Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 36

Æskan - 01.09.1986, Blaðsíða 36
Ási leynilögga Hvaö heitir bankaræninginn? Ási leynilögga hrökk upp með andfæl- um um miðja nótt. Síminn hringdi án afláts. - Hver er það? spurði Ási syfju- legum rómi. — Þetta er lögreglustjórinn, var svarað hinum megin línunnar. Við erum í vanda staddir. Við þurfum hjálp þína. Síðan útskýrði hann að bankarán hefði verið framið um nóttina. — Kem að vörmu spori, sagði Ási og lagði tólið á. Síðan stökk hann fram úr rúminu og klæddi sig. Hann uppveðraðist allur við að löggan skyldi leita aðstoðar hjá honum. Lögreglustjóranum var nefni- lega oftast í nöp við hann, taldi að hann tæki verkefni frá embætti hans. En nú var veruleg alvara á ferðinni, annars hefði síminn ekki hringt. Það var mikið um að vera í Mjólkur- bankanum þegar Ási kom þangað stuttu seinna. Vælandi sírenur, tugir lögregluþjóna og æstir yfirmenn bank- ans með úfið hár og í jakkafötum án bindis. — Tíu milljónum var stolið, sagði lögreglustjórinn við Ása um leið og hann heilsaði honum. Þjófurinn virðist hafa komist að leyninúmeri peninga- skápsins. Hann skyldi engin verksum- merki eftir sig. — Hvað vita margir númerið á peningaskápnum? spurði Ási íhugull á svip. — Það eru 10 yfirmenn. - Látið mig fá skrá yfir nöfn þeirra, skipaði Ási. Innan mínútu var hann búinn að fá hann í hendur. Ási las hann vandlega. Nöfn starfsrnannanna voru þessi: Ómar, Jónas, Steinn, Brandur, Elías, Sigurður, Hafliði, Sigtryggur, Maríus og Almar. Síðar um nóttina ræddi Ási við alla þessa starfsmenn en varð í sjálfu sér engu nær. Allir kváðust hafa sofið eins og steinar heima hjá sér og fjölskylda þeirra væri til vitnis um það. Að loknum yfirheyrslum fór Ási heim og var fremur daufur í dálkinn. Hann var engu nær um lausn gátunnar og leist ekkert á að geta leyst málið. Hann var varla kominn inn fyrir þröskuldinn þegar síminn hringdi. — Er þetta hjá Asa leynilöggu- spurði skjálfradda maður. Ási játti því. — Ég er alveg miður mín, sagði maðurinn og saup hveljur. Dóttir min framdi bankaránið. Hún er starfsmað- ur í bankanum. Það var tilvilju11 hvernig hún uppgötvaði leyninúmerið í tölvukerfinu. Hún var að rita nafnið sitt inn í tölvu og þar sem hún hefur sömu stafi í nafninu sínu og einn þeirra sem hafa aðgang að leyninúmermn ruglaðist kerfið í tölvunni og á skján- um var hún spurð að því hvort hun þyrfti að fá vitneskju um tölustafina 1 leyninúmerinu. Forvitnin rak hana áfram og hún trúði ekki sínum eigm augum. í nótt fór hún svo og stal peningunum. Hjartað í Ása tók viðbragð. Lausn var í sjónmáli. Hvflík heppni að mað- urinn skyldi hringja í hann en ekki lögregluna. Hann fengi heiðurinn at uppljóstruninni. Hann hlakkaði til að sjá upplitið á lögreglustjóranum. — Og hvað heitir dóttir þín? spurði Ási spenntur. Ég get ég ekki fengið af mér að segja þér það. En þú hefur feng'ð vísbendingu...Síðan lagði maðurinn a- Ási var enn með nafnalistann undu höndum og leit yfir hann. — Nú veit ég nafnið, sagði hann sigri hrósandi við sjálfan sig og stakk listanum inn á sig. Þá þurfti hann bara að komast yfij starfsmannaskrána, leita uppi nafm og fá stúlkuna til að játa. Málið var að leysast. Og nú spyrjum við lesendur Æsk' unnar. Hvað hét bankaræninginn- Sendið svör til Æskunnar, pósthól 523, 121 Reykjavík. Við veitum þrenn verðlaun. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.