Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 25
Æskan spyr:
Hvemig er að eiga heima í Mosfellssveit?
Ólöf Helga Björnsdóttir 11 ára:
% fluttist hingað árið 1980 frá Breið-
h°lti. Hér er miklu skemmtilegra að
e'§a heima. Við krakkarnir leikum
ohkur mikið saman á kvöldin þegar
v'ö þurfum ekki að læra. Nei, við
höngum lítið í sjoppunum. Hvað seg-
lrðu, viltu að ég lýsi draumaprinsinum
mínum? Hann er ljóshærður með blá-
augu og heitir Asi. Nei, ég hef ekki
^lt hæð hans.
Einar Lárusson 11 ára:
Hér er miklu rólegra að eiga heima en
í Reykjavík þar sem ég átti heima til 6
ára aldurs. Ég er mikið í knattspyrnu
með strákunum. Það er góð íþróttaað-
staða hérna. Ég er dálítill prakkari og
er stundum að gera dyraat eða njósna
um fólk, t.d. krakka í partíum. Við
berjum á útidyrahurðir og hlaupum
svo í burtu. Þetta eru bara saklaus
prakkarastrik.
esselja Ósk Kristjánsdóttir 11 ára:
§ hef átt heima hér í 5 ár og kann
vel við mig. Krakkarnir eru
ag®tir og ég á marga vini sem ég leik
í11®1" Vlð- Stundum eru haldin diskótek
1 skólanum. Áður en þau byrja eru
s. ernmtiatriði, sem fulltrúar bekkja
sJa um, í klukkustund. Þá er mjög
8aman. Nei, það eru ekki margir sætir
strákar í skólanum.
Sævar Már Sveinsson 11 ára:
Það er alveg ágætt. Ég hef átt heima
hér í stuttan tíma. Áhugamál mín eru
aðallega knattspyrna og að horfa á
skemmtilegt efni í sjónvarpinu. Ég fer
sjaldan til Reykjavíkur og þá fer ég
helst til að versla eða í bíó. Þegar ég
verð fullorðinn ætla ég ef til vill að
verða málari. Ég held að það sé
skemmtilegt starf.
Guðný Björg Sigurðardóttir 10 ára:
Það er mjög gaman. Ég fluttist hingað
í fyrrasumar frá Danmörku en þar átti
ég heima í 5 ár. Jú, það voru mikil
viðbrigði að koma aftur til íslands. Ég
er núna í barnakór Varmárskóla og
líkar vel. Ég hef mjög gaman af tón-
list. Krakkarnir hérna eru skemmti-
legir og ég á marga vini.
Hermann Páll Traustason 11 ára:
Ég er sammála Einari vini mínum um
það að hér sé gott að eiga heima. Við
erum mikið saman við að hrekkja fólk
á kvöldin. Stundum elta karlarnir okk-
ur á bílum en við sleppum alltaf. Einu
sinni náði einn karlinn í strák sem var
með okkur og hann hefur ekki þorað
að hrekkja eftir það. - Mér þykir
gaman í skólanum. Við erum með
skemmtilegasta kennarann, hana Sess-
elju. Ég læri yfirleitt strax og ég kem
heim - til að ég geti njósnað og gert
at á kvöldin.
25