Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 41
„fílgúra*
'niðju jarðar. Sammi bjargar ungri
stúlku úr voða og vanda — og
flýgur á töfrateppi yfir fjallgarða í
Kína. Þættirnir hafa verið sýndir
víða um heim við miklar vinsældir
°g hafa hlotið ýmis verðlaun.
Ævintýri bjamanna í
túni-landi.
Birnirnir sex birtast okkur í
goðsagnakenndum og töfrum
slegnum heimi fyrri tíðar - en
stíga einnig inn í hinn raunverulega
heim og eiga skipti við fólk —
indælt og illt. Trúir hugsjónum
forfeðra sinna leggja þeir ætíð lið
hinu góða í baráttu mót því illa.
^eir virða vináttu, dug og dreng-
skap, hlýlega framkomu og hollar
lífsvenjur.
Margt ævintýralegt - og ekki
síður spaugilegt — drífur á daga
Þeirra. í neðanjarðarheimkynnum
bjarnanna eru frábærar hraðrenni-
^rautir sem þeir nota sér óspart.
Og þeir fá ofurkraft við að bergja á
Gúmberjasafanum — stökkva yfir
ðkleifa veggi og fara hraðhlaupum
kílómetrum saman...!
fljálparhellan
Hjálparhellan (Danger-Mouse) er
í leyniþjónustunni og berst gegn
hinu illa — í hvaða mynd sem er —
fyrir frelsi og réttlæti. Verkefnin
eru óþrjótandi. Hjálparhellan
verður að vinna að þeim á
heimskautaslóðum - í myrkvið-
um frumskóga og úti í geimnum.
Óvinurinn birtist í mörgum mynd-
um, lævís og svikull...
Ævintýrum Hjálparhellunnar
verður ekki auðveldlega lýst hér
með einföldum orðum.
Við ætlum þó að freista þess að
nefna nokkur atriði úr einum
þættinum:
Nýjasta vopn Grænbaks greifa,
höfuðóvinar Hjálparhellunnar, er
geisli sem flytur með sér einstaka
óheppni og jafnvel ógæfu...
Sleppur vinur vor út úr herbergi
sem óðum fyllist skýi argrar
óheppni?
Hvað tekur hann til bragðs þeg-
ar hann hefur verið bundinn við
flugskeyti sem skotið er út í
geiminn?
Er nokkur von um undankomu
þegar honum er varpað í búr til
villtrar górillu?
Hefur hetjan okkar komið ógn-
arsteininum illa svo kirfilega fyrir
að honum verði ekki oftar beitt —
eða..? Hver er sá ógurlegi ó-
skapnaður sem skyndilega lokar
leið..?
Þættirnir hafa verið sýndir í 38
löndum og vakið óhemju hrifn-
ingu.
41