Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 66
Burtförin
Við ráðguðumst nú um, hvað gera skyldi við hina þrjá
bandingja, sem við höfðum á okkar valdi, og var þar
úr vöndu að ráða, því þeir voru óbetranlegir illgerða-
menn. Hefðum við haft þá með okkur, þá var ekki
annað fyrir en að ofurselja þá dómsvaldinu á Eng-
landi. Skipstjórinn, sem var mannúðar maður, var
þess vegna helst á því að skilja þá eftir á eynni, ef
þeir færu þess á leit við hann.
Ég fór nú til bandingjanna, leiddi þeim fyrir sjónir
afbrot þeirra og sagði þeim, að nú yrðu þeir fluttir til
Englands í böndum og þar yrðu þeir vafalaust hengd-
ir.
Þá grátbændu þeir mig að vægja sér, en ég sagði,
að það frekasta, sem í mínu valdi stæði, væri að biðja
skipstjórann að skilja þá eftir á eynni.
Þeir svöruðu aftur, að ef ég fengi því til leiðar komið,
þá skyldu þeir heiðra mig alla ævi eins og sinn mesta
velgerðamann.
Rétt á eftir voru þeir látnir vita, að þeir mættu vera
kyrrir á eynni, og urðu þeir þeim boðskap fegnari en
frá verði sagt.
Ég fræddi þá svo um allt, er eyna snerti, og gaf
þeim góðar bendingar um sáningartíma, um brauð-
gerð, um geitfjárrækt og margt hvað fleira. Þá sagði
ég þeim einnig, að einhvern af næstu dögunum
mundu koma til þeirra sautján Spánverjar, og brýndi
ég rækilega fyrir þeim að breyta við þá eins og bræð-
ur sína.
Því næst talaði ég einslega við skipstjórann í
JOLAFRIMERKI
Að þessu sinni gefur Póst- og símamálastofnunin
út jólafrímerki þriðja árið í röð. — Verðgildin eru
tvö, 600 aurar og 650 aurar. - Þau eru teiknuð af
Friðriku Geirsdóttur en myndefni þeirra er boð-
skapur jólahátíðarinnar og sýnir annað þeirra
hvar María mey birtist í Ijósadýrð með barnið,
tákn kærleikans. - Hitt merkið táknar komu
engilsins og stjörnur himinsins, sem boða vax-
andi birtu.
tjaldinu um það, hvenær við ættum að leggja af stað.
Hann hafði fyrir sitt leyti hinar brýnustu ástæður til að
hraða burtförinni sem mest.
Eins og nærri má geta mundi ég hafa verið honum
samþykkur um það af öllu hjarta, ef ekki hefði svo á
staðið, að ég vonaðist eftir föður Frjádags og Spán-
verjunum á hverri stundu.
Við biðum árangurslaust í þrjá daga.
Þá lýsti skipstjórinn yfir því, að nú yrði ég að segja
af eða á um það, hvort ég vildi vera hér kyrr eða fara
með sér, því úr þessu væri sér ómögulegt að fresta
burtförinni lengur.
Slíkt hið sama varð Frjádagur nú einnig að afráða
eitt af tvennu. Hann var sannarlega milli steins og
sleggju, vesalings maðurinn. Það var hans hjartan-
legasta ósk, að sjá föður sinn enn þá einu sinni, til
þess að geta kvatt hann, en hér hlaut nauðsyn að
brjóta lög, því um frestun var ekki lengur að tala.
Loks réð hann af að fara, þó hann gerði það grátandi,
og bjóst með okkur til skips.
Svo sem í minningarskyni um eyjarveru mína hafði
ég til skips með mér geitskinnshúfu mína og sólhlíf-
ina, sömuleiðis páfagaukinn tamda og peningana,
sem ég hafði verið svo framsýnn að geyma.
19. desember 1686 skildi ég svo við ey þessa, og
hafði ég þá dvalið á henni í tuttugu og sjö ár, tvo mán-
uði og tíu daga.
Að sönnu gladdist ég innilega við þá tilhugsun, að
nú fengi ég aftur að sjá átthaga mína, en engu að
síður vöktust angurblíðar tilfinningar í hjarta mínu,
þegar skipið bar mig til hafs og eyjan mín var að
hverfa, þar sem ég hafði lifað svo margar ánægju- og
raunastundir. Næst: Nýtt heimili-
66