Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 19
Já, töluvert hérlendis og einnig nokkuð á nneginlandi Evrópu. Hvar hefur þér þótt fallegast? Hérlendis nefni ég Ásbyrgi og Jökulsárlón. Mér finnst líka mjög fallegt um að litast í franska smábænum Chamonix sem er við rætur Mont Blanc. Hvaða lönd langar þig mest til að ferð- ast um? Mig langar mikið til Ameríku, Sovétríkj- anna, Kína og fleiri landa í Asíu. Ertu kvæntur? Já, ég er kvæntur Önnu Björk Birgisdótt- ur. Hvað starfar kona þín? Hún er dagskrárgerðarmaður. Leikur hún á hljóðfæri? Hefur hún verið í hljómsveit? Ekki vill hún státa sig af því en ég veit til þess að hún lærði í eina tíð á blokkflautu og píanó. Hverjir eru eftirlætishljómlistarmenn hennar, leikarar og íþróttamenn. . .? Toto, James Taylor, Prefab Sprout, Bon Jovi, Bítlarnir, Elton John, Guns n’ Roses - og margir fleiri. Leikari: James Stewart. íþróttamaður: Ruud Gullit. Annast þú einhver heimilisstörf? Að sjálfsögðu. Hver er eftirlætisréttur þinn? En Önnu Bjarkar? ^ið eigum margt sameiginlegt á því sviði en segja má að rjúpur séu í mestum met- um hjá okkur þessa stundina. Hefur þú átt gæludýr? Já, kettina Vask og Sleða. Hver eru áhugamál þín? Þau snúast að langmestu leyti um tónlist, á einn eða annan hátt. Hvernig er hljómsveitin, Sálin hans Jóns míns, skipuð? Guðmundur Jónsson: gítar; Magnús Stef- ánsson: trommur; Friðrik Sturluson: bassi; Jens Hansson: saxófónn og hljómborð; Stefán Hilmarsson: söngur. Gerir þú ráð fyrir að þið haldið lengi saman, hljómsveitarmenn? Verður Arsenal Englandsmeistari árið 2000? Hverja telur þú besta kosti fólks? Áreiðanleika, ákveðni, staðfestu og þolin- mæði - ásamt ýmsu öðru. Hverjir gallar fólks gremjast þér mest? Hroðvirkni, óheiðarleiki, seinagangur og fleira. Ertu ósáttur við eitthvað í eigin lunderni °g framkomu? Já, ýmislegt. Hvað er fram undan hjá hljómsveitinni? Mikil vinna, æfingar og spilamennska. ,,Síðar bættust viö skellinöðrur, tölvuspil og eltingaleikir við stúlkur!‘ Æskan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.