Æskan - 01.06.1987, Side 42
Nanna átti páfagauk. Fjaðrirn-
ar hans voru í öllum regnbogans
litum og hann kunni að tísta
Nanna. Amma hafði gefið
Nönnu páfagaukinn og búrið í af-
mælisgjöf en mamma þoldi hann
ekki.
„Það er ekkert nema óhrein-
indi í kringum svona dýr.“ sagði
hún við Nönnu. „Þú getur séð um
hann sjálf."
Og Nanna gerði það. Hún gaf
honum matinn og hugsaði um
búrið hans og hún kom fyrir litl-
um spegli inni í búrinu því að
þetta var skrautgjarn páfagaukur
og fínn með sig. Hann stóð allan
daginn fyrir framan spegilinn og
speglaði sig og tísti svo:
„Nanna."
„Heldur hann að hann heiti
Nanna?" spurði Nanna mömmu
sína.
„Ætli það ekki,“ sagði
mamma, „annars hafa þessir
fuglar svo lítinn heila að þeir vita
hvorki eitt né neitt.''
Nanna hugsaði oft um þetta.
Henni fannst þetta allt mjög
skrítið.
„Er allt verra sem er minna,"
hugsaði hún. „Er stærsta dýrið á
jörðinni þá vitrasta dýrið á jörð-
inni? Er mamma vitrari en ég af
því að hún er stærri en ég?''
Eri hún þorði ekki að spyrja
mömmu að þessu. Hún hélt að
hún myndi hlæja.
Þessar hugsanir flögruðu um
uu£ Nönnu þessa andvökunótt,
a*Nr í einu eins og urmull af fugl-
í öllum regnbogans litum.
kyndilega fannst henni sem
e'nn af þessum regnbogalitu fugl-
uni settist á öxl hennar og hvísl-
aði með mjúkri fuglsrödd sem
Jktist mest mjóróma blíðri kven-
rödd:
Nanna, Nanna
þú veist
Nanna fór að kenna páfa-
gauknum að sitja á öxlinni á sér.
Hún lét hann sitja á öxlinni á sér
langtímum saman og hvíslaði
ýmsu að honum. Leyndarmál-
um. Augu páfagauksins voru
ofurlítil en einkennilega blik-
andi. Hann leit aldrei undan þeg-
ar hún horfði í augu hans. Hún
hafði búrið í sínu herbergi og á
nóttunni leyfði hún Páa að sofa
utan búrsins en mamma vissi
ekkert um það.
Eina nóttina um vorið gekk
Nönnu illa aðfesta svefn. Daginn
var að lengja og þrestirnir kvök-
uðu án afláts í greinum trjánna
fyrir utan gluggann hennar.
Nanna starði út í bláa vornóttina
og hlustaði á fuglasönginn. Ó, ef
hún skildi nú aðeins fuglamál.
Skyldu fuglarnir ekki vita um
mörg leyndarmál því að þeir sátu
fyrir utan alla gluggana í götunni
. . , „.,9 1jm
jafnt nott sem dag og sungu •
hvað voru þeir að syngja? Sög ^
þeir kannski sögur og ljnö -
mannfólkinu sem átti heiri>a
þessum stóru búrum sem ne/n‘ ■.
hús? Hlógu þeir ekki að þvl y -
alla þá vitleysu sem leynu15^
stóru heilunum þeirra? Og allS ,
Nönnu flögruðu um herberg10
leit að Páa.
Sat hann þá ekki þarna un ^
glugganum. litskrúðugri
nokkru sinni fyrr og horfð1.
Þráði hann kannski frelsl^ ~
vorblámann eins og aðrir 7aa
Nægði honum ekki að /’U-Ó
nokkurn veginn frjáls um huS'
Var það sjálfur himingeimn1'1
sem hann þráði? Eða þráði ha
eitthvað annað? Var h°nU r
kannski ekki nóg að vera vlU
Nönnu, sitja á öxl hennar r
kunna að segja Nanna?
þú veist
að ég á heima í bláa
skóginum
sem vex
uppi í skýjunum
þar á ég hreiður
úr sólargeislum
rauðum
eins og laufin á haustin
eins og flauelskjóllinn
þinn fíni
sem þú fermist í
Ó Nanna
þar bíður mín fugl
sem liggur á eggi
úr mánaskini
Og Nanna horfði í augu Páa,
*vo blá, svo djúp þó að þau væru
ara lítil fuglsaugu. Svo djúp eins
°§ himingeimurinn. Svo vitur.
Hún hrökk upp. Hafði hún þá
s°fið? Það var orðið rökkvað í
herberginu. Hvar var Pái? Hann
var enn í gluggakistunni. Senni-
lega sofandi. Nanna læddist fram
úr rúminu, nær glugganum.
Fuglasöngurinn var þagnaður.
Loksins.
Úti var dimmur blámi. And-
spænis Páa, á trjágrein sem lá
upp að glugganum, svaf undur-
fagur fugl með nefið undir væng.
Þarna í vornóttinni virtist hann
blár. Nanna starði á hann. Hann
var einn í trénu. Með nefið sitt
undir væng. Hvernig skyldi það
vera? Kannski gyllt. Eins og sól-
in. Kannski rautt eins og blóð-
dropi. Eins og lauf trésins á
haustin. Nanna hristi sig. Hún
var greinilega orðin eitthvað
skrítin. Úr því að hún var farin að
skilja fuglamál.
„Fólk verður ruglað á að sofa
ekki,“ sagði mamma oft, „þess
vegna verða börn að fara
snemma í rúmið.“
Nanna gekk að glugganum
sem í leiðslu og lokaði honum.
Síðan fór hún upp í rúmið. Hún
svaf í einum dúr fram á morgun
þangað til mamma kom inn til
hennar og vakti hana.
„Þó að það sé sunnudagur
máttu ekki sofa allan daginn,“
sagði mamma og hristi Nönnu
mjúklega.
Nanna stökk fram úr. Ein-
hvern veginn fannst henni eitt-
hvað vera öðruvísi en venjulega.
Hún fór út að glugganum og lit-
aðist um herbergið. Sólin skein
inn um gluggann.
„Það er fínt veður í dag,“ sagði
mamma.
Glugginn var opinn í hálfa gátt
og ferskt vorloftið streymdi um
herbergið. Nanna starði til skipt-
is á gluggann og búrið hans Páa.
Það var enginn vafi. Pái var far-
inn. Litli regnbogalitaði páfa-
gaukurinn hennar, sem kunni að
segja Nanna, var farinn. Út um
opinn gluggann. Hafði hún þá
ekki lokað honum í nótt? Hafði
hún kannski opnað hann? Hvað
hafði gerst? Fuglinn, sem hafði
sofið fyrir utan um nóttina, var
líka horfinn.
„Þú hefur hleypt Páa út í nótt,“
sagði mamma og var ekki laust
við að í röddinni gætti léttis.
„Jæja, fegin er ég. Það er bara að
greyið drepist ekki í haust.“
En Nanna sagði ekki orð. Hún
bara horfði út um gluggann. Hún
ein vissi að nú var Pái kominn í
frumskóginn bláa sem vex uppi á
skýjunum þar sem allir eru frjáls-
ir og laufin eru úr gulli kvöldsól-
arinnar og hann myndi aldrei
snúa aftur. En kannski kæmi
hann til hennar í svefni og segði
„Nanna, Nanna“ og hún myndi
finna gullið lauf í hendi sinni til
sannindamerkis er hún vaknaði.
Héðan af ætlaði hún að sofa fyrir
opnum glugga.
42
43