Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 15

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 15
Böövar Guðlaugsson segir frá %ldu ekkert fara út að spásséra í kvöld,“ sagði annar. . bíðum nú við. Jú, þarna kom P'lturinn aftur eða ekki sáum við bet- Ur- Hann gekk rakleitt upp plássið og ö gömlum skúr eða kofa sem stund- Utn var notaður fyrir heyhlöðu. Töld- u,Tl við nú víst að þarna hefðu hjúin ^lt sér mót og læddumst þangað. 'ö kofadyrnar námum við staðar og ltum vel í kring um okkur. Síðan umst við inn og reyndum að láta minnst í okkur heyra. Það var l^dd sem u,ðamyrkur þarna inni en við hugs- ^um gott til glóðarinnar að verða niinnsta kosti heyrnarvottar að nhverju skemmtilegu og frásagnar- heröu- Ekki leið á löngu uns við b^yfðum fótatak utan dyra og ein- er kom inn. Við héldum niðri í 0 kur andanum. he”Hún fór áreiðanlega hérna inn,“ eyrðum við sagt í lágum hljóðum þe} hjá okkur. Þarna voru þá komnir lr sem áttu að njósna um dömuna. bárum nú saman ráð okkar h rna í myrkrinu en töluðum þó í h^fum hljóðum eða öllu heldur 'sluðum. Kom okkursaman um að re [ væri að bíða átekta þarna og 0^na að láta eins lítið á okkur bera 8 mögulegt væri. ”Þau eru áreiðanlega ekki hérna,“ sagði einn okkar eftir litla stund. „Hvað getur þá hafa orðið af þeim?“ hvíslaði annar. „Uss, þegið þið, það er einhver að koma,“ hvíslaði foringi okkar. Við steinþögðum og hlustuðum. Einhver kom að dyrunum. Við þorðum naumast að draga andann. „Er nokkur þarna?,“ var nú kallað inn um dyrnar. Við létum ekki á okkur kræla. Sá sem kallað hafði lét þá hurð falla að stöfum og okkur til mikillar skelfingar heyrðum við að hann krækti aftur að utanverðu. Þarna lágum við laglega í því. Við, sjálfir njósnararnir, vorum sem sé fangar og vissum ekki einu sinni hver hafði fangelsað okkur. „Hvað eigum við nú að gera?“ spurði einn í hópnum. „Við verðum að hrópa á hjálp," sagði annar. „Nei, það getum við ekki, það er svo skammarlegt," sagði einhver. „Ekki getum við verið hér í alla nótt,“ sagði ég- Svona ræddum við málið fram og aftur góða stund. Okkur fór brátt að leiðast og það var ekki Iaust við að við værum hálfsmeykir. „Nú veit ég, við skulum syngja eins hátt og við getum, kannski heyrir þá einhver til okkar og kemur og opnar," sagði foringi okkar. „Já, það er ekkert skammarlegt að syngja,“ sagði ég. Við hófum nú upp raust okkar og sungum allt hvað af tók en ekki þykir mér trúlegt að söngurinn hafi hljómað fallega. Eftir nokkur lög heyrðum við fótatak fyrir utan dyrnar. Svo var hurðinni lokið upp og kvenmannsrödd kallaði inn í myrkrið. „Hverjir eru þarna að syngja?“ Við gáfum okkur í ljós en ekki urðum við lítið hissa þegar við sáum að þarna voru komin pörin sem við vorum að njósna um. „Hvað eruð þið að gera hérna, strákar mínir?“ spurðu þau bæði í einu og okkur fannst talsvert sposkur hreimurinn í röddinni. Okkur varð fátt um svör. „Ekkert,“ tautuðum við niðurlútir. „Við vorum bara að syngja.“ „Blessaðir flýtið þið ykkur nú heim, það er orðið svo framorðið,“ sagði stúlkan. Og við, sjálfir njósnar- arnir, héldum heim á leið, áreiðan- lega allir kvíðandi fyrir því að fá skammir fyrir að vera að slæpast úti fram á nótt. En að baki okkar heyrðum við pískur og niðurbældan hlátur skötuhjúanna sem við ætluð- um að njósna svo rækilega um. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.