Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 8
SLÆVA LÍFSÖNGUN segir Morten Harket, söngvari A-Ha í símaviötali — Halló, Morten Harket hér. Þið voruð að biðja um smá- spjall? — Já, okkur langaði nú aðal- lega til að vita hvernig ykkur A-Ha piltunum hefði líkað hér á íslandi? — Alveg þrælvel þakka þér fyrir. Við fengum frábærar við- tökur. Við hefðum bara viljað staldra miklu lengur við. Við höfðum nánast ekki tíma til að gera neitt skemmtilegt. Kynnast landi og þjóð o.s.frv. En ég hef mikinn hug á að heimsækja ykk- ur aftur og þá þegar ég á frí svo að ég geti skoðað mig um í róleg- heitum. Ég hefímörg ár lagt mig eftir allrahanda upplýsingum um Island. Mérfinnst svolítið spenn- andi að við Norðmenn skulum eiga þetta nákomna frændþjóð úti í miðju Atlantshafi. Skyld- leikinn er það mikill að mér tekst að stauta mig þokkalega fram úr 'íslenskum lestexta. — Af hverju gátuð þið ekki staldrað lengur við á íslandi fyrst þú hefur þetta mikinn áhuga á landinu? — Við vorum í vinnunni. í því tilfelli ráða umboðsmenn, hljómplötuútgef- andinn, hinir í hljómsveitinni og aðrir samstarfsmenn ferðinni, reyndarísam- vinnu við mann sjálfan. Það voru ekki allir jafnspenntir fyrir íslandsferð í þessum hópi. Fámennið á íslandi kem- ur í veg fyrir að landið sé ákjósanlegur vettvangur fyrir tónleikahald. í Banda- ríkjunum tekst vinsælum músíköntum að draga allt upp í hálfa milljón manns á eina tónleika. Á íslandi náðum við ekki 1% af þeim fjölda á eina tónleika. Þó fylltum við stærsta tónleikahúsið ykkar. Ég vil samt ekki að þið haldið að innan A-Ha hópsins hafi einhverjir sett sig alfarið á móti íslandsheimsókn. Það fannst öllum þetta sniðug hugmvnd að einhverju leyti. En enginn lagði eins mikla áherslu á að við samþykktum þetta og ég. Frumsýning James Bond- myndarinnar, „The Living Daylights-', ýtti svo undir ákvörðun umboðsmann- anna. — Finnst ykkur sem metnaðarfullri hljómsveit ekki eins og þið séuð að taka niður fyrir ykkur að setja músík við lág- kúrulega klisjumynd? — Við lítum frekar á það sem viður- kenningu að vera fengnir til að tón- skreyta James-Bond mynd. Hvað sem segja má um klisjur, ofbeldi, karl- rembu eða annað sem einkennir James Bond þá hafa framleiðendur þessara 007 mynda ætíð leitað á náðir vinsælla og viðurkenndra músíkanta. Það er engin skömm að því að feta í fótspor Pauls McCartneys, Duran Duran, eða Preetenders. Að auki er þetta spurning um fé og frama. Við fengum vel greitt fyrir þetta, ókeypis myndban kynningu sem mætti meta á vio milljóna króna auglýsingaher e Myndbandið mætti líka meta á m’ J.° j ir króna sé miðað við fyrri myno 0 A-ha. • nir — Lagið ykkar í myndinni nnn óþægilega á Duran Duran? * - Er það? Svo mikið er þó ví« við reyndum ekki að stæla Duran an. Aftur á móti unnum við þetta lag , þess að hafa séð myndina eða vl_ta ^ raun nokkuð um hana. Kannski v höfum þá ómeðvitað verið undir éi 0 um frá James-Bond-lagi Duran u an? ÁGE ALEKSANDER' SEN SELUR BETUR — Eftir tónleika ykkar á íslandi 'a haft á orði að þið væruð jafnvel enska^ í máli og músík en flestar enskar h jo sveitir. . — Ja. við gerum út frá Englandi- ^ höfum við átt heima undanfarin a Fyrirmyndir okkar, alveg frá óarm aldri, eru engilsaxneskar og marka okkar er engilsaxneskur. Heima i egi seljum við ekki einu sinni nærri margar plötur og t.d. Áge Aleksan e sen. a - Égáttinúviðaðátónleikunum íslandi voru allar kynningar á að við, frændur ykkar, ættum að s 'i J norskuna jafnvel. . ■ — Já, kynningarnar eru bara e ^ einvörðungu fyrir áheyrendur. Þær einnig fyrir aðstoðarmenn okkar. - þeir eru flestir enskir og skilja ekki or norsku. Við erum ekki haldnir ne!n,_ þjóðarrembu. Við hömpum ekki þjo erninu þó að við reynum svo sem e að leyna því heldur. Við segjum hverj- um sem vita vill að við séum norsk hljómsveit og við tölum jákvætt um Noreg og Norðmenn. Hins vegar rek- um við ekki neinn áróður fyrir Noreg. — Nema þið komuð hljómsveitinni Fra Lippo Lippi á framfæri við bresku pressuna. — Það var óundirbúið. Við vorum pumpaðir um skoðun okkar á norskum hljómsveitum og nefndum Fra Lippo Lippi sem dæmi um fýsilega norska hljómsveit. En við teljum okkur ekki eiga að vera í því hlutverki að vera blaðafulltrúar annarra hljómsveita, hvorki norskra né enskra. Þó myndum við gleðjast yfir velgengni norskra poppara á alþjóða vettvangi. Áge Al- eksandersen ætti t.d. skilið að ná hylli utan Skandinavíu. En hann dæmir sjálfan sig til einagnrunar með því að syngja einungis á norsku. ÁHUGAMAÐUR UM BINDINDISMÁL — Áge Aleksandersen er ekki það þekktur á íslandi að hægt sé að átta sig á músíksmekk þínum þótt þú segist dá hann. Á hvaða þekkta tónlistarmenn hlustar þú af mestri ánægju? — Allt frá Peter Gabriel til Sade, Ar- ethu Franklin og Eurythmics. Besta lag allra tíma tel ég vera „Free Nelson Mandela" með Special Aka. Ég geri ráð fyrir því að músík A-Ha beri keim af því að við hlustum á fjölbreytta mús- ík. Áður en ég gekk í A-Ha var ég söngvari í sálarpoppaðri blúshljóm- sveit sem hét Blái hermaðurinn (Sould- ier Blue). — Hvað voru félagar þínir í A-Ha, Páll og Maggi, að gera þá? 8 Við lítum á það sem viðurkenningu ð vera fengnir til að tónskreyta James Bond mynd. . . 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.