum sem hann tók
sér úr umhverfi sínu.
Aldrei hefur heimurinn eignast
dýrmætari eign en kenningar hans
- og líf hans mun alltaf vera mann-
kyninu leiðarljós.
Hann átti kost á að eignast öll
verðmæti veraldarinnar, en hafnaði
þeim öllum fyrir að bera sannleik-
anum vitni.
Hann var misskilinn og smánað-
ur en fyrirgaf öllum allt.
Hann samneytti syndurum - en
syndgaði aldrei sjálfur.
Hann elskaði börn og vitnaði um
þau, sakleysi þeirra og trúnað í
kenningum sínum.
Hann boðaði frið og jafnrétti, en
var smánaður og misskilinn, en fyr-
irgaf öllum allt.
Hann var trúboði, læknir og
græðari og fagnaðarboði sem
færði heiminum dýrmæt sannindi
- hver var hann?
Kennarinn hafði lokið máli sínu,
börnin voru hljóð og hugsandi, heill-
uð af þessum undursamlega manni
sem kennarinn hafði lýst og talað
um. Hann leit yfir hópinn, friður
hafði færst yfir svip allra sem
hlustuðu inni í gömlu kennslustof-
unni og gamli kennarinn horfði yfir
barnahópinn, svipur hans lýsti friði
og ró.
Börnin vissu að hann beið eftir
svari. Þau horfðu hljóð hvert á ann-
að. Hver var hann þessi maður?
var hann einn af konungum eða
keisurum veraldarsögunnar? Eða
kannski ein af hetjunum fornu?
Eða einn af leiðtogunum fræknu?
eða sigurvegurum styrjaldanna?
Hver var hann?
Löng stund leið, ekkert barnanna
svaraði spurningu kennarans sem
beið hljóður eftir svari.
Það var eins og ekkert barnanna
vildi rjúfa þögnina. Hver var hann
þessi dýrlegi maður?
Það var löng þögn þar til loks, að
lítill svartur drengur rétti upp
höndina og mælti lágum þýðum
rómi, „Jesús Kristur Guðs sonur."
Kennarinn brosti milt til drengs-
ins og benti honum að koma til sín
upp að kennaraborðinu.
Feiminn og hægfara gekk dreng-
urinn til hans og kennarinn lagði
höndina á öxl drengsins, og þeir
horfðu báðir yfir hóp barnanna í
bekknum, svipur þeirra lýsti þögl-
um fögnuði yfir þessari dýrlegu frá-
sögn sem kennari þeirra hafði
lesið.
Svarti litli drengurinn hafði aldrei
unnið neinn sigur í skólanum, aldrei
sýnt neinn námssigur, hann var
hægur og stilltur og fjarska ófram-
færinn, hann var fátækur og átti
ekki vini en nú var hann ríkur af
innri auði, og gat svarað spurningu
kennarans og stóð við hlið hans
sem hafði samið þessa dýrlegu
sögu, og hann hafði getað vitnað
um líf og ævi Guðssonarins - hóg-
vær undursamleg gleði gagntók
hann.
Kennslustundinni var lokiö, börn-
in og kennarinn gengu þögul út,
gagntekin gleði og fögnuði yfir gjöf-
inni dýrmætu sem Guð hafði gefið
heiminum, Jesúm frelsara mann-
anna.
Þau staðnæmdust öll úti á skóla-
tröppunum. Það hafði snjóað á
meðan á kennslustund stóð, allt
var þakið mjallhvítri voð, börnin
skynjuðu að jólaundrið var að hefja
innreið sína í heiminn með birtu og
gleði og klukknahljómi frá himninum
sem mundi stöðugt færast nær þar
tii sjálfur frelsarinn, Guðssonurinn,
yrði í heiminn borinn.