Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 36

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 36
Knáir krakkar í sögulegri fjallaferð Framhaldssaga eftir Iðunni Steinsdóttur. Búi, Hrói og Lóa eru á fjöllum og hafa kynnst alúðlegu fólki, Heru og Ted. Með þeim er ungur drengur sem þau segja að eigi bágt og sé slœmur á taugum. Krakkarnir hafa einnig séð þar tvo skuggalega náunga, Skeggja og Snúð, eins og þeir kalla þá. Þegar hér er komið sögu hefur Búi heyrt í útvarpi að Víðbláni, fegursta steini sem fundist hefur á íslandi, hafi verið stolið... - Verst að við skulum ekki vera niðri í byggð, segir Hrói. - Af hverju? spyr Lóa. - Þá hefðum við tekið þátt í að leita, segir Hrói. - Það hefði verið gaman að ná slík- um þjófum, segir Búi. - Strákar, getur verið að stelpan, sem hvarf, hafi stolið steininum? spyr Lóa. - Ertu frá þér? Hún er bara ellefu ára. Hvað ætti hún að gera með Víð- bláin? segir Hrói. - Ég er bara tólf ára og ég gæti vel hugsað mér að eiga hann, segir Lóa. - Ellefu ára krakkar eru varla svona miklir þjófar. Auk þess er Mý- nes langt frá Furufirði, segir Búi. - Eigum við ekki að kveikja á tæk- inu og hlusta á næstu fréttir? Mig langar svo til að vita hvort stelpan er fundin, segir Lóa. - Tækinu! Búi hrekkur við. - Ég skildi það eftir upp frá. Mér 40 Æskan varð svo bilt við þegar ég heyrði þetta að ég æddi af stað til að láta ykkur vita. - Ertu alveg galinn? Þú getur týnt því, segir Hrói. - Nei, það liggur hjá öllum steinun- um mínum. Svo er það í gangi. Ég renn bara á hljóðið, segir Búi. - Við skulum koma með þér að sækja það, segir Lóa. Þau rísa á fætur og ganga af stað. Fyrst fara þau upp skriðuna en síðan beygja þau og fara yfir hæð. - Við ættum að vera farin að heyra í því, segir Búi. - Ertu ekki að villast? spyr Lóa. - Nei, það er þarna á bak við stóra steininn. En þegar þau líta á bak við stein- inn er ekkert tæki þar; bara hrúga af steinum sem Búi var búinn að safna sér. - Hvað hefur orðið af tækinu? spyr Búi. - Ertu viss um að þú hafir ekki tek- '? ið það með og misst það á leiðinm- spyr Lóa. - Nei, svei mér þá. Eg skildi það eftir hér. Það var í gang>> segir Búi. - Ég veit, ég veit! Hrói er æstur. - Hvað? spyrja hin. - Einhver hefur heyrt í því, gengiö á hljóðið og tekið það, segir Hrói. - Einhver! hrópa Lóa og Búi. - Skeggi! - Sá skal fá það, segir Búi. - Við förum niður eftir og sækjum það, segir Hrói. - Þú áttir ekki að skilja það eftlr> segir Lóa. - Ef til vill er hann enn hér í fjat*' inu. Við skulum leita og læðast að honum og ná því aftur, segir Búi. - Allir af stað, segir Lóa. Þau skipta liði og fara hvert í sina átt. Hrói læðist eins og mús. Hann get ur stigið mjög létt til jarðar þegar hann vill það við hafa. Hann er bú inn að koma auga á bakpokann hans Skeggja sem trónir á milli tveg£Ja steina. Nú er um að gera að læðast að pokanum og gá í hann. Ef task1 er þar þá er bara að grípa það 0>b hendast í burtu. Hann litast um en sér ekki SkegffÍ3 og Snúð. Hann læðist að pokanu111, opnar hann og lítur ofan í hann. Her eru alls konar tól og tæki, öxi, hamr ar, mælar, tengur og allt mögule^r'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.