Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 26

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 26
„ALLIR ERU „Það væri svo miklu skemmtilegra að vera í eltingaleik með krökkunum ef ég kæmist upp stiga. . . „Ég leið súrefnisskort í fœð- ingu og hreyfistöðvar í heilan- um skemmdust. Þess vegna er ég fötluð og verð að vera í hjólastól. Ég get aðeins gengið þegar ég er studd eða í göngu- grind. Þó að ég verði stundum leið yfir því að geta ekki hreyft mig eins og önnur börn þá hugsa ég líka um það að þetta hefði getað orðið verra. Stund- um dreymir mig á nóttunni um að ég geti gengið og þá líður mér svo vel. “ Sú sem mælir þessi orð heitir Ólöf Inga Halldórsdóttir og er 8 ára. Við heimsóttum hana nýlega á Sumardval- arheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. Hún dvaldist þar í hálfan mánuð. Ólöf Inga á heima í Reykjavík. Hún á einn bróður sem er aðeins sjö vikna. Hann heitir Hafliði. Hún segir að það sé ofsalega gaman að eignast systkini. Hún hjálpar mömmu sinni stundum að gæta hans. — Áttu margar vinkonur? „Já, bæði hérna í Reykjadal og eins heima í Reykjavík. Ég bý í götu sem heitir Ofanleiti og þar búa líka margar vinkonur mínar. Við förum oft út sam- an að drullumalla. Þetta er nýtt hverfi og þess vegna auðvelt að komast í mold. Við mokum henni í fötur og hvolfum svo úr þeim og þá verða kök- urnar eins og fjall. Ég er í stólnum svo að stelpurnar verða að hjálpa mér dálít- ið. Það er mikið af skurðgröfum að vinna í kringum nýbyggingarnar svo að við verðum að gæta okkar vel. Mamma er alltaf hrædd um mig þegar ég er ein úti með stelpunum." — Hvað heita bestu vinir þínir? „Ég get ekki nefnt einn fremur en annan. Allir eru bestu vinir mínir.“ — Hvernig líkar þér hérna í Reykja- dal? „Mjög vel. Hérna er hægt að gera svo margt skemmtilegt. Við getum farið í alls konar leiki, einnig í sund, göngu- ferðir, bátsferð á Hafravatni og bokkía- Við höfum farið til Reykjavíkur að sjá nýjustu James Bond myndina. Það er skemmtileg mynd. Svo fórum við tvær vinkonur að heimsækja strák sem er núna á Reykjalundi en var hér í nokkra daga. Hefur gaman af glímu Ólöf Inga er í Hlíðarskóla. Henni þykir gaman í skólanum. í fyrra var hún með góðan kennara, Guðrúnn Björnsdóttur, en hún kennir henni ekki lengur því að maðurinn hennar er orð- inn prestur einhvers staðar úti í sveit- Ólöf segist lesa mikið, bæði dagblöðin og skáldsögur. Skemmtilegasta bók 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.