Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 50

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 50
Sumardagur við vatnið eftir Ingunni Pórðardóttur Rúna vaknaði snemma þennan morg- un. Hún mundi strax hvað hún ætlaði að gera í dag og þess vegna var hún fljót að klæða sig og borða morgun- matinn. Rúna var átta ára og besti leikfélagi hennar var jafnaldri hennar og var kallaður Siggi. Þau höfðu tínt maðka í bauk í gærkveldi og í dag ætluðu þau niður að vatni í veiðiferð. Rúna átti að koma við hjá Sigga á leiðinni. Mamma fékk henni kex- pakka og ávaxtasafa í nesti og sagði að þau skyldu koma heim í hádegis- matinn. Mamma kallaði: Bless og góða veiði! En Rúna vissi að ekki átti að óska veiðimanni góðrar veiði, þá yrði hún léleg eða engin. Rúna gekk léttstíg af stað með veiði- stöngina á annarri öxl en á maðkadós- inni og nestinu hélt hún í hinni hend- inni. Þau dunduðu sér oft við vatnið, Siggi og hún, og renndu fyrir silung en veiðin hafði verið treg í sumar. Eigin- lega fengu þau aldrei ætan fisk en skemmtilegt var að vera saman við vatnið í góðu veðri. í dag hlaut að veiðast. Maðkarnir í dósinni lofuðu góðu og Rúna var bjartstýn er hún barði að dyrum hjá Sigga. Siggi kom til dyra en opnaði aðeins til hálfs og var dularfullur á svipinn. — Ég kemst ekki í veiðiferð í dag. Langafi er kominn í heimsókn og ég á að vera hjá honum. Hann getur ekki verið einn. Siggi reyndi að loka á nefið á Rúnu en það var ekki auðvelt. Rúna horfði inn milli stafs og hurðar og kom auga á gamlan virðulegan mann, sitjandi í djúpum stól. Hann horfði út um glugg- ann og virtist ekki taka eftir samtalinu við dyrnar. Rúna gekk í þungum þönkum frá húsinu. Allt var orðið svo leiðinlegt á örskammri stundu. Ekki átti hún neinn afa, hvað þá heldur svona gaml- an langafa sem þurfti að vera hjá. Það var áreiðanlega gaman að eiga gamlan afa með hvítt hár og sítt skegg. Nú var leiðin til baka orðin löng. Það yrði áreiðanlega ekkert gaman í dag, hugsaði Rúna og aumkaði sjálfa sig og var niðurlút og leið. En ætti hún ekki að fara ein niður að vatninu og líta á það? Hún var þó með veiðistöng- ina og maðkana meðferðis. Rúna rölti niður að vatninu. Hún ætlaði á þann stað þar sem þau Siggi voru vön að vera er þau voru við veiði- skapinn. En hvað var nú þetta? Þarna á staðnum þeirra var einhver kominn. Þar sat mannvera með veiði- stöng og dorgaði í mestu makindum- Rúna varð fjúkandi reið. Ekki nóg með að þessi karl, því að auðvitað var þetta einhver frekur karl, hefði teki besta staðinn heldur veiddi hann væn- an fisk rétt í þann mund að Rúnu bar að. Þarna höfðu þau Siggi setið þrJ_a daga í síðustu viku án þess að a nokkuð. Þessi karl skyldi, svei mér, fá a heyra ýmislegt! Rúna stökk fram a vatnsbakkann. - Þetta er minn staður, hrópaði hún, og ég er vön að vera hérna og- - Rúna snarþagnaði, svo hissa varð hun- Hún stóð andspænis lágvaxinW roskinni konu. Hún var með grænan hatt og í gráum veiðimannslegurn jakka. Þegar horft var á bakhlutann leit hún út eins og frekur karl. - Jæja, sagði konan ofur rólega- Átt þú staðinn, væna? Þá verð ég a færa mig en hér var svo friðsælt og veiðilegt þegar ég kom í morgun- fyrst þú átt staðinn fer ég. En bíd u við! Þarna bítur á hjá mér. Það ef mokveiði hér. . Konan dró enn stærri silung en á ur á land og losaði hann fimum fingrurn af önglinum. *• - Þetta er allra stærsta ýsa, sag 1 hún glettin. - Þetta er ekki ýsa, sagði Rúna og var enn reið. Það eru engar ýsuf þessu vatni, þær geta ekki lifað her- ^ - Nú, sagði konan og virtist un ^ andi. Hvernig vita ýsurnar að þær §e ekki lifað hér. Hefur einhver sag þeim það? { — Þetta eru silungar og eg aldrei veitt þá svona stóra í Þe*sa vatni, sagði Rúna og skoðaði fiska ^ - Þessu trúi ég, sagði konan. & alltaf fiskin. En nú verð ég að V1 skapiö mig. Rúna starði á konuna og 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.