Æskan - 01.01.1990, Page 19
Já, töluvert hérlendis og einnig nokkuð á
nneginlandi Evrópu.
Hvar hefur þér þótt fallegast?
Hérlendis nefni ég Ásbyrgi og Jökulsárlón.
Mér finnst líka mjög fallegt um að litast í
franska smábænum Chamonix sem er við
rætur Mont Blanc.
Hvaða lönd langar þig mest til að ferð-
ast um?
Mig langar mikið til Ameríku, Sovétríkj-
anna, Kína og fleiri landa í Asíu.
Ertu kvæntur?
Já, ég er kvæntur Önnu Björk Birgisdótt-
ur.
Hvað starfar kona þín?
Hún er dagskrárgerðarmaður.
Leikur hún á hljóðfæri? Hefur hún verið
í hljómsveit?
Ekki vill hún státa sig af því en ég veit til
þess að hún lærði í eina tíð á blokkflautu
og píanó.
Hverjir eru eftirlætishljómlistarmenn
hennar, leikarar og íþróttamenn. . .?
Toto, James Taylor, Prefab Sprout, Bon
Jovi, Bítlarnir, Elton John, Guns n’ Roses
- og margir fleiri.
Leikari: James Stewart. íþróttamaður:
Ruud Gullit.
Annast þú einhver heimilisstörf?
Að sjálfsögðu.
Hver er eftirlætisréttur þinn? En Önnu
Bjarkar?
^ið eigum margt sameiginlegt á því sviði
en segja má að rjúpur séu í mestum met-
um hjá okkur þessa stundina.
Hefur þú átt gæludýr?
Já, kettina Vask og Sleða.
Hver eru áhugamál þín?
Þau snúast að langmestu leyti um tónlist,
á einn eða annan hátt.
Hvernig er hljómsveitin, Sálin hans Jóns
míns, skipuð?
Guðmundur Jónsson: gítar; Magnús Stef-
ánsson: trommur; Friðrik Sturluson: bassi;
Jens Hansson: saxófónn og hljómborð;
Stefán Hilmarsson: söngur.
Gerir þú ráð fyrir að þið haldið lengi
saman, hljómsveitarmenn?
Verður Arsenal Englandsmeistari árið
2000?
Hverja telur þú besta kosti fólks?
Áreiðanleika, ákveðni, staðfestu og þolin-
mæði - ásamt ýmsu öðru.
Hverjir gallar fólks gremjast þér mest?
Hroðvirkni, óheiðarleiki, seinagangur og
fleira.
Ertu ósáttur við eitthvað í eigin lunderni
°g framkomu?
Já, ýmislegt.
Hvað er fram undan hjá hljómsveitinni?
Mikil vinna, æfingar og spilamennska.
,,Síðar bættust viö skellinöðrur, tölvuspil og eltingaleikir við stúlkur!‘
Æskan 19