Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1987, Side 46

Æskan - 01.06.1987, Side 46
Umsjón: Jens Kr. Guömundsson FYRIRMYND BRÚSA FRÆNDA, BUBBA, ROLLING STONES OG ALLRA HINNA Sunnudag einn í júlí sýndi Ríkis- sjónvarpið nýja heimildamynd um guðföður bandaríska þjóðlagakántrí- poppsins, Woody Guthrie (1912- 1967). Myndin var ekki eins vel heppnuð og „Bound For Glory“ (sýnd öðru hverju í Tónabíói) eða aðrar myndir um Woody Guthrie. Engu að síður minnti hún okkur ræki- lega á þau ómældu áhrif sem þessi snjallasti söngvasmiður allra tíma hefur haft á dægurpopp síðustu ára- tuga. Nægir að benda á þessi atriði því til staðfestingar: ★ Lengst af byggði Bob Dylan mús- íkframleiðslu sína á söngvum Woodys og/eða stælingu á þeim. Einn af kunnari söngvum Bobs, „Letter to Woody“ er óður til Woodys Guthrie. ★ ( tvö ár hlustaði Keith Richard, gítarleikari Rolling Stones, ekki á neitt annað en Woody Guthrie. Keith fullyrðir jafnframt að ballöðuhlið Roll- ing Stones megi rekja beint til áhuga þeirra á Woodie Guthrie. ★ Á síðustu plötu Brúsa Spring- steen er „This Land is Your Land“ (Þetta land er þitt) eftir Woody Guth- rie, sönglag sem gagnrýnandi Tím- Woody Guthrie. ans tók undir með Brúsa að væri eitt besta lag sem um getur. Fetta er jafnframt fyrsta plata Brúsa frænda sem á er lag samið af öðrum en hon- um sjálfum. Áður hafði Brúsi gert plötuna „Nebraska" í anda Woodys Guthrie. ★ Fyrir tveimur árum tók Bónó, söngvari U2, sig til og kynnti sér ítar- lega músík Woodys Guthrie. Bónó segist vona að þau kynni skili ser ^ nýjustu plötu U2, „Joshua Tree'- Og það gera þau auðheyranlega. ★ Boomtown Rats, hljómsveit Bobs Geldof (forsprakka „Band Aid“ og „Live Aid “) var skýrö í höf' uðið á drengjagengi í bók Woodys Guthrie, „Bound For Glory“. Fyrsta platan sem Bubbi rokkkóngur og Joe Strummer (forsprakki Clash) eignuðust var „Bound For Glory með Woody Guthrie. ★ Sameiginlegur áhugi Bubba og Megasar á Woody Guthrie batt þa vináttuböndum á sínum tíma og hef- ur leitt til langs og góðs samstarfs þeirra. ★ Á umslagi plötunnar „Blús fýrir Rikka" með Bubba og Megasi er Ijósmynd af gítar Woodys Guthrie. Að lokum má til gamans geta þess að grunur leikur á að Woody Guthry hafi komið með bandaríska hernurn til Islands í seinni heimstyrjöldinni A.m.k. segir svo í söngtexta hans „Reuben James". Við sigldum úr höfn um haust út í lönd; um hafið kalt og úfið við kalda (slandsströnd. ÍSLENSKT POPP í ÚTLÖNDUM Nöfn íslenskra poppara sjást æ oftar í útlendum blöðum. Dæmi um það eru eftirfarandi: -Fjölmargar auglýsingar birtust nýverið í bresku poppblöðunum um hljómleika og nýjustu plötu Mezzo- forte, „No Limit" (Takmarkalaust). -Bandaríska útgáfufyrirtækið En- igma var að setja á markað plötuna „Geysir“. Á henni eru lög með þeim íslensku poppurum sem Enigma telja markaðshæfa, þ.e. Bubba Morthens, Mikka Pollock & The Vunderfoolz, Megasi, Kukli, Þor- steini Magnússyni (gítarista Leos Smith og MX-21) o.fl. -Billboard, málgagn engilsax- neska plötuiðnaðarins, valdi Geysi úr hópi 2000 nýrra platna og mælti með henni. Sérstaklega þykir Billboard poppfræðingunum Mikki & Vunder- foolz athyglisverðir músíkantar. -( nýrri bandarískri bók, „The New Trouser Press Record Guide“, er fjallað um íslensku hljómsveitina Þey eins og um stórmerkilega hljómsveit sé að ræða. Bókin kemur út á besta tíma því að væntanleg er á banda- rískan markað plata með bestu lög- um Þeys. -I einu af nýjustu heftum Billboar er vegleg þriggja dálka auglýsing fra Gramminu. Þar er Grammið kynn sem forystuafl í íslensku nýrokk' deildinni og músíkantar fyrirtæksins kynntir lítillega. , . -Platan „Hringurinn" með Lárus Grímssyni (fyrrv. hljómborðsleikara MX-21 og Þokkabótar) var valin a svokallaðan „play“ lista júnímánaða hjá vihsælli hollenskri útvarpssto (Listi þessi er hliðstæður leiknurn „Plata vikunnar" hjáRás2, þ.e. p|at' an, sem valin hefur verið, er leikin hverjum degi). 46

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.