Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Síða 36

Æskan - 05.10.1987, Síða 36
Umsjón Poppþáttar: Jens Kr. Guðmundsson Kynning á blúsrokksveitinni KENTARI Fyrir þremur árum eöa svo var hljóm- sveitin Kentár nokkurs konar fulltrúi bárujárnsrokksins á íslandi. 1985 sendi Kentár-kvintettinn frá sér jómfrúarplöt- una „Same Places". Þá höfðu þeir þroskast upp úr bárujárninu og voru farnir að spreyta sig á metnaðarfullum rokkballöðum. Enn halda Kentár-pilt- arnir áfram að þróa músík sína og eru nú einna fremstir íslenskra blúshljóm- sveita. Þar sem Kentár-blúsararnir starf- rækja ekki aðdáendaklúbb skal hér svarað nokkrum spurningum er vafa- laust brenna á vörum íslenskra blús- unnenda. Nafn gítarleikara Kentárs: EINAR Fæðingarár: Sjónvarpsárið mikla, 1966 Hæð: 1. hæð Áhugamál: Safnar gítarnöglum frá barokktímabilinu Ferill: Kenndi sjálfum sérágítarerhann nam nótnaflett hjá Skúla Scheving, píanista Nafn trymbils Kentárs: GUMMI Fæðingardagur: Lengsti dagur ársins 1965 Hæð: 2. hæð Sokkanúmer: L Áhugamál: Líkams- og hrossarækt Ferill: Lærði húðslátt hjá Bréfaskóla Báru Bassaleikari Kentárs: HLÖDDI Fæddur: Á undan hinum Hæð: 3ja hæð Kjörorð: Fjallið er hærra en þú og hóll- inn lægri en þú heldur Áhugamál: Kínverskir málshættir og rannsóknir á frama íslenskra kúreka- söngvara Ferill: Kynntist strengjahljóðfærum í sumarbúðum unglinga hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur 1976 Píanóleikari Kentárs: PÁLMI Fæddur: Fimm árum áður en Bítlarnir hættu Hæð: 1. hæð til hægri Eftirlætishljóð: Barnshlátur í berjamó Áhugamál: Rannsóknir á förðun leikara í þöglum dans- og söngvamyndum Ferill: Hefur haldið fjölda einleiks-har- mónikku-tónleika, bæði utan og innan veggja heimilisins Munnhörpublásari og söngvari Kent- árs: SIGGI Fæddur: Og uppalinn Hæð: Önnur til vinstri Áhugamál: Söfnun merkimiða á kassa- gítara og ferðalög með flokknum Tap- að-fundiö f leit að frægð og frama Ferill: Útskrifaðist úr tónlistarskóianum MIBI í Boston. Hefur jafnframt getið sér góðan orðstír sem munnhörpuleikari hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, auk þess að hafa verið um eins dags skeið viðloð- andi þvottahúshljómsveitina Ikúska. . . 'i 36

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.