Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1990, Page 15

Æskan - 01.01.1990, Page 15
Langar til að stunda sjóinn og gera út bát Stefán Karl er 14 ára, fæddur 10. 7. 1975. Hann hefur leikið eitthvað á hverju ári í Oldutúnsskóla og lék í sýningu ungl- ingadeildarinnar í fyrra. Hann segir að ýmsir í ættinni hafi áhuga á leiklist; þekkt- astur sem leikari sé Magnús Ólafsson móðurbróðir sinn. Hann segist vera í leikstarflnu af lífi og sál; það sé aðal- áhugamál sitt. Hann leikur líka í Hróa hetti sem sýndur verður í febrúar svo að hann hefur nóg við að fást á þessu sviði! Eftirlætisleikarar Stefáns eru Laddi - „hann er alveg frábær, æðislegur," - og Pálmi Gestsson. Hann hefur mest dálæti á Eddu Björgvinsdóttur af leikkon- um. „Já, ég er hrifnastur af gamanleikritum, vil hafa fjör í þessu,“ segir hann og iðar allur. - Hver eru önnur áhugamál þín? „Mér þykir ofsalega gaman að fara út á sjó á trillu og veiða. Ég var á vappi niðri á bryggju í sumar og hitti mann sem heitir Sigurður. Það er þrælfínn náungi. Ég kynntist honum og hef fengið að fara með honum á sjóinn. Hann gerir út bát og stundar veiðar með línu, færi og öðru. - Jú, ég var sjóveikur í fyrstu ferðunum, alveg grænn, maður. Ég varð að fara inn °g leggja mig - svo vaknaði ég aftur í landi. . - Hefur þú fengist við veiðar áður? „Já, ég hef farið á hverju sumri til Seyð- isfjarðar. Systir pabba á heima þar. Ég hef íarið á sjó á trillu með manni sem heitir Unnar. Ég hef líka veitt af bryggjunni. Þar 'fer maður golþorska, næstum því. . ., - svona stóra." Stefán teygir svo mikið úr handleggjun- um að við Þórunn undrumst þessa stærð' og drögum í efa að hann veiði metra langa þorska fyrir austan. . . „Nei, þeir eru kannski ekki alveg svona stórir en vænir samt! Ég flakaði nokkra á hryggjunni einu sinni og reyndi að selja útlendingum sem komu með ferjunni. ~ Nei, mér tókst ekki að selja neitt.“ - Við hvað langar þig til að starfa að loknu námi? „Ég gæti vel hugsað mér að fara í Stýri- ftiannaskólann og gera síðan út bát. Einu sinni ætlaði ég að verða flugmaður en það er flogið úr höfðinu á mér.“ - Fleiri áhugamál. . .? „Mér þykir gaman að fara á skíði. - Jú, ég æfði einu sinni knattspyrnu með Hauk- um en hætti af því að ég var svo tapsár. Stefán Karl og Þórunn Eva - leikendur í sýningu Leikfélags Hafnarfjaröar, Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitti Við töpuðum einu sinni 0-16! Þá lét ég mig hverfa. . .“ - Hefur þú farið til útlanda? „Ég fór til Ítalíu fyrir þrem eða fjórum árum. Það var fínt! Gott veður allan tím- ann nema einn dag; þá var rok og rigning. Ég hef aldrei vitað eins heitt regn og heit- an vind.“ - Áttu gæludýr? „Ég hef átt kött - og páfagauk. Það varð að lóga kettinum; hann var orðinn eins og ég, trylltur og brjálaður út og suður. Bræður mínir áttu froska og skjaldbök- ur þegar ég var lítill. Ég gerði víst út af við skjaldbökurnar þegar ég sullaði í búr- inu; ég hvolfdi þeim á bakið. . .“ - Hefur þú gaman af tónlist? „Já, já. Ég hef mest dálæti á HLH- flokknum, Sálinni hans Jóns míns og Geir- mundi Valtýssyni." Skólabjallan gleymdist Stefán og Þórunn segja að æfingar hafi ekki komið niður á skólasókn nema síð- ustu vikuna fyrir frumsýningu. Kennarar hafi þá verið liðlegir og séð í gegnum fing- ur við þau og aðra leikendur. - Hafa sýningar gengið snurðulaust? „Það vill gleymast að taka hluti með inn á sviðið. Ég átti að koma með skólabjöll- una en steingleymdi henni þó að leikstjór- inn væri búinn að minna mig hundrað sinnum á þetta! Ég varð bara að skipa krökkunum að koma inn,“ segir Stefán. „Við höfum verið með kex og vatn við fermingarathöfn í staðinn fyrir oblátur og messuvín. Einni stelpunni fannst þetta svo viðbjóðslegt að hún hljóp út og kastaði upp.“ - Vel á minnst: Um hvað fjallar leik- ritið? „Það fjallar um stúlku - frá getnaði og þar til hún tekur stúdentspróf og fer út á vinnumarkaðinn. í því eru mörg stutt at- riði og skiptingar eru örar. Auk stúlkunn- ar koma við sögu foreldrar hennar, skóla- systkini og kennarar." Að lokum skal nefnt að Þórunn leikur stúlkuna en Stefán Karl túlkar fimm kenn- ara. . . k.H. Æskan 15 S i»l; LjósmMyndsköpun / Guðmundur Viðarsson

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.