Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 20

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 20
Hún rétti fram höndina og tók eplið. Hún beit í það. Það var gott og safaríkt. Hún gleymdi sér alveg og beit rosastóran bita. Hún tuggði ekki nægilega vel og eplið stóð í henni. Hún hóstaði og hóstaði. Þetta var alveg eins og hjá Mjallhvíti forðum. Dvergarnir þutu upp til handa og fóta. Þeir sneru henni á hvolf og börðu í bakið á henni. Loksins hrökk bitinn upp úr henni. Lóa var skelfing hrædd. Hún fór að skæla. — Ég vil ekki vera Mjallhvít og borða eitrað epli og deyja kannski, snökti hún. Dvergarnir voru steinhissa og ruglaðir að heyra þetta. — Þú ert ekki Mjallhvít. Þú ert bara lítil stúlka og þetta epli er ekki eitrað, sögðu þeir. — En þið eruð dvergar, er það ekki? spurði Lóa. Dvergarnir hlógu. — Nei, við erum bara gamlir menn á elliheimili, sögðu þeir. — Þá skuluð þið passa ykkur á norninni sem gaf mér eplið. Hún er vond og göldrótt, hvíslaði Lóa. Gömlu mennirnir, sem voru ekki dvergar, ætluðu alveg að rifna úr hlátri. — Þetta þurfum við að segja henni Jósefínu, sögðu þeir. Svo varð einn alvarlegur og sagði: — Hún Jósefína, sem gaf þér eplið, er góð kona. Henni þykir vænt um öll börn. Eplið var ekki eitrað. Það stóð bara í þér af því að þú borðaðir of hratt. — Er ég þá bara Lóa? spurði Lóa. — Það lítur út fyrir það, sagði gamli maðurinn með síða skeggið og kveikti á útvarpinu. Þau heyrðu dimma rödd þularins: 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.