Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1990, Qupperneq 46

Æskan - 01.01.1990, Qupperneq 46
Vísindaþáttur - Umsjón: Þór Jakobsson Leiðangur í íslandshafi í september sl. haust tók ég þátt í vísinda- legum leiðangri víðs vegar um hafsvaeðið norð- ur af íslandi allt norður fyrir eyjuna Jan Mayen. í september 1987 og einnig í september 1988 var farinn svipaður leiðangur. Öll árin hefur verið farið á skipi sem heitir Bjarni Sæmunds- son í höfuðið á merkum náttúrufræðingi fyrr á þessari öld. Skipið tilheyrir Hafrannsókna- stofnuninni og er það mikið notað við haf- og fiskirannsóknir. Hinn árlegi septemberleiðangur tekur um þrjár vikur. Siglt er um hafið eftir fyrir fram ákveðinni áætlun. Stansað er öðru hverju og mældur hiti og selta sjávar við yfirborð og einnig neðansjávar á mismunandi dýpi allt nið- ur á hafsbotn. Á þessum athugunarstöðum voru straum- mælar á sverum vírstrengjum sem náðu niður á hafsbotn. Þarna höfðu mælarnir verið frá því í fyrra og tekið á eins konar segulband upplýs- ingar um strauma á staðnum síðasta árið. í leiðangrinum í haust voru þeir dregnir upp úr sjónum og fluttir heim. Öðrum mælum var dýft í sjóinn í staðinn til að mæla straumbreyt- ingar næsta árið. Einnig var plöntusvif í Austur-Grænlands- straumnum rannsakað og sömuleiðis hiti lofts- ins, raki, vindhraði o.fl. Austur-Grænlandsstraumurinn liggur úr Norður-íshafi. Hann liggur þaðan suður á milli Spitsbergens og Grænlands, meðfram endi- löngu Austur-Grænlandi. Hann er að sönnu ís- kaldur og flytur mikinn hafís með sér. Einnig 50 Æskaji

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.