Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 14
Æskuleikir áður fyrr
Sláturtíð
Á Borðeyri var jafnan slátrað tals-
vert mörgu fé á haustin. Þá fengu
sumir okkar strákanna einhverja
vinnu meðan slátrunin stóð yfir, til
dæmis við að kæla gærurnar eða
hræra í blóðinu. Yfirleitt var þetta
heldur óþrifaleg vinna og að mér
fannst leiðinleg. Eftir að frystihús
kom á staðnum fengu sumar eldri
stelpurnar stundum einhverja vinnu
líka.
I sláturtíðinni var margt um mann-
inn á Borðeyri því að þá var þar
alltaf hópur aðkomufólks í vinnu.
Oft var ýmiss konar gleðskapur á
ferðum, einkum á kvöldin eftir að
vinnu var lokið. Aðkomumennirnir
höfðu til umráða gamalt pakkhús.
Þar höfðu þeir mötuneyti og þar
sváfu þeir flestir en sumir fengu þó
inni hjá einhverjum kunningjum sín-
um í þorpinu.
Ég hafði þann starfa á hendi nokk-
ur haust að sjá um gærurnar. Það
verk var í því fólgið að þegar búið
var að vigta gærurnar var þeim hent
út og þar tók ég við þeim, breiddi úr
þeim þannig að holdrosan sneri út og
lét þær kólna. Síðan flutti ég þær í
gæruskúrinn þar sem þær voru salt-
aðar í stafla. Seinna voru gærurnar
svo bundnar í búnt, tvær og tvær
saman, og þannig voru þær fluttar á
markaðinn. Stundum þegar gærun-
um var skipað út var sá háttur hafður
á að menn röðuðu sér upp með vissu
millibili alveg frá gæruskúrnum og
fram á bryggju og köstuðu búntun-
um á milli sín eins og bolta. En ansi
voru það nú þungir boltar.
Jæja, ég var að segja frá sláturtíð-
inni. Við strákarnir vorum oft að
gera fullorðnu mönnunum ýmsar
glennur, svona smáhrekki, oftast
meinlausa þó. Einu sinni tókst samt
verr til en við ætluðumst til. Þannig
hagaði til að leiðin milli sláturshúss-
ins og pakkhússins, sem verkamenn-
irnir bjuggu í, lá um mjótt húsasund.
Og nú datt okkur í hug að gaman
væri að strengja band þvert yfir sund-
ið, svona í axlarhæð á fullorðnum
manni, og láta karlana ganga á það
þegar þeir færu til vinnu eftir há-
degismat. Við settum okkur fyrir
hugskotssjónir hvernig körlunum
yrði við þegar þeir lentu á bandinu.
Þeir mundu áreiðanlega hrökkva
heldur betur við, kannski mundu
þeir segja ljótt.
Við komum okkur fyrir í námunda
við snöruna þegar leið að þeim tíma
er karlarnir færu að koma út. Það
ískraði í okkur hláturinn, við áttum
sannarlega von á spaugilegum við-
brögðum hjá köriunum.
En þegar fyrsti karlinn kom út brá
okkur dálítið illa við. Þetta var aldr-
aður maður, mjög sjóndapur og orð-
inn heilsuveill. Hann hafði aldrei
gert neitt á hluta okkar, miklu frem-
ur tekið svari okkar ef honum þótti á
okkur hallað. Það var langt frá því að
við vildum gera honum grikk eða
stríða honum. Gamli maðurinn gekk
í áttina til húsasundsins og átti sér
einskis ills von. Við gátum ekkert
gert annað en bíða átekta en tautuð-
um ljótt í hljóði.
Allt í einu kipptist gamli maðurinn
við allhastarlega og við heyrðum
hann formæla hroðalega. Við sáum
líka hvernig hann strauk hálsinn þar
sem snaran hafði lent. Svo tók hann
upp vasahníf og skar á bandið. Þar
með var það gamanið úti og hafði
reyndar ekki orðið neitt gaman.
Ekki minntist maðurinn neitt á þetta
við hina karlana en okkur fannst
hann líta þannig á okkur strákana
fyrst á eftir að við töldum víst að
hann grunaði okkur um græsku. Við
vorum líka áreiðanlega hálf-skömm-
ustulegir í návist hans lengi á eftir.
Sem betur fór tókst sjaldan svona
illa til þegar við vorum að „gera at“ í
fullorðna fólkinu.
I sláturhúsinu unnu jafnan nokkr-
ar ungar stúlkur og þóttumst við
strákarnir sjá að þær og yngri karl-
mennirnir væru eitthvað að draga sig
saman. Tókum við þá upp á því að
njósna á kvöldin og skipulögðum
njósnastarfsemina mjög hugvitssam-
lega að okkur fannst. Þetta var ákaf-
lega æsandi en oft fengum við ávitur
hjá mæðrum okkar fyrir að vera að
slæpast úti fram eftir öllum kvöldum-
Einn njósnaleiðangur okkar
mér sérstaklega minnisstæður. Við
höfðum einhverra hluta vegna fengiö
sérstakan áhuga á einu parinu og
lögðum mikið kapp á að njósna sem
rækilegast um háttalag þess.
Svo var það eitt kvöld þegar ég og
nokkrir fleiri strákar áttum njósna-
vakt að dálítið meira bar til tíðinda
en venjulega. Nokkru eftir kvöld-
matinn hittumst við á planinu frarnan
við pakkhúsið, sem verkamennirnir
bjuggu í, og skiptum með okkur
verkum. Sumir áttu að fylgjast með
ferðum herrans ef hann skyldi fara ut
úr húsinu en aðrir áttu að vakta
dömuna. Stúlkurnar bjuggu sem se i
öðru húsi, spölkorn frá pakkhúsinu.
Ég lenti í þeim hópnum, sem atti
að njósna um herrann, ásamt tveim-
ur strákum. Ekki þurftum við lengi
að bíða þess að pilturinn færi á kreik-
Hann rölti fram á planið, svipaðist
um þar og gekk svo áfram í áttina að
húsinu sem stúlkurnar bjuggu í- Við
læddumst á eftir honum en létum
hann þó ekki verða varan við okkur.
Þegar hann kom í námunda við
kvennabúrið flautaði hann þrisvar
sinnum hátt og myndarlega. Síðan
sneri hann við og gekk til pakkhuss-
ins aftur og hvarf okkur þar inn. Við
töldum víst að hann hefði verið að
gefa stúlkunni eitthvert merki þegar
hann flautaði og datt okkur nú það
snjallræði í hug að fella piltinn á
sjálfs sín bragði, nefnilega flauta eins
og hann hafði gert fyrir utan hja
dömunni. Við hlupum því til baka og
flautuðum rösklega nokkrum sinnum
rétt hjá kvennabúrinu. Síðan hlupum
við í felur en þó þannig að við töld'
um okkur geta fylgst með manna-
ferðum. Þannig biðum við lengi en
ekkert gerðist. „Hann hlýtur að
koma aftur,“ sagði einn í hópnum-
„Kannski merkið hafi þýtt að þaU
14