Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 37

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 37
Hu ekki sér hann tækið hans Búa. Á P°kanum eru líka ótal litlir vasar. Hrói byrjar að gægjast í einn á fætur °ðrum en finnur ekkert. Hann er þann síðasta þegar gripið er í ann aftan frá og honum fleygt í Urtn. Hann lítur upp. Yfir honum standa Skeggi og Snúður. Hvern fjárann ert þú að snuðra hér! æpir Skeggi. ~ Eg er að leita að útvarpinu hans Ua> segir Hrói og nuddar kúlu á enninu. * pokanum mínum? hreytir Ski e§gi út úr sér. ~ Já, ég átti von á að þú hefðir falið það þar, segir Hrói. ~ Ertu að halda því fram að ég sé Pjófur? hvæsir Skeggi. " Já! Fyrst stalstu batteríum og svo taekinu sjálfu, segir Hrói. Ha.nn er svo reiður að hann titrar. ~ Eg hef engu stolið. Ykkur er nær ^ Passa þetta drasl sem þið eruð <J,'aga með ykkur upp á fjöll. Snáf- u í burtu og láttu mig ekki sjá þig, j^gir Skeggi og steytir hnefann að nróa. ~ hað má mikið vera ef þú hefur sfolið Víðbláni líka, öskrar Hrói. ^íðbláni! Skeggir réttir úr sér og 0 nar af æsingi. Er Víðbláinn horf- >nn? s I Uuður skilur víst ekki mikið í ís- ^Usku en nafnið Víðbláin kannast Un þó við því að nú sperrir hann eyrUn. jJonum var stolið; um helgina. 'Jvernig veistu þetta? feg Heyrði það í útvarpinu. Maður r nefnilega fréttir ef maður nennir að hafa með sér útvarp upp á fjöll. Og fær að hlusta á það í friði fyrir þjófum og ösnum! Hrói gengur snúðugt af stað niður skriðuna og reiðin sýður í honum. Hann lítur til baka þegar hann er kominn nokkurn spöl. Skeggi og Snúður ræða ákaft saman. Svo fer Snúður að tína dót úr vösum sínum og setja í pokann. Hann fer líka inn á sig og tekur lítinn svartan hlut, legg- ur hann fyrst að eyra sér eins og hann sé að hlusta en stingur honum svo varlega í pokann. Hrói rýnir eins og hann getur en hann er of langt í burtu til að sjá hvaða hlutur þetta er. Það má mikið vera ef þetta var Svei mér þá! Þetta var tækið, taut- ar hann. - Hæ, Hrói, fannstu nokkuð? Lóa kemur í átt til hans. - Fann og fann ekki, segir hann. Hann skýrir Lóu frá því sem hon- um og Skeggja fór á milli. - Þeir hafa stolið tækinu, segir Lóa. - Við skulum koma og finna Búa, segir Hrói. Þau leggja af stað í þá átt sem Búi fór og feta varlega yfir bratta skrið- una. Búi læðist um fjallið. Hann heyrir högg og gengur á hljóðið. Ted er með stóran stein sem hann er að kljúfa. Búi gengur til hans. Pokinn hans Teds liggur opinn við hliðina á honum. Búi gefur honum auga. I pokanum eru hamar, meitill, öxi og fleira dót en tækið sér hann ekki. Auðvitað ekki, hugsar hann. Ted er enginn þjófur. - Hæ, hvernig gengur? spyr hann. Ted lítur upp. - Þetta bara ganga vel, segir hann. Ég næstum búinn að kljúfa þennan stein. Hann lemur nokkur högg í viðbót og steinninn hrekkur sundur. Hann er mjög fallegur í sárið: Jasp- is í ýmsum litum og innst er kristall. - Vá, stynur Búi. - Þig langa svona stein? spyr Ted. - Já, það væri mjög gaman að eiga einn slíkan, segir Búi. - Þú mega fá annan, segir Ted og réttir Búa annan hlutann. - Þakka þér kærlega fyrir, segir Búi og tekur steininn. - Þú búinn finna marga steina? spyr Ted. - Já, nokkuð marga. En ég var líka óheppinn. Ég týndi útvarp- inu mínu, segir Búi. - Hvernig þú týna? spyr Ted. - Því var stolið, segir Búi. - Nei, nú ég ekki trúa. Menn ekki stela uppi á fjöllum, segir Ted. - Það hélt ég líka. En fyrst var batt- eríunum stolið og svo tækinu, segir Búi. - Þetta skrýtið, segir Ted. - Ég held að þeir sem eru í gula tjaldinu hafi stolið því, segir Búi. - Ég búinn að sjá þá. Ég ekki lítast á þá, segir Ted. - Ég er á sama máli, segir Búi. En svo er annað. Áður en tækinu var stolið heyrði ég í fréttum að það væri búið að stela Víðbláni. Veistu hvað það er? FRAMHALD Æskan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.