Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1990, Side 34

Æskan - 01.01.1990, Side 34
Er ég að verða stór? Framhaldsþættir eftir Brynju Einarsdóttur 1. kafli. t Er ég stór? Eru fjögurra ára gamlir strákar stórir? Ég ræð við Kalla og get borið tvær mjólkurfemur í poka heim úr búðinni fyrir mömmu. En fullorðna fólkið segir aldrei það sama. Mamma segir t.d.: „Nonni minn, ekki taka litlu systur þína, þú gætir misst hana, þú ert svo lítill.“ En ef litla systir pissar svo í buxumar og hreina bleyjan er uppi á lofti þá segir mamma: „Náðu nú í bleyju upp í herbergi. Þú getur vel hjálpað til, orðinn svona stór“. Hvað á ég að halda? Þetta byrjaði allt þegar hún fæddist. Aður var ég alltaf lítill. En svo varð maginn á mömmu voða stór. Hún sagði að það | væri bam í honum og að | 38 Æskan bráðum myndi ég eignast bróður eða systur. Einn morguninn þegar ég vaknaði var amma að passa mig. „Þú ert búinn að eignast litla systur,“ sagði hún. Seinna um daginn fór ég með pabba á sjúkrahúsið til að sjá hana. Hún var ósköp lítil og grettin, með ekkert hár. Mamma og pabbi horfðu á hana og voru svo glöð í augunum. Þau horfðu ekkert á mig. Ég sagðist ekki vilja eiga hana, hún væri ljót. Þá horfðu þau loksins á mig en voru ekki lengur glöð í augunum. Mamma sagði: „Hún á eftir að breytast, þú hefur aldrei séð svona nýfætt bam fyrr.“ Hún kyssti mig og lét mig setjast hjá sér. Ég laumaði hendinni undir sængina og fann að stóri maginn var farinn. Hún faðmaði mig fast að sér. Nú var bamið ekki í maganum. Það var nóg pláss fyrir mig. Það var alltaf svo góð lykt af mömmu. ISvo komu þær heim. Við pabbi vorum búnir að kaupa litla vöggu og bamavagn. Við tókum líka til í húsinu. „Því að allt verður að vera fínt þegar þær koma. Þegar þú fæddist varð ég að gera þetta allt einn því að þá átti ég ekki svona stóran strák Isem hjálpaði mér,“ sagði pabbi. Þá fannst mér gaman að vera stór. Hún var falleg þegar hún lá og svaf í vöggunni frá okkur pabba. Hún var svo lítil og gat ekki neitt, bara farið að gráta þegar hún vildi eitthvað. Þá sagði mamma að hún væri svöng og lét hana sjúga brjóstin sín. Stundum fékk ég sting inn í mig þegar ég horfði á hana sjúga. Þá vildi ég kúra hjá , mömmu líka. Þá varð ég að I bíða því að ég var svo stór. En ég vildi ekki bíða og gerði [ eitthvað sem ég vissi að ég mátti ekki. Ég var voða óþekkur. Mamma yrði f örugglega reið. Kannski hættir

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.