Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 46

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 46
Umsjón: Jens Kr. Guömundsson FYRIRMYND BRÚSA FRÆNDA, BUBBA, ROLLING STONES OG ALLRA HINNA Sunnudag einn í júlí sýndi Ríkis- sjónvarpið nýja heimildamynd um guðföður bandaríska þjóðlagakántrí- poppsins, Woody Guthrie (1912- 1967). Myndin var ekki eins vel heppnuð og „Bound For Glory“ (sýnd öðru hverju í Tónabíói) eða aðrar myndir um Woody Guthrie. Engu að síður minnti hún okkur ræki- lega á þau ómældu áhrif sem þessi snjallasti söngvasmiður allra tíma hefur haft á dægurpopp síðustu ára- tuga. Nægir að benda á þessi atriði því til staðfestingar: ★ Lengst af byggði Bob Dylan mús- íkframleiðslu sína á söngvum Woodys og/eða stælingu á þeim. Einn af kunnari söngvum Bobs, „Letter to Woody“ er óður til Woodys Guthrie. ★ ( tvö ár hlustaði Keith Richard, gítarleikari Rolling Stones, ekki á neitt annað en Woody Guthrie. Keith fullyrðir jafnframt að ballöðuhlið Roll- ing Stones megi rekja beint til áhuga þeirra á Woodie Guthrie. ★ Á síðustu plötu Brúsa Spring- steen er „This Land is Your Land“ (Þetta land er þitt) eftir Woody Guth- rie, sönglag sem gagnrýnandi Tím- Woody Guthrie. ans tók undir með Brúsa að væri eitt besta lag sem um getur. Fetta er jafnframt fyrsta plata Brúsa frænda sem á er lag samið af öðrum en hon- um sjálfum. Áður hafði Brúsi gert plötuna „Nebraska" í anda Woodys Guthrie. ★ Fyrir tveimur árum tók Bónó, söngvari U2, sig til og kynnti sér ítar- lega músík Woodys Guthrie. Bónó segist vona að þau kynni skili ser ^ nýjustu plötu U2, „Joshua Tree'- Og það gera þau auðheyranlega. ★ Boomtown Rats, hljómsveit Bobs Geldof (forsprakka „Band Aid“ og „Live Aid “) var skýrö í höf' uðið á drengjagengi í bók Woodys Guthrie, „Bound For Glory“. Fyrsta platan sem Bubbi rokkkóngur og Joe Strummer (forsprakki Clash) eignuðust var „Bound For Glory með Woody Guthrie. ★ Sameiginlegur áhugi Bubba og Megasar á Woody Guthrie batt þa vináttuböndum á sínum tíma og hef- ur leitt til langs og góðs samstarfs þeirra. ★ Á umslagi plötunnar „Blús fýrir Rikka" með Bubba og Megasi er Ijósmynd af gítar Woodys Guthrie. Að lokum má til gamans geta þess að grunur leikur á að Woody Guthry hafi komið með bandaríska hernurn til Islands í seinni heimstyrjöldinni A.m.k. segir svo í söngtexta hans „Reuben James". Við sigldum úr höfn um haust út í lönd; um hafið kalt og úfið við kalda (slandsströnd. ÍSLENSKT POPP í ÚTLÖNDUM Nöfn íslenskra poppara sjást æ oftar í útlendum blöðum. Dæmi um það eru eftirfarandi: -Fjölmargar auglýsingar birtust nýverið í bresku poppblöðunum um hljómleika og nýjustu plötu Mezzo- forte, „No Limit" (Takmarkalaust). -Bandaríska útgáfufyrirtækið En- igma var að setja á markað plötuna „Geysir“. Á henni eru lög með þeim íslensku poppurum sem Enigma telja markaðshæfa, þ.e. Bubba Morthens, Mikka Pollock & The Vunderfoolz, Megasi, Kukli, Þor- steini Magnússyni (gítarista Leos Smith og MX-21) o.fl. -Billboard, málgagn engilsax- neska plötuiðnaðarins, valdi Geysi úr hópi 2000 nýrra platna og mælti með henni. Sérstaklega þykir Billboard poppfræðingunum Mikki & Vunder- foolz athyglisverðir músíkantar. -( nýrri bandarískri bók, „The New Trouser Press Record Guide“, er fjallað um íslensku hljómsveitina Þey eins og um stórmerkilega hljómsveit sé að ræða. Bókin kemur út á besta tíma því að væntanleg er á banda- rískan markað plata með bestu lög- um Þeys. -I einu af nýjustu heftum Billboar er vegleg þriggja dálka auglýsing fra Gramminu. Þar er Grammið kynn sem forystuafl í íslensku nýrokk' deildinni og músíkantar fyrirtæksins kynntir lítillega. , . -Platan „Hringurinn" með Lárus Grímssyni (fyrrv. hljómborðsleikara MX-21 og Þokkabótar) var valin a svokallaðan „play“ lista júnímánaða hjá vihsælli hollenskri útvarpssto (Listi þessi er hliðstæður leiknurn „Plata vikunnar" hjáRás2, þ.e. p|at' an, sem valin hefur verið, er leikin hverjum degi). 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.