Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 39
Sannleiksopn^ ^sjón Pétur Porsteinsson
I suniiiidaUiskól anum
Þar sem sunnudagaskólar, kirkjuskól-
ar, sem stundum eru á föstudögum
eða laugardögum, eru almennt byrjað-
ir þá þótti okkur í Sannleiksopnunni
ágætt að helga eina opnu frásögn og
fræðslu um þetta fyrirbrigði.
Þegar minnst er á skóla verða menn
ef til vill ekkert sérstaklega ánægðir.
Ýmsum finnst skólinn eitthvað lítt
skemmtilegt og miður áhugavekjandi,
að ekki sé talað um að vakna eld-
snemma á sunnudagsmorgnum þegar
maður má sofa út.
Hér er verið að tala um skóla sem er
allt öðruvísi en hefðbundnir skólar þar
sem kenndur er lestur, reikningur og
skrift. í sunnudagaskólanum getur þú
komið og skemmt þér. Þú mátt syngja
fullum hálsi söngva sem eru léttir og
skemmtilegir. Gjarnan líkir fólk með
hreyfingum eftir textanum sem sung-
inn er. Margir kannast við sönginn „Á
bjargi byggði.“ Þá látum við hendurn-
ar mynda hús, munda hamar eða við
líkjum eftir rigningu með fingrunum.
Við stöndum upp þegar við syngjum.
Stundum notum við allan líkamann, til
þess að tákna eitthvað, líkt og við
værum í leikfimitíma. Það er því ekki
ætlast til þess að við sitjum sæt og
settleg allan tímann heldur að við tök-
um virkan þátt í öllu því sem gerist.
I sunnudagaskólanum eru sagðar
sögur um Guð og lesið úr Biblíunni
þar sem við heyrum um hvað Guð vill
tala við okkur. Sóknarpresturinn eða
aðrir þeir sem sjá um skólann útskýra
það. Gjarnan eru sögur sagðar í
sunnudagaskólanum og segjast sumir
fullorðnir muna þær enn sumar hverj-
ar þar sem þær lifa lengur í minning-
unni heldur en langar ræður um sama
efni.
Þess vegna hvetur Sannleiksopnan
ykkur til að fara í sunnudagaskólann
eða kirkjuskólann. Þar er alltaf gaman
að koma til að fræðast um Guð og
syngja saman og hitta aðra krakka.
Þess vegna skuluð þið spyrja foreldra
ykkar eða forráðamenn hvort ekki se
sunnudagaskóli eða kirkjuskóli í na-
grenninu til þess að þið getið farið og
kynnt ykkur starfsemi hans og helst
tekið þátt í honum.
Svo má ekki gleyma því að í sunnu-
dagaskólanum fáið þið myndir til þesS
að fara með heim. Sumar á að hta
heima og þannig getið þið smátt og
smátt komið ykkur upp safni af mynd'
um sem segja frá því hvað Jesús Krist-
ur gerði fyrir okkur mennina.
Hér í opnunni eru viðtöl við nokkra
krakka sem segja frá því hvernig það
er að vera með í sunnudagaskólanum
og það er ágætt að lesa þeirra vitnis-
burð um veruna þar.
Bryndís Þórisdóttir, 16 ára
Mér fannst skemmtilegast þegar
sögur voru sagðar og dæmisögur Jesus
Krists útskýrðar. Þá fannst mér söng-
urinn skemmtilegur. Ég hef gaman af
að syngja og nýt söngsins. Þess vegna
get ég sungið núna og það er ekkert
Fura Jóhannesdóttir
Bryndís Þórisdóttir
Olafur Tómasson
Kristín Jóhannesdóttir
skrítið fyrir mig eins og fyrir marga
sem ekki eru vanir að syngja. Nei, mér
lnnst ekkert asnalegt að syngja eins
°8 sumum sem ekki eru vanir því. í því
a æfingin í sunnudagaskólanum
^■kinn þátt. Einnig þótti mér dýrmætt
ö hitta í sunnudagaskólanum aðra
rakka sem maður vissi að voru
dstnir. Þeir komu til þess að fræðast
arn Guð og hlusta á hvað Guð hefði
v,° okkur að tala. Þarna í sunnu-
askólanum var öruggt að við hitt-
Um aðra sem voru að pæla í þessu
Sama.
P
Ura Jóhannesdóttir, 11 ára
Það er nauðsynlegt að vita meira um
Guð en að hann sé til. Sumir krakkar
vita reyndar að Guð er til. Síðan vita
þau ekkert meira. Það hjálpar manni
heilmikið í daglega lífinu að geta talað
við Guð - ekki aðeins þegar manni
líður illa heldur líka þegar vel gengur.
En þá gleymum við honum svo oft.
Svo kem ég líka af því að við syngj-
um svo mikið í sunnudagaskólanum.
Ég kem frekar af því að ég get sungið
með. Ef ég ætti að þegja í klukkutíma
þá kæmi ég ekki í sunnudagaskólann.
Það er alveg öruggt. Þá væri þetta eins
og í skólanum. Þar eigum við alltaf að
þegja.
8 fer í sunnudagaskólann til þess að
æra um Guð. Það er gott að fræðast
Urn hann, hvernig Jesús varð til og
Vað hann gerði fyrir okkur. Mér finn-
s sögurnar vera skemmtilegastar í
|Unnudagaskólanum. Maður man þær
ngi á eftir og þær útskýra margt bet-
Ur langa, rtóur.
Kristín Jóhannesdóttir, 10 ára
Ég fer í sunnudagaskóla af því að ég
trúi á Guð. Við biðjum og syngjum
saman. Skemmtilegast finnst mér að
syngja. Þá hitti ég aðra krakka og
finnst ekkert vont að vakna á sunnu-
dagsmorgnum.
Það eru ekki allir sem trúa á Guð og
fyrir þá væri betra að koma í sunnu-
dagsskólann til þess að fræðast um
hann, heyra sagt frá honum. Núna
erum við nýbyrjuð í sunnudagaskólan-
um eftir sumarfríið og ég var farin að
hlakka mikið til þess að byrja aftur.
Olafur Tómasson, 11 ára
Mér finnst skemmtilegast að koma í
sunnudagaskólann til þess að hlusta á
sögurnar og syngja hreyfisöngvana þar
sem líkt er eftir hinu og þessu í söngn-
um. Einnig er gott að hlusta á það sem
Guð vill tala við okkur og að við
skulum geta talað við hann líka. Það
er betra að vera trúaður í lífinu ef
eitthvað kemur upp á.
Svo er ég líka í KFUM þannig að ég
heimsæki Guð tvisvar í viku. Það eru
allt of fáir sem vita um Guð og þeim
veitir ekki af að koma í sunnudaga-
skólann og fræðast meira um hann ogv
hlusta á hann.
38
39