Æskan - 01.01.1990, Qupperneq 7
vorum á vellinum langt fram á dag.
Þegar ég kom heim alveg dauðþreytt-
ur lauk ég við forsíðuna, horfði á sjón-
varpið og fór snemma að sofa.
Ég skilaði ritgerðinni með bros á vör.
Nokkrum dögum síðar fékk ég hana
aftur. A henni stóð A++ og kennarinn
hafði skrifað: Miklar framfarir, haltu
áfram á þessari braut. Ég var í sjöunda
himni. Gamla konan kom upp í huga
mér. Ég varð að muna eftir að segja
henni frá þessu.
Ég mundi ekki eftir henni fyrr en
mánuði síðar þegar ég var að blaða í
Morgunblaðinu. Þar sá ég andlit sem
ég kannaðist við, það var með minn-
ingargrein. Hún hafði þá heitið Matt-
hildur. Ósvikið dæmigert ömmunafn,
hugsaði ég. Hún hafði dáið úr hjarta-
slagi í strætisvagni.
Ég gat ekki gert að því en ég
skammaðist mín. Af hverju hafði ég
ekki farið til hennar á afmælisdaginn,
eins og ég hafði lofað? Hún hafði
áreiðanlega bakað pönnukökur og
beðið eftir mér allan daginn. Ég hafði
ekki einu sinni haft rænu á því að
þakka henni fyrir að hjálpa mér með
ritgerðina.
Ég ætlaði aldrei að geta sofnað um
kvöldið, svo mikið hugsaði ég um
þetta.
Strax eftir að skóla lauk daginn eftir
fór ég og keypti blómvönd fyrir alla
vasapeningana mína og fór í kirkju-
garðinn. Ég ráfaði um í klukkutíma áð-
ur en ég fann leiðið. Á litlum krossi
stóð: Matthildur Sigurðardóttir. Megi
hún hvíla í friði. Ég lagði blómin á leið-
'ð, kraup niður og spennti greipar. Ég
vonaði heitt og innilega að hún heyrði
til mín. Ég fann eitthvað heitt renna
niður hægri kinnina. Það var tár.
Les allt sem ég næ í
Verðlaunasagan, Samviskubit, er eftir
Gretu Jessen, 16 ára nemanda í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð.
í umsögn dómnefndar sagði:
„Kostir sögunnar eru margir - hún er
aðgengileg fyrir lesandann, hún er á eðli-
legu máli og lesandinn fylgist með henni
frá upphafi til enda, þ.e. hún nær að grípa
athygli hans.
Efnistökin eru mjög góð og efni sög-
unnar - sambandsleysi fólks og félagsleg
einangrun gamals fólks - er efni sem á
fullt erindi til nútímans. Stundum heyrir
maður sagt að fólk sé hvergi jafneinmana
sem í fjölmenninu því að í fámenni gefi
fólk sér frekar tíma til að veita öldruðum
athygli og félagsskap. Kannski verður
þessi saga til þess að einhver börn eða
unglingar gefi einmana fólki gaum og leit-
ist við að veita því það sem því þykir
kannski dýrmætast af öllu, félagsskap."
Greta var í Hólabrekkuskóla þar til hún
lauk 7. bekk en þá fór hún í Álftamýrar-
skóla. Móðir hennar kennir þar. I haust
hóf Greta nám á náttúrufræðibraut í MH.
Ég spurði hana hvort hún hefði gert mikið
að því að semja sögur. . .
„Nei, ekki mikið. Ég hef helst átt við
það þegar ritgerðarefni í skólanum var
frjálst. - Nei, ættingjar mínir hafa ekki
fengist við skáldskap en raunar hefur syst-
ir mín samið enn meira en ég. Hún er að
verða þrettán ára. Það skilur enginn hvað-
an við höfum þetta.“
- Lestu mikið?
„Já, ég les allt sem ég næ í nema ástar-
sögur. íslensk skáldrit og þýdd, líka Ijóð.
Öll fjölskyldan hefur mjög gaman af að
lesa. Við erum vikulegir gestir í bókasafn-
inu í Gerðubergi. Ég hef mest dálæti á
sögum Einars Kárasonar. Mér finnst frá-
sagnarstíll hans afar skemmtilegur. Ég
kann best við Þórberg Þórðarson af þeim
höfundum sem gengnir eru eða komnir á
efri ár. Það er líka vegna frásagnarhæfi-
leikans. - Ég á ekki eftirlætis-ljóðskáld.
Það er ekki langt síðan ég sneri mér að
þeirri grein. Ég byrjaði á Ijóðum skálda af
eldri kynslóðinni en kann jafnvel að meta
rímuð Ijóð og órírnuð."
- Heldur þú að algengt sé að ungling-
ar lesi eins mikið og þú?
„Nei, ég held ekki. Margir horfa frekar
á sjónvarp og myndbönd en að líta í bók.
En vinkonur mínar lesa allar mikið. - Já,
þær voru í Álftamýrarskóla með mér. Ég
| þekkti nokkrar stelpur í þeim skóla áður
1 en ég fór þangað og kynntist öðrum. Nú
1 hef ég kynnst stelpum í MH en besta vin-
I kona mín fór í Verslunarskólann."
I Greta Jessen
| - Eftirnafn þitt virðist danskt. . .
„Já, faðir minn er danskur. Mamma
1 kynntist honum í Danmörku og ég er
| fædd þar. Þau fluttust hingað þegar ég var
| eins árs. Pabbi ætlaði að dveljast hér tvö
| eða þrjú ár en þau hafa verið hér síðan.
1 Við erum þrjú, systkinin. Ég á líka átta ára
1 bróður.“
| - Áttu önnur áhugamál en lestur?
1 „Já, ýmis. Ég á nokkra pennavini og
1 skrifast oft á við þá. Þeir eru til að mynda
I í Danmörku, Englandi, Þýskalandi, ísrael
| og Malasíu. Ég hef hitt danska pennavin-
| konu mína. Fjölskyldan fer næstum á
| hverju sumri til Danmerkur. Við höfum
| ekið þaðan suður um Evrópu, lengst til ít-
1 alíu.
Mér þykir líka gaman að horfa á kvik-
I myndir og hlusta á tónlist, alls konar tón-
| list. Ég var þrjú ár í fiðlunámi þegar ég var
| á barnsaldri.
- Nei, ég stunda ekki íþróttir núna en
1 hef æft bæði sund og handknattleik. Ég
| var fyrst í sundi í þrjú ár en hætti þegar
| að því var komið að æfa á morgnana, fyrir
| skólatíma. Ég æfði handknattleik í tvö ár.“
= - Hefur þú ákveðið nám eftir
| menntaskólann - og framtíðarstarf?
„Nei. Líklega fer ég í Háskólann og læri
| einhverja grein náttúrufræði."
| - Þú hyggst ekki snúa þér að ritstörf-
| um?
„Nei, ég á ekki von á því. Það er þó
| aldrei að vita nema ég fáist við eitthvað
| slíkt í tómstundum. . .“
Æskan 7