Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 69

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 69
c LEIKBRUÐULAND 5 Leikbrúðuland hefur starfað frá árinu 1969. í vetur munu Leikbrúðuland og Leikfélag Reykja- víkur taka upp samstarf um sýningar í Iðnó kl. 15 á sunnudögum. Fjórir einþáttungar verða fluttir. Ástarsaga úr fjöllunum, eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikgerð Hallveigar Thorlacius, Búkolla færð í leikgerð af Bryndísi Gunnarsdóttur, Draumlyndi risinn og Eggið. Þær Bryndís, Hallveig og Helga stjórna brúðunum, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Með þessum sýningum færir Leikbrúðuland út kvíarnar, sýningarnar eru mun viðameiri en unnt hefur verið að bjóða upp á í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11 og bryddað upp á ýmiss konar tækni sem ekki hefur sést í brúðuleikhúsi hér- lendis. Þættirnir fjórir voru frumsýndir á alþjóðlegri Draumlyndi risinn og fjölskylda hans við þvottasnúrurnar. brúðuleikhúshátíð í Finnlandi í vor við ágætar undirtektir. Þær stöllur, sem hafa verið með Leikbrúðuland síðan 1969, eru að mestu leyti sjálfmenntaðar í þessari listgrein, en fyrirtækið hefur vaxið með áhuga leikhúsgesta og reynslu stjórnendanna. Enginn skóli er starfandi á þessu sviði á Norðurlöndum þótt boðið sé upp á ýmiss konar námskeið þar. Þeir sem vilja afla sér veru- legrar menntunar á þessu sviði verða einna helst að leita til Austur-Evrópulanda. Og á meðan þið spilið fylgist þið með hinu skemmtilega ævintýri Hans C. Andersens um hégómafulla og pjattaða keisarann sem tveim svikurum tókst að narra. Leikreglur: Hver þátttakandi fær einn hnapp, sem lagður er á reit 1 og tíu rúsínur. Síðan finnið þið tening og þá getur leikurinn hafist. Þegar komið er að svörtum reit, er eitthvað í uppsiglingu og takið nú eftir: 4. Keisarinn skiptir um föt á klukkutíma fresti. Bíðið eina umferð. 12. Þjónar keisarans eru í óða önn að bera keisaranum klæðin. Færðu þig áfram á reit 15. 14. Dag nokkurn er barið að dyrum hallarinnar. Bíðið þartil 1, 3 eða 5 kemur upp á teningnum. 16. Tveir vefarar segja, að þeir geti ofið hin dýrlegustu klæði, sem verði ósýnileg hverjum þeim, sem ekki standi i stöðu sinni. Þú mátt kasta teningnum aftur. 21. Tveim vefstólum er komið fyrir og vefararnir þykjast vefa úr hinu dýrlegasta silki og gulli. Þeir stinga þó sjálfir öllu i sinn eigin vasa. Allir þátttakendurnir, fyrir utan þann, sem á tölunni lendir, verða að fá sex til að komast áfram. 23. Keisarinn sendir ráðherra sinn tii að líta eftir verkinu. Hann sér engan þráð, en þorir ekki að segja það vegna hræðslu um að verða rekinn. Færðu þig þrjá reiti aftur á bak. 27. Keisarinn sendir umboðsmann sinn. Hann lofar klæðin mjög þótt hann sjái þau ekki. Hann heldur nefnilega að allir sjái þau nema hann sjálfur. Bíddu eina umferð. 34. Keisarinn fer að líta á hin glæsi- legu klæði, „En hvað þau eru falleg“, segir hann án þess að sjá þau og hugsar: „Skyldi ég ekki vera nógu góður keisari?" Færðu þig tvo reiti fram á við. 37. Svikararnir sýna hin „glæsilegu klæði“ og fá fúlgu fjár fyrir vefn- aðinn. Þú færð tvær rúsínur frá hverjum hinna þátttakendanna. 41. Svikararnir láta sem þeir umvefji keisarann hinum nýju klæðum fyrir skrúðgönguna í gegnum bæinn. Þeir hljóta fálkaorðuna að launum. Þú færð eina rúsínu frá hverjum hinna þátt- takendanna. 45. Allir bæjarbúar bíða í ofvæni eft- ir að sjá nýju fötin keisarans. Bíddu þar til 2, 4 eða 6 koma upp á teningnum. 48. „Já, glæsileg eru þau. Og þau fara svo vel“, hrópa allir í hrifningu. Allir færi sig einn reit til baka. 51. Svikararnir tveir hlaupast á brott úr bænum. Allir þátttakendurnir færi sig fram um einn reit. 53. Herbergisþjónarnir þykjast halda í slóðann. Þeir þora nefni- lega ekki að Ijóstra því upp, að þeir sjái ekkert. Færið tvo reiti áfram. 57. Keisarinn er himinlifandi yfir hrifningunni, sem nýju fötin hans valda. Þú færð aukakast, en átt að færa þig aftur á bak samkvæmt tölu þeirri sem upp kemur. 60. „En keisarinn er ekki í neinum föturn," segir lítið barn. „Hann er ekki í neinu“. Þú hefur nú unnið og færð þrjár rúsínur hjá hverjum þátttakanda. Nú er hægt að byrja aftur. Kannski geta hinir unnið rúsínurnar af sig- urvegaranum í næsta leik. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.