Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 33
I
hliðina keypt, Bræðraborgarstígur
9, sem einnig var 5 hæða hús og
það tekið undir starfsemina. Þrátt
fyrir þessa miklu viðbót var svo
komið árið 1979 að húsnæðis-
skortur var farinn að standa rekstr-
inum fyrir þrifum. Þar var ekki hægt
að koma fyrir þeim vélum sem
nauðsynlegar voru orðnar til að
svara vaxandi samkeppni, ekki síst
erlendis frá. Var þá afráðið að
byggja framtíðarhús sem sérstak-
lega væri hannað sem prentsmiðju-
húsnæði. Fyrsta skóflustungan að
Höfðabakka 7 var tekin í ágúst
1979 og 20 mánuðum síðar, vorið
1981 var starfsemin þar komin í
fullan gang.
Prentsmiðjuhúsið að Höfða-
bakka 7 er röskir 5000 fermetrar að
stærð. Prentsmiðjan er öll á einu
gólfi. Er prentsmiðjan nú
tæknivæddasta prentsmiðja lands-
ins og hún hefur í fullu tré við
fullkomnustu prentsmiðjur hvar
sem er í heiminum.
Af fullkomnum tæknibúnaði
Prentsmiðjunnar Odda hf. má
nefna fullkominn tölvusetningar-
búnað sem gerir prentsmiðjunni
kleift að taka við texta frá öðrum
tölvum, annaðhvort með símalínu
eða segulmiðli. í prentuninni eru
notaðar afkastamiklar vélar bæði í
bóka- og blaðaprentuninni, meðal
annars litprentunarvél með full-
komnum tölvustýribúnaði sem
prentar 4 liti í sömu umferð en hún
er sú eina sinnar tegundar hér á
landi. Við framleiðslu tölvu-
eyðublaða hefur fyrirtækið full-
komnustu vélar hérlendis. Veita
þær fjölbreytta möguleika í prentun
eyðubiaðanna, til dæmis eins
marga liti og menn óska, sem er
alveg nýtt hér á landi. í bókbandinu
hefur smám saman verið byggt upp
vélvætt bókband og er stutt í að
komin verði ein samfelld bókbands-
lína frá saumavél í pökkun en hing-
að til hefur bókband verið mikið til
handunnið. Á þetta að auka fram-
leiðnina og gera bókina ódýrari í
framleiðslu þannig að hún verði
Þorgeir Baldursson forstjóri.
samkeppnishæfari í þeirri sívax-
andi samkeppni sem hún á í.
í gegnum prentsmiðjuna fara
hátt í eitt þúsund tonn af pappír á
ári. Framleiddir eru 150 til 200
bókatitlar á ári og rúmlega 100 tölu-
blöð tímarita. Prentun tölvueyðu-
blaða er einnig talsvert stór hluti
framleiðslunnar en prentsmiðjan
tekur að sér jafnt smærri sem
stærri verkefni. Símaskráin, sem er
viðamesta prentverkefni á íslandi,
er prentuð í Odda svo einstakt
dæmi sé tekið.
Baldur í Odda var hugsjónamað-
ur sem sá drauma sína rætast.
Skömmu áður en hann lést var fyr-
irtækið, sem hann stofnaði fyrir 40
árum og stjórnaði alla tíð, flutt í nýtt
glæsilegt prentsmiðjuhús. Starfs-
menn sem í upphafi voru 3 voru
orðnir 130, húsnæðið sem var horn
í húsi við Freyjugötu var nú orðið
5000 fermetra sérhönnuð prent-
smiðjubygging og fullkomnasta
tækni hafði leyst gömlu blý-
setningarvélina og bókapressuna
af hólmi.
í um 30 ár hefur blaðið okkar
ÆSKAN og allar útgáfubækur
hennar verið prentaðar í Odda hf.,
og á þessum tímamótum sendir
blaðið forstjóra og stjórnarmönnum
og öllu starfsfólki sínar bestu kveðj-
ur og þakkir fyrir samstarfið.
Föndur
í þetta sinn ætlum við að sýna
ykkur hvernig útbúa má bóka-
stoðir á einfaldan hátt. Efnið er
fjórir spýtukubbar. Tveir þeirra
eiga að vera 20x15 cm, en hinir
aðeins minni. Þið neglið kubbana
saman tvo og tvo eins og sýnt
er á myndinni. Þegar því er lok-
ið er næst að mála bókastoð-
irnar og er þá um að gera að gefa
hugmyndafluginu lausan taum-
inn. A myndinni sjáið þið snjalla
hugmynd en þið getið líka notað
hinar og þessar skemmtilegar
fígúrur, t. d. Mikka mús eða And-
rés Önd. Eins og þið sjáið er
ákaflega fljótlegt að útbúa bóka-
stoðirnar og þær eru einkar
hentugar gjafir.
33