Æskan - 01.06.1987, Page 12
Þegar við tókum við kyndlinum
hvert á eftir öðru fór um okkur
sérstök tilfinning — geðhrif sem
ekki er auðvelt að lýsa.
Við hófum hann á loft,
hlupum nokkurn spöl,
afhentum hann svo aftur
þeldökkum manni, einum
forvígismanna hlaupsins,
hlupum áfram í þéttum hópi:
Nokkrir þátttakendur af
hundruðum þúsunda í
Heimshlaupi til friðar.
Heimshlaup tihiðar
DV-mynd: Kristján Ari
Eflaust finnst okkur öllum oft aö
framlag okkar skipti litlu máli. Að einu
gildi hvort viö leggjum eitthvaö fram,
þar muni svo lítið um. Jafnframt vitum
við vel að ekkert gerist ef allir hugsa á
þann veg. Þegar ég heyrði um friðar-
hlaupið rifjaðist upp fyrir mér að ég tók
þátt í ritgerðasamkeppni um friðarmál
fyrir 20 árum. Þá sagði ég eitthvað á þá
leið að friður yrði ekki tryggður nema
fólk um allan heim léti friðarlöngun
sína opinskátt og áberandi í ljós. Þrá
eftir að lifa við frið og öryggi byggi með
hverjum manni. Hana ætti ekki að
byrgja inni heldur bera á torg, deila
með öðrum. Samtök þyrfti að mynda í
hverju landi, koma á sambandi þeirra
um allan heim.
Þetta var æskuhugsjón. í amstri dag-
legs lífs dofnaði hún, sofnaði þó aldr^
alveg. Þess vegna fannst mér ég yrði a
reima á mig skóna og hlaupa með-
Kveða niður þá hugsun að það tæki þ’j1
ekki að blandast í hópinn, nógir aðnf
yrðu til að hlaupa nokkurn spöl undh
friðarkyndli. Halda aftur af óljósun’
ótta við að svo fáir létu sjá sig að þetta
yrði allt saman kjánalegt.
„Við leggjum áherslu á að friðurin11
þurfi fyrst og fremst að byrja með ein'
staklingnum. Til að fá heimsfrið þurf'
um við öll að leggja okkar af rnörkum-
var haft eftir þeim sem skipulögðu
hlaupið. Það var ekkert undanfæri. E?
hlaut að hlaupa þó að ég tvístigi fram3
síðustu stundu.
■ áh'till hópur fólks á öllum aldri
$adi safnast saman við Höfða. For-
$t>sráðherra flutti ávarp og hljóp síð-
gn n°kkur skref með kyndilinn. Stjórn-
ndur hlaupsins tóku við og nokkru
s' ar Jón Páll. Hópurinn þynntist
’Jtám saman. Þegar við fórum yfir
L y^ubraut vorum við aðeins tíu eftir,
r>r forvígismenn Heimshlaupsins, sex
ng>r krakkar og sá er þetta skrifar.
10 hlupum gegnum Kópavog og í
u arbabæ. Þar skildu leiðir. Stjórnend-
01 þótti leiðin orðin nógu löng fyrir
, rakkana og ég ákvað að fara með
Þenn,.íbæinn"
Mér þótti tilvalið að spjalla aðeins
L Þá Og við mæltum okkur mót á
_ augardalsvelli er úrslitakeppni
'Prótt:
anámskeiðanna færi þar fram.
Hlaupagikkir
Það voru þrír drengir og þrjár telpur
sem lengst fóru í upphafi friðarhlaups-
ins á íslandi. Þau heita: Anna og Ester
Ottesen, Sæviðarsundi 10, Hrund Þór-
hallsdóttir, Melgerði 10, Birgir Er-
lendsson, Þrastarhólum 6, Kristján
Símonarson, Þrastarhólum 10 og Óli
Ómarsson, Möðrufelli 15 — öll í
Reykjavík. Þau reyndust áhugasöm um
íþróttir og höfðu tekið þátt í friðar-
hlaupinu eftir ábendingu leiðbeinenda
á íþróttanámskeiðum.
Friðarmálefnið hafði því ekki ráðið
þátttöku þeirra en þau sögðust öll
hugsa dálítið um það og hafa beyg af
heimsátökum og notkun kjarnorku-
vopna í styrjöld. Þau sögðust líka hafa
orðið fyrir miklum áhrifum af því að
hlaupa með friðarkyndilinn. Þau hefðu
tengst málefninu nánar fyrir bragðið.
Stelpurnar höfðu allar tekið þátt í
Ólympíuhlaupinu og Landsbanka-
hlaupinu, systurnar í fyrra, Hrund á
þessu ári. Ester og Hrund eru 11 ára en
Anna 13. Þær hafa áhuga á að stunda
frjálsar íþróttir en Ester hefur æft hnit
(badminton), Anna og Hrund hand-
knattleik.
Strákarnir eru 12 ára, Birgir og Óli
verða þó 13 á árinu. Birgir hefur tekið
þátt í Landsbankahlaupinu, Ólympíu-
hlaupinu , Afríkuhlaupinu og
skemmtiskokki Maraþonhlaupsins í
fyrra. Kristján hefur tekið þátt í því
sama nema Landsbankahlaupinu.
Skemmtiskokkið var 7 km en þeir
stefna að því að hlaupa hálft Maraþon í
haust — 21 km. Það hyggst Óli líka gera
en hann var með í Friðarhlaupinu 1986.
Hlaup hafa þeir æft lítillega á eigin veg-
um. Birgir og Kristján hyggjast þó fara
að æfa með ÍR; Óli segist láta sér nægja
að skokka með mömmu sinni. Óli og
Birgir leika knattspyrnu með 4. flokki
Leiknis og Birgir er auk þess í skíða-
deild Ármanns.
Þau hafa því auðsjáanlega nóg fyrir
stafni. Við óskum þeim velgengni í
íþróttum — hollu og þroskandi tóm-
stundagamni.
Þó að sá hópur væri ekki stór sem
hljóp úr Reykjavík um Kópavog og
áfram varð þátttakan í Heimshlaupi til
friðar góð hér á landi og víða almenn.
Kyndillinn var borinn um þrjú þúsund
kílómetra sem samsvarar því að hring-
vegurinn væri farinn tvisvar sinnum.
Hann hafði verið tendraður við frelsis-
styttuna í Nýju Jórvík (New York) og
síðan lá leið hans um Japan í höndum
þarlendra friðarsinna. Alls var hlaupið
um 55 lönd á 102 dögum — með nokkra
kyndla.
Ég þykist þess viss að fólk í öllum
löndum muni á næstu árum halda frið-
arkyndlum á loft, beint og óbeint. Við
skulum leggja okkar af mörkum. Þá er
von.
Ester, Óli, Hrund, Kristján, Anna og Birgir.
12
13