Æskan - 01.11.1983, Side 47
yMyMyyyMyyyyyyyuyyyisa0is@issiiSass0@ss
c
KETTLINGURINN HENNAR ELLU LITLU
)
Þaö var dag nokkurn um jólaleytið,
aö krakkarnir urðu aö vera inni og leika
sér, því veðrið var svo vont. Pabbi
þeirra átti frí þennan dag, hann náði sér
því I smásögubók og fór að lesa fyrir
þau.
Þetta er nú sagan, sem pabbi las:
Ella litla hafði eignast lítinn grábrönd-
óttan kettling. Hún lék sér við hann á
hverjum degi, og það var stundum
ofsalegt fjör. En litli Kisi var gjörsneydd-
ur öllu hreinlæti. Hann bæði kúkaði og
pissaði á gólfið, og það er nú ekki eins
og það á að vera. Hann varð að læra
að biðja um að fara út til að gera þarfir
sínar.
Því var það, að hann var tekinn á
kvöldin og látinn út í geymslu. Hún var
það opin, að hann gat komist út. Þetta
þótti Kisa litla slæmt. Hann vildi vera
inni í hlýjunni. Svo var það eina nóttina
þegar Ella litla, mamma hennar og
pabbi voru steinsofandi, að það tók ein-
hver að krafsa á gluggarúðuna. Pabbi
fór fram úr rúminu og gáði, hvað þetta
gæti nú verið.
Og hver haldið þið að það hafi verið
annar en Kisi litli, sem stóð uppi á
skaflinum við gluggann og teygði sig
upp í rúðuna og mjálmaði svo vesæld-
arlega. Það var eins og hann væri að
biðja um að lofa sér nú að koma inn í
hlýjuna.
Þá opnaði pabbi gluggann og tók litla
vesalinginn, og svo gaf honum volga
mjólk að drekka.
Nú fóru þau að hugsa um, að auðvit-
að væri Kisa kalt, þó hann væri I hlýja
feldinum sínum, og svo gæti hugsast
að Rebbi gamli gæti komið og stolið
honum. Hann var nú ekkert að víla það
fyrir sér hann Rebbi þó hann krækti sér
í einn lítinn kettling.
Kisi litli var heppinn, að þeim skyldi
detta þetta í hug, þetta með Rebba, því
nú var hann látinn vera inni á hverri
nóttu. Hann er búinn að læra að passa
sig og hættur að gera á gólfið.
Á aðfangadagskvöldið lágu tveir
pakkar til Kisa litla undir jólatrénu. (
öðrum pakkanum var lítill fallegur bolti
til að leika sér að, en í hinum pakkan-
um, sem var nokkuð stór, var fínt teppi,
sem Ella og mamma hennar höfðu búið
til. Þetta teppi átti Kisi litli að hafa í
körfunni sinni, sem nú var látin vera í
þvottaherberginu. Þar var líka ofn, svo
það var engin hætta á því að Kisa litla
yrði kalt.
NÝTT DAGHEIMILi Fyrstu skóflustungurnar að nýju
í MOSFELLSSVEIT dagheimili í Mosfellssveit voru teknar
21. sept. sl. Mikiliar eftirvæntingar og
gleði gætti við athöfnina, enda var
hún sérstök fyrir þær sakir að skóflu-
stungurnar voru teknar af hópi barna
af dagheimilinu Hlaðhömrum í ná-
grenninu, en meiningin er að hið nýja
dagheimili leysi hið gamla af hólmi.
Voru börnin vel vopnuð til verksins,
allir búnir að fá nýjar skóflur, og mok-
aði því hver sem mest hann gat.
Áætlaður kostnaður við byggingu
dagheimilisins er á bilinu 12-14 millj-
ónir króna, og standa vonir til að hægt
verði að taka það í notkun eftir tvö ár.
Ekki verður þó unnið nema fyrir tæpa
milljón króna á þessu ári, og dugir sú
upphæð fyrir grunnsökkli og plötu.
Reiknað er með að annar áfangi verks-
ins verði boðinn út fljótlega á næsta ári.
47