Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1987, Qupperneq 10

Æskan - 01.06.1987, Qupperneq 10
manni en hún kryddar tilveruna og get ur því gert mönnum hana léttari. En et geng ekki með grillur um að ég se merkilegur listamaður. Ég er umfram allt skemmtikraftur og fagnaðarlæt1 áhorfenda á tónleikum kaffæra oft músíkina sem þeir eru þó komnir til 3 hlýða á. En þetta er allt einn sirkus. Músíkin er aðeins undirleikur. — Þetta hljómar eins og þú sert ósáttur við þetta. — Nei, ég er hamingjusamur >'ftr þessu. Músíkin er aðaláhugamál miú_ Sirkushliðin á músíkinni vísar bara á aö við erum með vinsæla músík. Vinsæld>r gefa af sér peninga og peningarnir gera okkur kleift að sinna þessu áhugamáh betur en við gætum annars gert. VILL VERA HREINSKILINN v.u iiium a (jdu sem viourKenningu að vera fengnir til að tónskreyta James Bond mynd. . — Þeir voru saman í hljómsveit sem þeir kölluðu Bridds. Með Bridds gáfu þeir út eina breiðskífu ’81. — Áttu önnur áhugamál en músík? — Ég les mikið, sérstaklega Bíblí- una. Ég stundaði guðfræðinám áður en ég gerðist atvinnupoppari. Það er einn af mörgum ókostum þeirrar skyndi- frægðar sem við náðum að ég hef ekki nægan tíma aflögu til að lesa Bíblíuna eins oft og í jafngóðu tómi og ég kysi. Ég hef einnig áhuga á bindindismálum. Vímuefni eru af því vonda. Þau skaða og slæva hugsunina, hreyfingar og lífs- löngun. — Þú nefndir marga ókosti frægðar- innar. Hverjir eru þeir fleiri en tíma- skortur? — Maður einangrast frá venjulegu fólki og venjulegum aðstæðum. Hvert sem ég fer er ég umkringdur fólki sem kemur fram við mig eins og ég sé því æðri. Það lítur upp til mín og biður um eiginhandaráritun mína eða vill fá að taka mynd af mér eða mynd af því og mér saman. Ég er jafnaðarmaður og ósáttur við að vera álitinn merkilegri en öskukallinn. í raun ætti þessu að vera öfugt farið ef eitthvað er. Öskukallinn vinnur gott verk. Hann losar fólk við drasl en ég sé fólki aðeins fyrir afþrey- ingu. - Þú talar um hlutverk þitt sem músíkants eins og eitthvað lítilfjörlegt. Ekki lítilfjörlegt. Afþreying er kannski ekki lífsnauðsynleg hverjum — Er þetta skemmtanalíf, sem Pu lýsir, ekki dálítið þreytandi til lengdar'- — Jú, afskaplega. Þess vegna skip1' um við þessu upp. Við tökum eina törn í tónleikum og komum þá ekki nálæg1 sjónvarpsþáttum, plötuhljóðritunum eða myndböndum á meðan. Síðan föf' um við í eitthvert hinna atriðanna og einbeitum okkar að því o.s.frv. En þetta er vissulega þreytandi. Eins og svona blaðaviðtal. Maður er stundum1 mörgum tugum viðtala á örfáum dög' um, segir það sama aftur og aftun- Maður gleður stundum sjálfan sig med þeirri hugsun að þessar vinsældir og þessi athygli vari ekki í mörg ár til v’ð' bótar. — Það er þá kannski eins gott að fara að enda spjallið og þakka fyrir sig? — Þetta var nú ekki þannig meint- Ég vil aðeins vera hreinskilinn, segja það sem í brjósti býr. Og það er reynd' ar þannig að tilhugsunin um væntanleg1 viðtal er meira lýjandi en sjálft viðtalið- Aftur á móti viðurkenni ég að það er meira þreytandi að tala í síma en augfto til auglitis. Það er rétt. Ég er sjálfur farinn að þreytast í símaeyranu. Við biðjum Því fyrir góða kveðju til frænda okkar og þökkum fyrir spjallið. — Sömuleiðis. Viðtal: Jens Kr. Guðmundsson 10

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.