Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 47
I vist á
^fjörður er annar tveggja kaupstaða
estfjörðum og heyrist æði oft nefnd-
r 1 fjölmiðlum. Þar búa um 3400
anns. ísafjörður stendur ekki við
an ísafjörð eins og margir kunna
^alda heldur við Skutulsfjörð.
j e§ar blaðamaður kom til ísafjarðar
tjj ® e’nn í ágúst var milt og gott veður
^ að byrja með. í miðbænum var sann-
q uð bæjarstemmning; hljómsveitin
j_Jafík lék og söng fyrir vegfarendur og
út báru hluta af varningi sínum
dól'T'r d^r buðu kauPS- Margir
til uðu fram og aftur aðalgötuna, ýmist
j að bta á varninginn eða heilsa kunn-
EJUnum. Það var gaman fyrir ókunn-
Sl°an.að upplifa þessa stemmningu í
^tilegum bæ og fögru umhverfi.
bl idur en skýfall varð í miðbænum og
e °g pappír sigldu burt frá blaða-
aö k0' hann tab af stelpu sem var
'ða eftir strætisvagni. Hún heitir
Egilsdóttir og er 12 ára. Hún
a aðst vera á leið heim í ysta bæjarhlut-
jton' ^ún hafði sofið hjá Guðrúnu vin-
•hiftK ^nn' nðtt>na áður, í nágrenni
vík °æíarins- Laufey á heima í Reykja-
f:fAen úvaldist hjá bróður sínum á ísa-
rð> í sumar.
ísafirði
„Ég er í vist hjá honum,“ útskýrði
hún. „Ég gæti 6 ára stráks, 4 ára stelþu
og 11/2 árs stráks í fjóra tíma á dag. Ég
verð hérna í tvo og hálfan mánuð. Ég
fer heim í lok ágúst. 28. ágúst fer ég svo
til Flórída í Bandaríkjunum og verð þar
með fjölskyldu minni í 3 vikur. Ég
hlakka mikið til þess.“
— Hvað færðu í kaup fyrir barna-
pössunina?
„Átta þúsund krónur á mánuði og
svo flugfarið að auki báðar leiðir. Ég er
mjög ánægð með þetta. Ætli ég noti
ekki hluta af kaupinu til að kaupa
gjaldeyri.“
— Áttu marga vini hér?
„Já, ég á 3 vini: Guðrúnu Margréti,
Lindu og Guðrúnu. Ég á líka nokkrar
vinkonur í Reykjavík og sakna þeirra
dálítið. Sumar þeirra eru reyndar líka
úti á landi, í sveit eða þorpi.“
— Hvernig hefur veðrið verið á ísa-
firði í sumar?
„Það hefur verið allt í lagi. Fyrst var
mjög gott veður og mikil sól en svo dró
fyrir og hefur lítið sést til hennar síð-
ustu vikur. Það hefur samt verið hlýtt. “
Laufey á nokkur áhugamál. í vetur
ætlar hún að byrja að æfa fimleika. Svo
þykir henni gaman að dýrum, s.s.
hömstrum, hundum, páfagaukum,
kanínum og kisum. Eftirlætishljóm-
sveitin hennar er Evrópa (Europe). í
vetur fer hún í 6. bekk í Ölduselsskóla.
Að þessu samtali loknu renndi vagn-
inn upp að okkur og Laufey sté inn —
en regnið steyptist yfir mig eins og hellt
væri úr fötu. Hún veifaði og brosti til
mín í gegnum rúðuna þegar hún sá mig
taka sundtökin á gangstéttinni.
Sem betur fór var ekki langt í bílinn
minn.
-E.I
47