Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Síða 6

Æskan - 01.06.1987, Síða 6
ÆVINTÝRALEGl eftir Bjarna Gauk Sigurösson Jonni, Rúnar og Tóti voru komn- ir í sumarfrí. Þeir voru að koma frá skólaslitunum og voru mjög ánægðir yfir að skólanum var lokið að sinni. Þeir höfðu ákveð- ið að fara í ferðalag einir síns liðs í fyrsta sinn á ævinni. Rúnar og Tóti voru orðnir 13 ára en Jonni var 12 ára. Þeir ætluðu að fara eitthvað út í sveit og dveljast þar nokkra daga. Foreldrar þeirra höfðu veitt þeim leyfi. Daginn eftir kom Rúnar til bræðranna Jonna og Tóta og svo lögðu þeir af stað á hjólum sín- um. Leiðin var alllöng og þeir voru þrjár stundir á áfangastað. Einu sinni áðu þeir og fengu sér matarbita. Þeir tjölduðu á litlum grasbala milli lágra hóla. Hafið sást í fjarska. Þegar þeir höfðu lokið við að reisa tjaldið fóru þeir að velta fyr- ir sér hvað staðurinn héti. „Það hlýtur að vera skilti hér nálægt,“ sagði Tóti. Þeir leituðu nokkra stund áður en Rúnar kom auga á skilti sem lá hálffalið milli þúfna. Á því stóð „Holt.“ „Við erum í Holti,“ sagði Rún- ar. „Það er örugglega kennt við alla hólana hér,“ sagði Tóti. „Jæja, fáum okkur að drekka,“ sagði Jonni. Þeir voru með alls kyns góð- gæti, svo sem súkkulaðiköku, kex og snúða, og voru fljótir að raða í sig. Að því loknu fóru þeir að líta á umhverfið. Þeir gengu upp fjallshlíð og sáu þar læk. „Ætli þetta sé hreinn og kaldur lækur?“ sagði Tóti. „Ég skal athuga það,“ sagði Jonni. „Hann er kaldur og hreinn.“ „Allt í lagi. Þá skulum við allt- af sækja vatn hingað,“ sagði Rúnar. Þeir gengu lengra upp hlíðina en allt í einu datt Jonni ofan í djúpa gryfju sem var vel falin í grasinu og þúfunum. Rúnar og Tóti hlupu að gryfjunni og köll- uðu: „Ertu þarna?“ „Já,“ heyrðist úr gryfjunni. Strákarnir sóttu nú kaðal og vasaljós. Þeir hjálpuðust að við að festa kaðalinn og renndu sér niður til að skoða holuna. En kaðallinn var horfinn þegar þeir ætluðu upp aftur. „Við höfum verið veiddir í gildru,“ sagði Rúnar. „Við verðum að komast héð- an,“ sagði Tóti í ofboði. „Réttu mér vasaljósið, Rún- ar,“ sagði Jonni hraðmæltur og lýsti í skyndi kringum sig til að at- huga hvort göng lægju frá hol- unni. Allt í einu datt eitthvað loðið ofan á þá. „Hva, hvað er þetta?“ spurði Rúnar. Jonni lýsti á þennan furðuhlut. „Þetta er hundur!“ sagði Tóti. „Hann gæti hjálpað okkur héð- an. Við skulum bíða til morg- uns.“ „Köllum hann Kol,“ sagði Jonni. „Það á vel við af því aL hann er svartur.“ „Allt í lagi,“ sagði Tóti. * „Ég trúi ekki öðru en eitthva einkennilegt sé hér á seyði- sagði Rúnar. „Ekki heldur ég,“ sagði Tóti- „Við skulum reyna að soft>a: strákar,“ sagði Jonni. „Ef til V1 erum við í hættu staddir en þa° dugar ekki að örvænta.“ , „Við erum vel settir að ha*1 Kol hjá okkur. Hann varar við ef einhver nálgast,“ sagv' Rúnar. Þó að drengjunum væri eks rótt sofnuðu þeir um síðir. 6

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.