Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Síða 12

Æskan - 01.01.1990, Síða 12
FRÁ ÝMSUM HLIÐUM Heilbrigt líf - án áfengis er lífsstíll margra þekktra íslendinga. I blaði Bindindisjélags ökumanna voru nýlega birt svör nokkurra þekktra íslendinga við spurningunum: 1. Hver er ajstaða þín til ájengis og hvað ræður henni? - 2. Hvað Jinnst þér brýnast að gera í ájengisvörnum? Pálmi Matthíasson, I sóknarprestur í Bústaðasókn: | 1. í raun hygg ég að afstaða til | áfengis sé lífsstefna hvers og I eins. Sú lífsstefna getur verið af = margvíslegum rótum. Uppeldi, | fræðsla, líkamleg hreysti eða = hreinlega óttinn við að ráða ekki I eigin h'f sé áfengis neytt. Afstaða mín hefur verið = óbreytt frá unglingsárum; að = áfengi sé eitthvað sem ógni því = lífi og þeim krafti sem skapar- | inn hefur gefið mér. Ég ólst upp i með áfengisverslun á næsta i horni og varð því vitni að mörgu | misjöfnu sem enn lifir í minn- § ingunni. Sú sýn, að sjá hina = mætustu menn og konur breyt- | ast í eitthvað það sem andstætt f er þeim kærleika og þeirri feg- § urð, sem manninum er gefið, f hringdi þeirri aðvörunarbjöllu í i mínum huga sem enn hljómar. I i starfi mínu hefur þessi hljómur f magnast og verið þrunginn i trega og tárum þeirra sem líða. | Jafnvel þótt frelsi mínu gagn- f vart áfengi hafi oft verið ógnað i af hinum svokölluðu „vinum“ f sem hvetja til þess að tilheyra i hópnum, þá hafa „vinirnir11 | gjarnan sagt eftir að afþakkað f er: „Gott hjá þér, ég virði af- = stöðu þína.“ Á sama hátt reyni ég að virða afstöðu þeirra sem velja þann kost að neyta áfengis. Það er ekki erfitt gagnvart þeim er gæta hófs en það tekur á gagnvart þeim sem aðeins lifa fyrir líðandi stund. 2. I mínum huga er brýnast að marka opinbera stefnu í áfengismálum. Stefnu sem snertir ráðamenn þessa lands, íþróttahreyfinguna og hin frjálsu félagasamtök. Það verður ekki lengur við unað að bláköld- um staðreyndum um skaðsemi og slæm áhrif áfengis sé stungið undir stól. Valgerður Matthíasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2: 1. Ég hef aldrei notað vímu- gjafa, hvorki áfengi né önnur vímuefni. Mér finnst algjör þrautalending að þurfa að sækja sér gleði, ró, slökun cða hvað sem er í efni til inntöku. Líkam- inn býr yfir öllum þessum efn- um sjálfur, við þurfum bara að nýta okkur þau. Við myndum t.d. náttúrulegt morfín, sem kallast endorfín, þegar við = stundum hkamsrækt og svo fá- = um við góðan skammt af þessu 1 efni þegar við hlæjum. Þessa = sæluvímu er auðvelt að fá á nátt- i úrulegan hátt. Hugarkyrrð og 1 slökun fæst t.d. við íhugun og = því fylgir ótrúlega mikil vellíð- | an. Ég dæmi engan sem notar | vímugjafa þó að mér finnist það | neikvætt. 1 2. Það þarf að kenna fólki, | helst strax á forskólaaldri, i hvernig virkja megi þá mögu- Í leika sem ég lýsti hér að framan. = Það þarf að tengja vímulaust líf- Í erni heilsuræktarbylgjunni sem | risið hefur á síðustu árum. Það = þarf að gera vímulaust líf „smart" í augum unglinga því að ungt fólk er stundum mjög leitandi og veikt fyrir þrýstingi og tískufyrirbærum. Það á ekki að prédika, heldur benda á já- kvæða möguleika í stað vímunn- ar. Vímugjafar eru hvort eð er hallærislegir og fólk verður oft hálf aumingjalegt og því er ekki sjálfrátt undir áhrifum. I Guðrún Zoega, | nemi og langhlaupari: Í 1. Ég æfi hlaup og ef ég Í drykki hefði það áhrif á getu - mína. 2. Meiri fræðslu í skólum og kynna hvaða áhrif það hefur á heilsu fólks að neyta áfengis. Axel Jóhannesson, tónlistarmaður: 1. Takmarkalaust vantraust á vímuefnum - byggt á slæmri reynslu minni. 2. Það sem liggur beinast við og er brýnast er jákvæð fræðsla. Hafa verður þá fræðslu í skólum með kynfræðslu, frekar en að setja þetta fram sem boð og bönn. Það á við þá ungu sem eru að byrja neyslu. Hins vegar er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja en það eru leiðir til að fræða hina eldri með bein- um upplýsingum sem þurfa að vera stöðugt í fjölmiðlum.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.