Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 12

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 12
Ástarbréf til Ara er spennandi unglingasaga sem gerist í sum- arbúðum norður ílandi. Aðal- persónan, Ari, er áfimmtánda ári og á heima í Reykjavík. Litlu áður en hannfer að heiman byrj- ar hann ífyrsta sinn að vera með stelpu og þau ákveða að skrifast á. Hjartað slær alltaf örtþegar bréfin berast. Ari kynnist mörgum skemmti- legum krökkum í sumarbúðun- um, — þar á meðal Tinnu, scetri stelpufrá Sauðárkróki sem að vísufer í taugarnar á honum við fyrstu kynni en sýnir síðan aðra hlið á sér. Þau verða góðirfélag- ar og einn daginn situr Ari uppi með það að hann er orðinn hrif- inn aftveim stelpum! Hann veit varla sitt rjúkandi ráð. Ara og Tinnu þyrstir í ævin- týri og þau strjúka úr sumarbúð- unum á bjartri júnínóttu til að skoða eyðibýli í nœsta dal. Við grípum þar niður í söguna. Nokkrum mínútum seinna stóðu Ari og Tinna inni á gólfi í Myrkrabæ. Dálítið rökkur var en þau sáu samt vel fram fyrir sig. Rakalyktin var mikil. Þau héldu niðri í sér andanum og hlustuðu eftir hljóðum. — Heyrirðu það sama og ég? hvísl- aði hún þegar þau nálguðust svefnher- bergið. Hann stirðnaði. - Hvað? Hann heyrði ekkert í fyrstunni en tók svo eftir torkennilegu hljóði. Hann var með hjartað í buxun- um og augun ætluðu út úr honum. Gat verið að einhver væri þarna inni? - Má ég halda í þig? spurði hún og virtist engu minna óttaslegin. — Eigum við ekki að snúa við? hvíslaði hann og langaði til að hlaupa á eldingarhraða út úr þessu andstyggi- lega húsi. Honum varð hugsað til vinnumannsins sem afi sagði honum frá og hvarf frá þessu heimili eins og jörðin hefði gleypt hann. Ari beið eftir því að hann kæmi aftan að þeim og tæki þau hálstaki. Hann hryllti svo við þessari hugsun að hann lokaði augunum. - Nei, við verðum að kanna hvað þetta er, sagði Tinna. Sú var hugrökk! Hann fann hvernig hann þornaði upp í kverkunum. Hann gat ekki verið minni maður og gekk samhliða henni skref fyrir skref. Stundum hætti hljóðið en svo kom það aftur og aftur. Skyndilega heyrðu þau einhvern smáhlut detta. Þau urðu svo skelfd að hárin risu. Það var mað- ur þarna inni! Kannski var þetta strokumaður, alræmdur glæpamaður sem faldi sig þarna og sveifst einskis svo að ekki kæmist upp um hann. Það var kjörið fyrir slíkan mann að leynast í eyðibýli. Útdráttur úr nýrri bók eftir Eðvarð Ingólfsson - Komdu, stundi Ari og togaði * handlegg Tinnu. - Bíddu! Hún hlustaði eftir flelf‘ hljóðum en ekkert heyrðist. Þetta va dularfullt. Þau stóðu fyrir framan svefnhvt bergisdyrnar og hjartað ætlaði a springa. Áttu þau að þora að opna- - Gerðu það, bað hún ofurlágt og benti á húninn. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.