Æskan - 01.01.1990, Page 51
stundlegan frið. Sirrý gekk á eftir
henni í frímínútunum og stríddi henni.
- Ofsalega ertu í asnalegum fötum.
Ferlega eru þetta púkó skór, stelpur!
Það er fjósalykt af henni, maður.
Þetta var byrjunin. Hún fór grátandi
heim. Sagði mömmu frá öllu saman.
- Þetta er nú varla svona slæmt,
sagði mamma utan við sig og hélt
áfram að gefa litla baminu brjóst.
Litla systir hafði fæðst þetta sumar.
Hún var alveg yndisleg en Peta hafði
alltaf verið hálfhrædd um að mömmu
°9 pabba myndi ekki þykja eins vænt
um sig þegar önnur stelpa yrði komin.
Strákamir voru svo margir og þeir
v°ru alltaf úti að leika sér. Þeir þurftu
ekki eins mikið að láta þykja vænt um
sig.
Tvíburamir voru alltaf saman og
I
leikfimihúsið þegar leikfiminni lauk og
ganga eftir henni alla leiðina heim.
Hún stríddi henni þá miskunnarlaust
þangað til Peta fór að gráta. Þá hlógu
þær allar því að alltaf voru tvær eða
þrjár stelpur með. Verst var þó ef
Peta varð reið og ákvað að láta
Sirrýju ekki græta sig. Þá fauk í
Sirrýju og hún lamdi líka. Fyrst lamdi
hún Petu í andlitið. En eftir að Peta
kom einu sinni heim með eldrauða og
bólgna kinn og mamma dró hana
nauðuga með heim til Sirrýjar og
reifst við mömmu hennar í
útidyrunum reyndi Sirrý að meiða
Petu annars staðar. Einhvers staðar
þar sem ekki sást á henni. Hún lék
sér þá oft að því að ganga á eftir Petu
og sparka upp undir hana aftan frá.
Þetta var ægilega sárt. Peta var svo
f
I
hinir tveir voru svo stórir. Þeir voru
Hsestum aldrei heima. En mamma
s'nnti litla baminu allan daginn og svo
Var alltaf svo mikið að gera hjá henni
t>ar fyrir utan.
Þegar Sirrý byrjaði að lemja hana
Sa9ði hún mömmu og pabba ekki
e'nu sinni frá því. Þau myndu
áreiðanlega ekki hlusta.
Það byrjaði ósköp sakleysislega.
irná kinnhestar á laun þegar enginn
Sa' En svo færði Sirrý sig upp á
skaftið eftir skyndiprófin í
^rístinfræðinni og landafræðinni. Þær
áöfðu verið jafnar í landafræði en
eta tveim kommum hærri í
rístinfræði. Samt hafði Helga Jóna
verið hærri en þær báðar. En Sirrýju
afói samt ekki líkað að verða lægri
er> Peta.
Eftir það hafði hún tekið upp á því
bíða eftir Petreu fyrir utan
J
aum og bólgin núna að hún hafði
varla getað hreyft sig í leikfiminni og
kennarinn hafði horft svo undarlega á
hana. Eins og hana langaði til að
spyrja um eitthvað en hætti alltaf við.
Eitt skiptið hafði hún stöðvað Petu og
beðið hana að tala við sig. Hún hafði
spurt alls konar spurninga um
heimilið, systkinin og hvort Petu liði
ekki vel.
En síðan hafði hún sagt henni að
flýta sér heim og ekkert meira hafði
gerst eftir þetta viðtal.
Petrea hafði aldrei reynt að verja
sig. Mamma hafði alltaf sagt henni að
það ætti að rétta hina kinnina ef
einhver lemdi mann. Mamma sagði
líka að það ætti að fyrirgefa óvinum
sínum.
Einu sinni hafði Peta farið að gráta
og neitað að fara í skólann. Pabbi var
heima og hann tók hana í fangið og
/
\
/
spurði hvað væri að.
- Allar stelpumar stríða mér, snökti
Peta upp við bringu pabba síns.
- Það vill enginn leika við mig.
Pabbi hennar hafði huggað hana en
sagt henni að hún yrði að fara í
skólann.
- Finnst þér að við ættum að tala
við kennarann? sagði hann og leit á
mömmu.
- Nei, þetta gengur áreiðanlega
yfir, svaraði mamma og hélt áfram að
strauja. - Krakkar láta oft svona. Þeir
eru svo miskunnarlausir.
- Jæja, sagði pabbi og kom heim
með tvær bækur handa henni næsta
dag þegar hann kom úr vinnunni.
Báðar um stelpur sem þurftu að flytja,
sagði hann. Peta gleypti í sig
bækumar á þrem dögum. Hún hafði
alltaf verið fljót að lesa. I sveitinni var
lítið annað að gera. Bækumar voru
samt lítil huggun. Hvaða ráð var hægt
að nota frá einhverri Pollýönnu sem
gerði bara gott úr öllu?
Eða Rebekku á Sunnulæk? Þetta
vom bara ekki stelpur sem leið eins
og Petu leið. Pabbi meinti áreiðanlega
vel, hann bara vissi ekki betur.
Peta hafði sjálf hugsað sér að tala
við kennarann en ekki þorað það.
Kennslukonan hennar þekkti flestar
stelpumar í bekknum og foreldra
þeirra. Hún var ekki vinsamleg í garð
Petu, hafði meira segja stundum strítt
henni þegar hún var að hlýða henni
yfir margföldunartöfluna uppi við
töflu.
Reikningur var það eina sem Petrea
var ekki dugleg við. Hún hafði ekki
átt að vera byrjuð í skóla í sveitinni
sinni því að þar áttu krakkar ekki að
byrja fyrr en níu ára í skóla.
Peta hafði bara fengið að sitja í
tímum af því að hún var þegar orðin
læs. Kennarinn í sveitinni var rétt
byrjaður að kenna henni frádrátt og
samlagningu þegar þau fluttu.
í kaupstaðnum höfðu allir
krakkarnir í bekknum verið í
stöfunarskóla, sem kallað var, og
síðan í bamaskóla frá sjö ára aldri.
Þau vom miklu duglegri í reikningi en
Peta.
Framhald.
(Guðrún Jónína Magnúsdóttir er fædd á
Akranesi og ólst þar upp. Hún hefur lengst af
átt heima á Akureyri undanfarin ár. Hún er
húsmóðir og hefur unnið við skrifstofustörf.
Sögur eftir hana hafa ekki birst í blöðum en
hún hefur ort söngtexta fyrir kór)
Æskan 55