Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1987, Page 26

Æskan - 01.06.1987, Page 26
„ALLIR ERU „Það væri svo miklu skemmtilegra að vera í eltingaleik með krökkunum ef ég kæmist upp stiga. . . „Ég leið súrefnisskort í fœð- ingu og hreyfistöðvar í heilan- um skemmdust. Þess vegna er ég fötluð og verð að vera í hjólastól. Ég get aðeins gengið þegar ég er studd eða í göngu- grind. Þó að ég verði stundum leið yfir því að geta ekki hreyft mig eins og önnur börn þá hugsa ég líka um það að þetta hefði getað orðið verra. Stund- um dreymir mig á nóttunni um að ég geti gengið og þá líður mér svo vel. “ Sú sem mælir þessi orð heitir Ólöf Inga Halldórsdóttir og er 8 ára. Við heimsóttum hana nýlega á Sumardval- arheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. Hún dvaldist þar í hálfan mánuð. Ólöf Inga á heima í Reykjavík. Hún á einn bróður sem er aðeins sjö vikna. Hann heitir Hafliði. Hún segir að það sé ofsalega gaman að eignast systkini. Hún hjálpar mömmu sinni stundum að gæta hans. — Áttu margar vinkonur? „Já, bæði hérna í Reykjadal og eins heima í Reykjavík. Ég bý í götu sem heitir Ofanleiti og þar búa líka margar vinkonur mínar. Við förum oft út sam- an að drullumalla. Þetta er nýtt hverfi og þess vegna auðvelt að komast í mold. Við mokum henni í fötur og hvolfum svo úr þeim og þá verða kök- urnar eins og fjall. Ég er í stólnum svo að stelpurnar verða að hjálpa mér dálít- ið. Það er mikið af skurðgröfum að vinna í kringum nýbyggingarnar svo að við verðum að gæta okkar vel. Mamma er alltaf hrædd um mig þegar ég er ein úti með stelpunum." — Hvað heita bestu vinir þínir? „Ég get ekki nefnt einn fremur en annan. Allir eru bestu vinir mínir.“ — Hvernig líkar þér hérna í Reykja- dal? „Mjög vel. Hérna er hægt að gera svo margt skemmtilegt. Við getum farið í alls konar leiki, einnig í sund, göngu- ferðir, bátsferð á Hafravatni og bokkía- Við höfum farið til Reykjavíkur að sjá nýjustu James Bond myndina. Það er skemmtileg mynd. Svo fórum við tvær vinkonur að heimsækja strák sem er núna á Reykjalundi en var hér í nokkra daga. Hefur gaman af glímu Ólöf Inga er í Hlíðarskóla. Henni þykir gaman í skólanum. í fyrra var hún með góðan kennara, Guðrúnn Björnsdóttur, en hún kennir henni ekki lengur því að maðurinn hennar er orð- inn prestur einhvers staðar úti í sveit- Ólöf segist lesa mikið, bæði dagblöðin og skáldsögur. Skemmtilegasta bók 26

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.