Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 7
Akraborg yfir flóann eftir Kristínu Steinsdóttur. Heiða og Selma eru á leiðinni heim. Þær eiga heima í Reykjavík en eru búnar að vera í heimsókn í margar vikur hjá ömmu og afa á Egilsstöðum. Þær fara með afa og ömmu í jeppa sem heitir Lati-Skjóni. Þeim finnst þær vera búnar að aka í marga daga. - Erum við ekki að verða komin? spyr Heiða í þúsundasta sinn. - Jú, jú, svarar amma og stynur pínulítið. - Nú erum við í Borgarfirðinum. Amma er orðin þreytt. Hún er búin að svara spurningum allan daginn, segja sögur og syngja vísur. - Er Borgarfjörðurinn ofboðslega langur? spyr þá Selma. - Nei, hann er ógeðslega stuttur, segir afi og skellihlær. - Það á ekki að segja ógeðslega, segir Selma með vandlætingu. - Hann er ein stutt saga, segir amma og byrjar að segja frá. - Einu sinni voru tvær litlar telpur... Amma segir hægt og rólega frá og sólin skín inn um bílgluggana. Stelpurnar verða báðar syfjaðar og eru alveg að sofna þegar Heiða sér sjoppu út um pínulitla rifu á öðru auganu. - Sjoppa, æpir hún og allir hrökkva í kút. Á samri stundu eru allir glað- vaknaðir. - Það munaði minnstu að ég keyrði út af, segir afi og er alvarlegur. - Þetta máttu aldrei gera aftur. - Ég er svo ógeðslega svöng, segir Heiða og heldur um magann. - Það á ekki að segja ógeðslega, segir afi og brunar fram hjá sjoppunni. - Ég þarf að pissa alveg á stundinni, hljóðar Selma og ekur sér til í sætinu. - Svona, svona. Við þurfum að drífa okkur svo að við missum ekki af Akraborginni. Við ætlum að sigla til Reykjavíkur, segir afi og tekur fram úr nokkrum bílum. - í Akraborginni getið þið pissað og líka fengið bita, segir amma. Það glaðnar yfir systrunum. Þær setjast upp og telja bílana sem afi tekur fram úr. Við Akraborgina er löng bílalest. Allir eru að bíða eftir að kom2 með til Reykjavíkur. Heiða er spennt. Selma er hrædd. - Getur bíllinn pompað í sjóin? þegar hann keyrir inn í skip'0, spyr hún skjálfrödduð. - En sú vitleysa, segir afi. - En getur skipið ekki sokkið þegar allir bílarnir eru koiíinl' inn í það? heldur Selma áfr^' - Nei þetta er svo sterkt skip- fullyrðir afi. - Ógeðslega sterkt!!! Þau skella öll upp úr. Svo hlunkast Lati-Skjóni um borð í ferjuna. Það er gott að koma út úr bílnum. r Stelpurnar hlaupa fram og a upp og niður marga stiga- - Amma, amma, ég þarf að pissa! - Afi, afi, ég er svo svöng! æpa þær hvor í kapp við aðia' 6 Æskan ?v° ler Akraborgin af stað. au fara upp og horfa ' k_riugum sig. jáið þið reýkinn, sjáið þið ^eykinn! æpir Heiða § hendir á háan stromp. r kviknað í? hrópar Selma. 1 °g amma hlæja. « Nei’ þetta er ^ementsverksmiðjan, ®§ir amma og afi bætir við: arna var búið til sementið þ^ja húsið ykkar. ^rhorfa báðar á strompinn. finnst hann flottur! Heiða. s Kosalega er hann hár! egif Selma og hallar höfðinu iurSbak- , h þorirðu að klifra upp á uann? _ Ía' Segir afi og glottir. g má bara ekki vera að því; § ætla að fara að kaupa mér hv *Una stelpurnar eftir því op k ^ær eru svangar Afi þ aupa af stað. “ h ' kauPir pylsur og gos Qanda öllum. ai því að stelpurnar eru Sv° ?Van§ar fá þær tvær. Tn° ara Þær að horfa á °mm a og Jenna. þmr eru ekki ar að horfa lengi þegar sfcður og:?n.lmaganum " E pei®ist til ömmu. inn svo til í maganum, " u'r þUn hástöfum. hafs 6n þó! b0 er ekkert að veðri. s eri þó ekki að verða sjóveik? r amma alveg gapandi. °g b ^ le?§St niður Hen reiÓir upp fyrir haus. kalt tuíLheitt °g rpa . smptis og henni finnst SVo 'nn ætia að koma upp. ailt í einu ... - Amma, amma, kallar hún. Um leið kemur stór gusa. En amma er tilbúin með hvítan kassa sem hún kallar æludall. Samt fer svolítið á gólfið líka. Heiðu líður hræðilega illa. Henni finnst hún vera að deyja. Hún er ekki viss um að hún komist heim. Sennilega deyr hún áður en hún kemst að landi. Það verður leiðinlegt fyrir pabba og mömmu, já og ömmu og afa ... Afi - allt í einu verður hún reið, alveg ofsareið. Hún rís upp: - Afi, hvað varstu líka að gefa mér þessa bjánalegu pylsu? hvæsir hún. Hann hrekkur við. Svo fer hann að brosa. - Af því að þú heimtaðir að fá hana, ungfrú góð, svarar hann. - Allt þér að kenna! segir Heiða með tárin í augunum. Hún leggst niður með lokuð augun. Það verður leiðinlegt fyrir afa þegar hún er dáin. Þá segir fólk: - Það var hann sem keypti þessa asnalegu pylsu, aumingja maðurinn! Og þegar hún verður orðinn engill og situr uppi á skýi getur hann ekki séð hana þó að hún veifi honum. Hún ætlar samt að veifa honum. Þarna sitja margir englar í hvítum kjólum með gyllta vængi... - Vaknaðu, Heiða, vaknaðu! Við erum komin til Reykjavíkur, heyrir hún rödd ömmu langt í burtu. Hún opnar augun. Þarna eru amma, Selma og afi. - Er ég þá ekkert dáin? spyr hún ringluð. - Það held ég ekki, segir afi og hlær. - Má bjóða ungfrúnni pylsu? - Ööööö, stynur Heiða. - Vertu ekki að stríða barninu, segir amma alvarleg. - Þú misstir af Tomma og Jenna, þeir voru frábærir! segir Selma glöð. En Heiðu er alveg sama. Hún er svo glöð yfir að vera á lífi og vera batnað í maganum. Svo setjast þau upp í Lata-Skjóna og aka heim í nýja húsið, heim til pabba og mömmu. Æskan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.