Æskan - 01.01.1990, Qupperneq 16
Mætti koma oftar út
Sæl, Æska!
Ég þakka gott blað en finnst að það
ætti að koma oftar út en nú er raunin.
Getur þú sagt mér heimilisföng að-
dáendaklúbba Richard Marx og Guns
n’ Roses?
ÉG.
Svar:
Heimilisföng aödáendaklúbba eru á
bls. 59.
Límmiðar
og frægt fólk
Kæra Æska!
Það eru um það bil þrír mánuðir
síðan ég gerðist áskrifandi. Ég hef því
fengið tvö fylgiblöð með límmiðum.
Ég safna slíkum miðum og þess
vegna langar mig til að fá senda alla
límmiða sem hafa fylgt Æskunni. Er
það unnt?
Má senda Æskunni sögur til birt-
ingar?
Mér þykir Æskan vera mjög gott
blað en finnst þó að í því mættu vera
aðeins fleiri myndir af frægu fólki en
verið hefur.
Binna.
Svar:
Við munum reyna að verða við
beiðnum sem þessari meðan birgðir
endast.
Að sjálfsögðu má senda sögur til
blaðsins - en ekki er unnt að birta
allt sem berst. Nýlokið er smásagna-
samkeppni og hefði verið tilvalið að
taka þátt í henni. Margar sögur úr
samkeppninni btða birtingar.
Hvemig lítur
höndin þá út. ..?
Kæra Æska!
Ég er mikill aðdáandi hljómsveitar-
innar, Guns n’ Roses, og yrði fegin ef
þið birtuð veggmynd af henni. Hvað
heita hljómsveitarmenn? Hvert er
heimilisfang aðdáendaklúbbs þeirra?
Ég þakka fyrir mjög gott blað.
Lítil skrýtla að lokum:
Óli: Mamma, hvað er ég gamall?
Mamma: Þú ert jafngamall og fing-
urnir á annarri hendi.
Óli: Vá! Hvernig ætlin höndin líti út
þegar ég verð sjötugur?
Rabba.
Ég vona að þú verðir ánœgð með
myndina. Frá hljómsveitarmönnum
er sagt í poppþœttinum. Heimilisfang
er á bls. 50.
Æskuveggmynd
af dáðum dreng
Sæl, kæra Æska!
Þökk fyrir skemmtilegt blað. Ég
yrði mjög glöð ef einhver gæti sent
mér næstelstu Æsku-veggmyndina,
af Michael J. - eða þið birtuð hana
aftur.
Aðalheiður,
Laugarbrekku 8, 640 Húsavík.
Svar:
Birtar hafa verið tvcer veggmyndir
af Mikjáli og fleiri verða ekki prentað-
ar að sinni. Eflaust segjum við frá
honum fljótlega og sjálfsagt verður
mynd af honum á límmiða sem blað-
inu fylgir í ár.
Stallaklipptur
- með „dúllunef
Kæra Æska!
Ég þakka kærlega fyrir allt sem
birst hefur í Æskunni um Tomma
Cruise (þó að það mætti auðvitað vera
meira!). Mér finnst hann afar aðdá-
unarverður.
Ég skrifa þó aðallega til að lýsa
draumaprinsinum mínum! Hann er í
Grunnskóla Bolungarvíkur; hefur
dökk-, dökk-, dökkbrúnt hár og er
stallaklipptur sem kailað er. Hann
hefur dökkbrún, yndisleg augu,
dökkar augabrúnir; er 155-160 sm
hár, mjög vel vaxinn, ætíð vel klædd-
ur og hefur sannkallað „dúllu“nef.
Það hæfir honum vel því að sjálfur er
hann „algjör dúlla“ eins og við stúlk-
urnar tökum stundum til orða. . .
Er hætt að haga þannig til að skrifa
megi bréf til þeirra sem svara aðdá-
endum og bera upp spumingar?
Hvar fær maður að vita hver svarar í
hverju tölublaði?
Ég óska öllum starfsmönnum Æsk-
unnar og öllum á landinu (líka
draumaprinsinum, auðvitað!) far-
sældar á nýja árinu. . .
Aðdáandi Æskunnar,
Tomma Krútts og Hans!
Svar:
Við tilkynnum ekki lengur hverjir
svari aðdáendum þar sem of langur
tími líður frá birtingu þess þar til okk-
ur berast spurningar. Ef við tilkynn-
um í 1. tbl. hver svara á fáum við
spurningar ekki nógu snemma til þess
að geta birt þœr og svör við þeim í 2.
tbl. Það verður að bíða 3. tbl. og þá
getur hvort tveggja verið - að úr vin-
sœldum hafi dregið eða að aðrir séu
þegar búnir að segja frá þeim sem um
er að rœða. . .
Öllum er þó frjálst að senda okkur
bréf með spumingum til þess sem þeir
dá. Ef til vill verður sá fyrir vali. Að
minnsta kosti eykur bréfið líkur á því.
Við fáum iðulega sendar spumingar
og notum þœr þegar að hinum dáða
kemur.
16 Æskan