Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 26

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 26
Um félagslíf og fleira Ég er 13 ára stúlka úr Vesturbæn- um og mig langar til að segja þér frá félagslífinu þar. Ég er í Hagaskóla og það er mjög góður skóli. Þar eru allt- af haldin diskótek, spilakvöld og fleira á fimmtudögum, t.d. stefnu- mótaball. A föstudögum er farið á skemmtistaðinn Frostaskjól. Ein- staka sinnum koma þangað hljóm- sveitir eins og Greifarnir. Mig langar til að spyrja nokkurra spurninga: Hve margir fá verðlaun í þættin- um, Lestu Æskuna? Væri ekki hægt að hafa eina síðu með nótum vinsælla laga? Hvert er heimilisfang aðdáenda- klúbbs Tomma Cruise? Gaman væri að fá veggmynd með honum. Tommi Krútt Svar: Oftast fá þrír verðlaun en stundum fimm. Beiðni um nótur verður athug- uð. Heimilisfang er birt á bls. 59 Nöfn 30 pennavina Kæra Æska! Mig langar til að biðja þig að segja mér heimilisfang aðdáendaklúbbs Ricks Astleys og Timothys Daltons. Ég dái þá mjög. Ég vildi líka gjarna að þú birtir nöfn 30 pennavina sem skrifa á ensku, 15 drengja og 15 stúlkna, víðs vegar að úr heiminum. Mig sárvantar þessa pennavini fyrir enskuu'ma í skólanum. Kleó. Svör: Heimilisföng - sjá bls. 59. Flestir útlendinganna, sem senda Æskunni nöfn sín til biríingar, ríta á ensku. Lestu pennavinadálka í þessu tölublaði og öðrum. Bréfaskipti Kæra Æska! Ég vona að þú birtir þetta. Ég ætla að spyrja hvort þú getir hjálpað mér til að eignast bandaríska pennavini á Keflavíkurflugvelh. Ég fór með skátafélaginu mínu, Ægisbúum, í heimsókn til skáta þar. Ég vildi gjarna kynnast þeim betur en í þess- ari stuttu ferð. Laufey Ósk G. Svar: Við sendum beiðni þína til skátafé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. . . Bréf frá Noregi Kæra Æska! Ég heiti Arnbjprg og er níu ára. Ég á heima í Bergen í Noregi. Ég sendi þér ljóð og mynd. Getur þú birt veggmynd af The BengeUs? Skrýda: Einu sinni voru tveir tómatar á göngu. Allt í einu kom bifreið og ók yfir annan þeirra. Þá sagði hinn: „Komdu, tómatsósa!" Mót Ijósinu Ég sé svartan fugl sem flýgur gegnum dyr lífsins. Hann lætur sig dala eins og svala. Ég sé hvernig hann breiðir vængina sína og flýgur mót ljósinu í suðri. Arnbjórg Danielsen. Nordásvegen 184; 5094 Nordás, Bergen, Norge. Svar: Þökk fyrir sendinguna. Það er gaman að fá bréf frá öðrum löndum til birtingar í Æskupóstinum. Við sjáum til með veggmynd - en líklega ert þú sú eina sem hefur beðið um mynd af þessari hljómsveit. Eigum Æskuna allt frá 1976 Elsku, besta Æska! Ég þakka gott blað. Systir mín var áskrifandi en nú er ég tekin við af henni. Við eigum öU Æskublöðin síðan 1976, hvert einasta blað. Mér finnst alltaf jafngaman að lesa hana. Berglind Bergvinsdóttir, Áshóli, Grýtubakkahreppi, S-Þing. Lýsið var ekki vont. . . Ágæta Æska! Ég sendi þér tvær skrýtlur: KaUi: Mamma! Mér fannst lýsið ekk- ert vont í dag. Mamma: Tókstu fulla skeið? KaUi: Ég fann enga skeið. Ég tók bara gaffal. . . Einu sinni voru tveir menn. Þeir hétu Barði og Björn. Þeir fóru í bíó. Þá sagði Björn: „Það er hlé, Barði!“ Þá sagði Barði: „Viltu kaupa ís, Björn!“ Pýska frímerkið Góða Æska! Ég sendi þér lida sögu: Ég er lítið, þýskt frímerki. Ég var sett á bréf sem áttí að fara til Islands. Það var kalt að koma tíl íslands og mér fannst landið miklu minna en Þýskaland. Ég var orðið þreytt á að vera í kassa inni í flugvél í þrjá klukkutíma. En ferðin var ekki nærri því búin. Ég var nefnilega fyrst flutt tíl pósthúss. Síðan fór ég til telpu sem heitir Dísa. Dísa var átta ára. Hún safnaði frí- merkjum. Hún leysti mig af umslag- inu og settí mig inn í frímerkjabókina sína. Þar er ég með öðrum frímerkj- um sem hún á. Sigríður Edda Bergsteins, Lóurima 4, Selfossi. 26 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.