Æskan - 01.06.1987, Page 19
og fór með þeim inn.
Henni þótti dálítið skrítið
að dvergarnir voru
stærri en hún.
í sögunni um Mjallhvít
voru dvergarnir pínulitlir.
En þessir eru bara öðruvísi,
hugsaði hún.
i- H?1 hljóp eins og hún ætti
*'ð að leysa.
un vissi ekkert hvert hún fór,
un vildi bara forða sér
em lengst í burtu.
un hljóp yfir tún
yfir marga skurði.
un hljóp yfir tvær
^ferðargötur og upp á
hæð.
I Un kom að afar stóru húsi.
^óngum það var garður
fallegum blómum.
j-óa var hræðilega þreytt.
enni var líka heitt í sólinni.
un lagðist út af
blómunum.
§ steinsofnaði.
^íún vaknaði við að einhver
Var að hvísla.
Hún opnaði augun
og sá hóp af gömlum mönnum
sem stóðu hringinn í
kringum hana.
Þeir voru næstum allir með
skegg alveg eins og dvergar.
Nú er ég Mjallhvít
og þetta eru dvergarnir,
hugsaði Lóa.
Ertu lasin, litla vina?
spurði einn dvergurinn.
— Nei, ég er á flótta
undan vondu drottningunni,
sagði Lóa.
— Hún er eitthvað rugluð
eftir svefninn, sagði annar.
— Komdu bara inn
með okkur
og jafnaðu þig,
bætti hann við.
Lóa reis á fætur
Dvergarnir fóru með hana inn
í herbergi.
Hún fékk að leggja sig
upp í rúm.
Þeir voru ósköp góðir við
hana, sérstaklega einn
lítill með sítt,
hvítt skegg.
Hurðin var opin í hálfa gátt
og Lóa heyrði að einhverjir
voru að tala fyrir utan.
Allt í einu birtist gömul
kona í dyragættinni.
Hún hélt á epli í hendinni.
Hana nú, þarna er nornin
komin. Nú verð ég að passa
mig, hugsaði Lóa.
— Blessuð litla stúlkan.
Má ekki bjóða þér epli,
sagði nornin.
Ég má ekki borða eplið,
það er ábyggilega eitrað,
hugsaði Lóa.
En hún var bara svo svöng
að hana verkjaði í magann.
Það var svo langt
síðan hún hafði borðað.
Hana dauðlangaði í eplið.
19