Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1986, Qupperneq 18

Æskan - 01.09.1986, Qupperneq 18
Smásaga barnanna Hvar sefur sólin? Einn dag smíðuðu Inga Dís og Siggi Palli sér fínt hús. Þau ætl- uðu alltaf að eiga heima í húsinu. En þegar dagurinn var liðinn hvarf sólin bak við fjallið. — Hvert fór sólin? spurði Inga Dís. — Mér er kalt. — Kannski er hún farin að sofa, sagði Siggi Palli, — eða kannski er hún farin í ferðalag til út- landa eins og amma og afi. — Hvernig kemst hún til út- landa? spurði Inga Dís. — Með flugvél, sagði Siggi Palli. — Nei, það er ekki hægt. Flug- vélin bráðnar af því að sólin er svo heit, sagði Inga Dís. — Hvernig kemst hún þá? spurði Siggi Palli. — Við skulum hlaupa heim og spyrja mömmu. eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur — Mamma, mamma! Hvert fór sólin? kallaði Inga Dís. — Við viljum fá hana aftur svo að við getum verið lengur í kofanum. — Jörðin okkar hreyfist, sagði mamma. Meðan við sofum er dagur hinum megin á hnett- inum. Mamma sýndi þeim líka hnatt- líkan. Hún sneri því og kveikti á lampa sem hún lét lýsa á það. — Hérna er Kína og hérna er Afríka, sagði hún. — Ég vil fara til Kína, sagði Siggi Palli. — Ég vil fara til Afríku og sjá ljón og tígrisdýr, sagði Inga Dís. — Hver veit nema þið eigið það eftir? sagði mamma. — En nú er komið kvöld og mér sýnist þið vera orðin þreytt. Þegar þið eruð búin að borða og þvo ykkur skal ég lesa fyrir ykk- ur sögu um krakka sem eiga heima hinum megin á jörðinni, krakka sem eru að vakna núna við það að sólin skín inn um gluggann þeirra. Inga Dís og Siggi Palli flýttu sér í háttinn. Og þegar mamma var búin að lesa söguna bað Siggi Palli hana um að draga frá glugganum. Hann langaði til að láta sólina vekja sig snemma. — Ég ætla að sofna strax, sagði Inga Dís. — Ég ætla að vakna löngu á undan sólinni. Ég ætla að sjá þegar hún kemur yfir fjallið. Mamma dró frá glugganum. Svo breiddi hún betur yfir litlu smiðina sína sem nú voru á leið inn í draumalandið og kyssti þa og bauð góða nótt. 18

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.