Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1986, Side 37

Æskan - 01.09.1986, Side 37
V erðlaunasamkeppni__________ Æskunnar, Rásar 2 og Flugleiða Skilafrestur Nú styttist skilafresturinn í stór- glcesilegri verðlaunasamkeppni Æskunnar, Rásar 2 og Flug- ^iða. Hann er til 10. desember nk. Eins ogfram kom í síðasta tölublaði er keppnin tvíþœtt, annars vegar smásagnasam- keppni og hins vegar umferðar- Setraun. Auðvitað rœðurþú hvort þú freistar gæfunnar í hvorri tveggja keppninni eða hara annarri. Allir, sem eru yngri en 17 ára, geta orðið þátt- takendur. Smásögur og lausnir v‘ð umferðargetraun sendist til: Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík Smásagnasamkeppnin Rétt er að rifja upp aðalatriðin frá ^’ðasta blaði. Söguefni er frjálst. Notið "ugmyndaflugið og látið ykkur detta eitthvað í hug! Þetta getur verið ævin- týrasaga, ferðafrásögn, spennusaga eða saga sem gerist í raunveruleikan- um. Æskileg lengd sagnanna er frá einni vélritaðri síðu til fimm - eða tvær til tíu handskrifaðar. Það gerir ekkert til þó að þær verði aðeins fleiri, þið hafið það sjálf í hendi ykkar. Látið hugann reika og byrjið svo! Verðlaunasagan verður birt í Æsk- unni og flutt á Rás 2. Einnig mun Æskan birta nokkrar þeirra sagha sem fá aukaverðlaun. llmferðargetraunin í síðasta blaði birtum við ellefu spurningar um umferðarmál. Sumar þeirra voru erfiðar og ef til vill hafið þið orðið að giska á rétt svar. Þeir sem lásu textann vandlega hafa séð að bent var á að svör við nokkrum spurning- anna mætti finna í blaðinu á undan, - 6. tbl. Þar er nefnilega sagt frá könnun sem Umferðarráð gerði í samvinnu við lögreglu síðastliðið sumar. Þeir sem enn eiga eftir að skila lausn í Umferð- argetrauninni geta því haft þetta á bak við eyrað. Þú þarft ekki að klippa spurningar út úr blaðinu frekar en þú \ált. Þér nægir að skrifa númer spurninganna á blað og þann bókstaf sem þú kýst sem svar. Dæmi: 12-b, 13-c, 14-d. Þetta er mjög fljótlégt og þú þarft ekki að skemma blaðið þitt. Síðan sendir þú Æskunni lausnirnar fyrir tilsettan tíma - ásamt nafni, heimilsfangi og aldri. Allir yngri en 17 ára mega taka þátt í keppninni hvort sem þeir eru áskrif- endur eða ekki. Foreldrar mega gjarn- an hjálpa! Þeir mega hins vegar ekki hjálpa í smásagnasamkeppninni. Hveijir verða hinir heppnu? Það er stóra spurningin! í Morgun- þætti Rásar 2 á Þorláksmessudag, 23. desember nk. verður tilkynnt hver hafi orðið hlutskarpastur í smásagnasam- keppninni og dregið verður út nafn vinningshafans í umferðargetrauninni. Hvor um sig hlýtur helgarferð með Flugleiðum til Stokkhólms næsta vor. Þar verður margt gert til skemmtunar, m.a. farið í Skansinn og tívolíið, sigl- ingu og fleira. Æskan mun fylgjast vel með ferðum vinningshafanna og birta myndir og frásögn ferðalanganna þeg- ar þeir koma heim aftur. Auk aðalverðlaunanna verða veitt 15 bókaverðlaun í hvorri tveggja keppninni. Gleymið ekki að láta aldur ykkar fylgja sögum og lausnum. í smásagna- samkeppninni verður vissulega tekið tillit til aldurs höfundanna. Það er ekki hægt að ætlast til að 8 ára barn skrifi jafngóða sögu og 15 ára. Dómnefndin metur hverja sögu eftir aldri höfundar. Allar nánari upplýsingar um keppn- ina er hægt að fá á ritstjórn Æskunnar, sími 10248. Gangi ykkur vel! 37

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.