Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 18

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 18
Smásaga barnanna Hvar sefur sólin? Einn dag smíðuðu Inga Dís og Siggi Palli sér fínt hús. Þau ætl- uðu alltaf að eiga heima í húsinu. En þegar dagurinn var liðinn hvarf sólin bak við fjallið. — Hvert fór sólin? spurði Inga Dís. — Mér er kalt. — Kannski er hún farin að sofa, sagði Siggi Palli, — eða kannski er hún farin í ferðalag til út- landa eins og amma og afi. — Hvernig kemst hún til út- landa? spurði Inga Dís. — Með flugvél, sagði Siggi Palli. — Nei, það er ekki hægt. Flug- vélin bráðnar af því að sólin er svo heit, sagði Inga Dís. — Hvernig kemst hún þá? spurði Siggi Palli. — Við skulum hlaupa heim og spyrja mömmu. eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur — Mamma, mamma! Hvert fór sólin? kallaði Inga Dís. — Við viljum fá hana aftur svo að við getum verið lengur í kofanum. — Jörðin okkar hreyfist, sagði mamma. Meðan við sofum er dagur hinum megin á hnett- inum. Mamma sýndi þeim líka hnatt- líkan. Hún sneri því og kveikti á lampa sem hún lét lýsa á það. — Hérna er Kína og hérna er Afríka, sagði hún. — Ég vil fara til Kína, sagði Siggi Palli. — Ég vil fara til Afríku og sjá ljón og tígrisdýr, sagði Inga Dís. — Hver veit nema þið eigið það eftir? sagði mamma. — En nú er komið kvöld og mér sýnist þið vera orðin þreytt. Þegar þið eruð búin að borða og þvo ykkur skal ég lesa fyrir ykk- ur sögu um krakka sem eiga heima hinum megin á jörðinni, krakka sem eru að vakna núna við það að sólin skín inn um gluggann þeirra. Inga Dís og Siggi Palli flýttu sér í háttinn. Og þegar mamma var búin að lesa söguna bað Siggi Palli hana um að draga frá glugganum. Hann langaði til að láta sólina vekja sig snemma. — Ég ætla að sofna strax, sagði Inga Dís. — Ég ætla að vakna löngu á undan sólinni. Ég ætla að sjá þegar hún kemur yfir fjallið. Mamma dró frá glugganum. Svo breiddi hún betur yfir litlu smiðina sína sem nú voru á leið inn í draumalandið og kyssti þa og bauð góða nótt. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.