Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 38
Hér kemur mynd af þríburunum frá Djúpavík, sem fæddust 6. febrúar 1983. Frá vinstri Bryndís, Njáll og Árdís. sjónum. Hún skyldi hjálpa mömmu eins og hún gæti, hún gat þó alltaf haft ofan af fyrir litlu systkinunum, veriö með þau uppi á lofti, svo pabbi og mamma hefðu frið. Veðrinu hafði slotað, það sást út á sjóinn, þar sem bátarnir voru á legunni. En skaflarnir voru háir á milli húsanna, en hvað gerði það til? Allir voru komnir í höfn. í rökkrinu kom ein dóttirin úr næsta húsi og bauð mömmu og pabba með öll börnin yfir til þeirra á aðfangadagskvöldið. „Við skiljum að þú hefur ekki getað hugsað mikið um jólahald þessa daga“, sagði hún við mömmu. „Við skulum öll gleðjast saman þessi jól, og fagna því,“ bætti hún við. Allt í einu var allt orðið ákaflega spennandi. Krökk- unum þótti þetta svo gaman, að hugsa til þess að punta sig upp og fara í þetta fína hús, sem var langstærsta hús í þorpinu, og húsbóndinn kaup- maður. Hann hlaut að vera ákaflega ríkur að eiga allt dótið og allan matinn í búðinni. Telpan ruglaðist svolítið í kollinum að vera að glíma við þessi vanda- mál. Það var betra að snúa sér að því að fást við eitthvað sem hún kunni skil á, taka krakkana og fara með þá upp, henni þótti það nú ekki alltaf gaman, en nú var það nauðsyn. „Veriði ekkert að tala við pabba ykkar núna hann er svo þreyttur", sagði mamma, þau fóru því bara til hans og klöppuðu honum og kysstu hann á vangann. Þau minnstu voru ekki almennilega með. Hann var búinn að vera svo lengi að heiman, fannst þeim, en nú var hann allt í einu kominn, og þau máttu ekki tala við hann. Þau eldri skildu það, að þau höfðu heimt pabba sinn úr helju. Nú var mamma glöð, pabbi var kominn heim, jólin voru að koma. Guð var góður. Þau fóru bara að leika sér. Vandamálið var leyst. Þetta aðfangadagskvöld gleymdist aldrei. Ennþá lifir það í minningu telpunnar, þó liðin séu yfir 60 ár. Góða dóttir kaupmannsins, sem komið hafði yfir til þeirra á Þorláksmessu, gaf þeim öllum jólagjöf. Telp- an fékk pennastokk, meira að segja tveggja hæða. Hún hafði aldrei eignast slíkan grip, og ennþá finnst henni, að þetta hljóti að vera fallegasti pennastokkur- inn, sem hún hefur eignast um ævina. Hrefna Samúelsdóttir Tynes Á þessum árum var ekkert rafmagn, ekkert útvarp, engar veðurfregnir. Sjómannskonur og börn urðu oft að bíða í óvissu. Það var enginn í rónni fyrr en allir voru komnir í höfn. Það var vissulega hart uppeldi, sem margir fengu, en eitt lærðist þó, það var að bjarga sér. Sjálfsbjargarviðleitnin efldist, börnin lærðu fljótt, að það urðu allir að fara snemma að vinna og hjálpa til að afla heimilinu tekna. Það var hræði- leg tilhugsun hjá þeim sem vildu standa sig, ef svo illa tækist til, að það yrði „að fara á sveitina", sem kallað er, þiggja af öðrum. Það mátti ekki ske. Þó illa áraði á stundum, tókst að halda í horfinu með nýtni og sparsemi, engan „óþarfa“ mátti leyfa sér, þegar hart var í búi. Þessi lífskjör voru hlutskipti margra barna í þá daga, en það er ekki að sjá, að það hafi gert þau að ónytjungum, miklu fremur óx úr þeim jarðvegi margur vilja- og at- hafnamaðurinn, sem reyndist þarfur þegn og samtíðarmaður. Verður ekki hér farið lengra út í þá sálma. H. T.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.