Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 37

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 37
V erðlaunasamkeppni__________ Æskunnar, Rásar 2 og Flugleiða Skilafrestur Nú styttist skilafresturinn í stór- glcesilegri verðlaunasamkeppni Æskunnar, Rásar 2 og Flug- ^iða. Hann er til 10. desember nk. Eins ogfram kom í síðasta tölublaði er keppnin tvíþœtt, annars vegar smásagnasam- keppni og hins vegar umferðar- Setraun. Auðvitað rœðurþú hvort þú freistar gæfunnar í hvorri tveggja keppninni eða hara annarri. Allir, sem eru yngri en 17 ára, geta orðið þátt- takendur. Smásögur og lausnir v‘ð umferðargetraun sendist til: Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík Smásagnasamkeppnin Rétt er að rifja upp aðalatriðin frá ^’ðasta blaði. Söguefni er frjálst. Notið "ugmyndaflugið og látið ykkur detta eitthvað í hug! Þetta getur verið ævin- týrasaga, ferðafrásögn, spennusaga eða saga sem gerist í raunveruleikan- um. Æskileg lengd sagnanna er frá einni vélritaðri síðu til fimm - eða tvær til tíu handskrifaðar. Það gerir ekkert til þó að þær verði aðeins fleiri, þið hafið það sjálf í hendi ykkar. Látið hugann reika og byrjið svo! Verðlaunasagan verður birt í Æsk- unni og flutt á Rás 2. Einnig mun Æskan birta nokkrar þeirra sagha sem fá aukaverðlaun. llmferðargetraunin í síðasta blaði birtum við ellefu spurningar um umferðarmál. Sumar þeirra voru erfiðar og ef til vill hafið þið orðið að giska á rétt svar. Þeir sem lásu textann vandlega hafa séð að bent var á að svör við nokkrum spurning- anna mætti finna í blaðinu á undan, - 6. tbl. Þar er nefnilega sagt frá könnun sem Umferðarráð gerði í samvinnu við lögreglu síðastliðið sumar. Þeir sem enn eiga eftir að skila lausn í Umferð- argetrauninni geta því haft þetta á bak við eyrað. Þú þarft ekki að klippa spurningar út úr blaðinu frekar en þú \ált. Þér nægir að skrifa númer spurninganna á blað og þann bókstaf sem þú kýst sem svar. Dæmi: 12-b, 13-c, 14-d. Þetta er mjög fljótlégt og þú þarft ekki að skemma blaðið þitt. Síðan sendir þú Æskunni lausnirnar fyrir tilsettan tíma - ásamt nafni, heimilsfangi og aldri. Allir yngri en 17 ára mega taka þátt í keppninni hvort sem þeir eru áskrif- endur eða ekki. Foreldrar mega gjarn- an hjálpa! Þeir mega hins vegar ekki hjálpa í smásagnasamkeppninni. Hveijir verða hinir heppnu? Það er stóra spurningin! í Morgun- þætti Rásar 2 á Þorláksmessudag, 23. desember nk. verður tilkynnt hver hafi orðið hlutskarpastur í smásagnasam- keppninni og dregið verður út nafn vinningshafans í umferðargetrauninni. Hvor um sig hlýtur helgarferð með Flugleiðum til Stokkhólms næsta vor. Þar verður margt gert til skemmtunar, m.a. farið í Skansinn og tívolíið, sigl- ingu og fleira. Æskan mun fylgjast vel með ferðum vinningshafanna og birta myndir og frásögn ferðalanganna þeg- ar þeir koma heim aftur. Auk aðalverðlaunanna verða veitt 15 bókaverðlaun í hvorri tveggja keppninni. Gleymið ekki að láta aldur ykkar fylgja sögum og lausnum. í smásagna- samkeppninni verður vissulega tekið tillit til aldurs höfundanna. Það er ekki hægt að ætlast til að 8 ára barn skrifi jafngóða sögu og 15 ára. Dómnefndin metur hverja sögu eftir aldri höfundar. Allar nánari upplýsingar um keppn- ina er hægt að fá á ritstjórn Æskunnar, sími 10248. Gangi ykkur vel! 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.