Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 8
Nína átti heima á næsta bæ. . . „Nína og Geiri" í Æskuviðtali Margir ungir lesendur Æskunnar munu eiga hljómplötu eða snældu með lögum sem Rokklingarnir flytja. Sjálfsagt hafið þið öll séð myndbandið með laginu um Nínu og Geira - og sungið með hinum bráðungu flytjendum! Þau eru yngstu íslendingarnir sem hafa fengið platínuplötu. Hana fengu þau, og allir hinir Rokklingarnir, af því að hljómplatan - og snældan - seldust í meira en 7500 eintökum. „Nína og Geiri“ heita Ástrós og Gunnar Örn. . . Gunnar Örn Ingólfsson er sex ára; fæddur 28. september 1983. Hann á heima við Vesturgötu í Hafnarfirði. í húsinu var áður verksmiðja en nú hafa verið gerðar þar m.a. þrjár íbúðir. „Við erum fyrstu íbúðareigendurnir sem hafa átt þetta hús,“ segir Gunnar Örn. Hann er skýrleiksdrengur og full- orðinslegur í tali. - Áttu systkini? spyr ég og býst við að hann hafi alist upp einn með foreldrum sínum. „Ég á eina systur. Hún er ekki einu sinni eins árs, fæddist núna í desemb- er. I3.desember 1989.“ - Hvað heitir hún? „Sigrún Ósk. Hún var skírð á spít- 8 Æskan alanum sama dag og hún kom heim.“ - Heimsóttir þú hana þar? „Já. Það var gaman að fá að sjá hana.“ - Hefðir þú heldur viljað eignast ,bróður? „Mér var bara alveg sama hvort það var systir eða bróðir." - Er ekki skemmtilegt að eiga lít- ið systkini? „Jú. En hún er alltaf vakandi á næt- urnar og sefur á daginn. Það er það skrýtna við hana!“ - Þú ert byrjaður í skóla. . . „Já, ég ætlaði fyrst í Öldutúnsskóla og fór þar í forskóla í nokkra daga en svo fór ég í Víðistaðaskóla af því að við fluttum af Suðurbrautinni. Við höf- um bara átt heima á tveimur stöðum." - Þekktirðu nokkurn í bekknum þínum? „Nei, ég þekkti engan en ég kynnt- ist öllum. Bestu vinir mínir eru Ingvar og Hörður og stelpa sem heitir Sara.“ - Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? „Mér finnst skemmtilegast að læra stærðfræði." - Ertu líka í tónskóla? „Já, ég er að læra á blokkflautu. Kennarinn minn heitir Edda Borg. Hún spurði mig hvort ég vildi syngja fyrir Birgi.“ - Kunnir þú lagið um Nínu og Geira? „Nei, ég lærði það bara.“ (Móðir Gunnars Arnar segir að hann hafi verið fenginn til að syngja til reynslu. Hann hafi hvorki kunnað lagið né textann en lært það á staðnum. Undirbúningi og upptöku hafi verið lokið á fimm klukkustundum! „Hann er lagviss og fór eiginlega að syngja áður en hann lærði að tala. Það var mikið sungið með honum sem ungbarni," segir hún) Hann heitir Svartfreskja - Áttu gæludýr? „Ég á gullfiska. Ég átti áður kött. Hann hét Depill. Þegar hann var þriggja mánaða dó hann úr einhverri veiki. - Jú, ég hef skírt fiskana. Ekki alla samt. Einn er svartur og Ijótur og vill vera í dimmunni. Ég lét hann heita Svartfreskju. Já, mér finnst hann eins og ófreskja. Ég á annan svartan, hann heitir Svartskeggur. Svo er einn óskírður sem er alltaf inni í húsinu. Það voru þrír litlir í húsinu; þeir eru allir dauðir. Ég var ekki búinn að ákveða hvort ég ætti að láta þá heita Kasper, Jesper og Jónatan - þeir voru ræningjar en eru það ekki lengur - eða Rip, Rap og Rup - þeir eru dá- litlir hrekkjapúkar. Ég var ekki viss um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.