Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1987, Page 20

Æskan - 01.06.1987, Page 20
Hún rétti fram höndina og tók eplið. Hún beit í það. Það var gott og safaríkt. Hún gleymdi sér alveg og beit rosastóran bita. Hún tuggði ekki nægilega vel og eplið stóð í henni. Hún hóstaði og hóstaði. Þetta var alveg eins og hjá Mjallhvíti forðum. Dvergarnir þutu upp til handa og fóta. Þeir sneru henni á hvolf og börðu í bakið á henni. Loksins hrökk bitinn upp úr henni. Lóa var skelfing hrædd. Hún fór að skæla. — Ég vil ekki vera Mjallhvít og borða eitrað epli og deyja kannski, snökti hún. Dvergarnir voru steinhissa og ruglaðir að heyra þetta. — Þú ert ekki Mjallhvít. Þú ert bara lítil stúlka og þetta epli er ekki eitrað, sögðu þeir. — En þið eruð dvergar, er það ekki? spurði Lóa. Dvergarnir hlógu. — Nei, við erum bara gamlir menn á elliheimili, sögðu þeir. — Þá skuluð þið passa ykkur á norninni sem gaf mér eplið. Hún er vond og göldrótt, hvíslaði Lóa. Gömlu mennirnir, sem voru ekki dvergar, ætluðu alveg að rifna úr hlátri. — Þetta þurfum við að segja henni Jósefínu, sögðu þeir. Svo varð einn alvarlegur og sagði: — Hún Jósefína, sem gaf þér eplið, er góð kona. Henni þykir vænt um öll börn. Eplið var ekki eitrað. Það stóð bara í þér af því að þú borðaðir of hratt. — Er ég þá bara Lóa? spurði Lóa. — Það lítur út fyrir það, sagði gamli maðurinn með síða skeggið og kveikti á útvarpinu. Þau heyrðu dimma rödd þularins: 20

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.