Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 62
Tíminn flýgur þennan morgun. Frú Pigalopp þarf aö
gera þúsund hluti, og alla í einu!
Hún þýtur eins og eiröarlaus hvirfilbylur frá kjallara
til lofts, til að umsnúa öllu og gera jól í öllu Þúsund-
dyrahúsinu.
Stundum treður hún sér upp litla stigann upp á
hanabjálkann og rótar þar í kunnuglegum jólahlutum
inni í Draslaraherberginu. Stundum þýtur hún niður
aftur með fangið fullt af jólaskrauti og öðru álíka.
Stundum hnoðar hún deigið í HEIMSINS MATAR-
MESTU PLÓMUTERTU (uppskriftina fékk hún hjá
frú Hinkelfinkel) og setur hana í ofninn.
Meðan hún bíður eftir að hún bakist, smíðar hún
litla jólagjöf handa Kalla. Hún brosir leyndardóms-
fullu brosi og pakkar henni inn í heimatilbúinn jóla-
pappír.
En allt í einu man frú Pigalopp að hún hefur gleymt
að opna JÓLADAGATALIÐ sitt.
Þá klifrar hún upp alla stigana aftur, upp á efstu
hæð og inn í Blómaherbergið.
Hún stendur lengi og horfir á myndina bak við
spjald númer tuttugu og fjögur.
Jólamyndin sýnir JÓLANÓTTINA í BETLEHEM.
Og hún fer að hugsa um daginn sem hún lék Melkíor
kóng í jólaleikritinu í skólanum.
Meðan hún stendur þarna og finnur hvernig jólin
eru smátt og smátt að gagntaka hana, heyrir hún í
mjúkum loppum á gólfinu bak við sig. Þar stendur
HUNDURINN SEM ENGINN Á og er alveg nývakn-
aður. Hann er svo skrýtinn með löngu, lafandi
eyrun sín að frú Pigalopp má til með að beygja sig
niður og þrýsta honum að sér andartak.
Hún situr þarna og fær djúpar hrukkur í ennið. -
Ég vissi það, hrópar hún. Ég vissi að það var eitthvað
sem ég hafði gleymt!
Hún litast um. - Hagbarður og Esmeralda? Halló,
hvar í ósköpunum eruð þið?
Ekkert svar. Frú Pigalopp flýtir sér inn í svefnher-
bergið með HUNDINN SEM ENGINN Á á eftir sér.
- Já, datt mér ekki í hug? segir hún brosandi.
Hún lyftir upp sænginni. - Er ekki kominn köttur í ból
bjarnar! Það er kominn tími til að fara á fætur, svefn-
purkurnar ykkar! Vitið þið ekki að JÓLIN eru í dag.
Hagbarður og Esmeralda verða að fara með frú
Pigalopp inn í Draslaraherbergið. Þarfinnur hún tvær
rauðar slaufur handa þeim af gamalli hattöskju sem á
stendur TÍSKA, og hún finnur bláa slaufu handa
HUNDINUM SEM ENGINN Á.
Þegar hún bindur bláu slaufuna um hálsinn á hon-
um, segir hún niður í hlýjan feldinn:
Ég er með svolitla jólagjöf handa þér. Svona fyrir
fram. Ég er búin að ákveða að þú fáir nýtt nafn frá og
með deginum í dag. Þú átt að heita JÓLAGESTUR,
af því að þú komst til okkar svona rétt fyrir jólin . . •
62