Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1990, Page 37

Æskan - 01.05.1990, Page 37
Hu ekki sér hann tækið hans Búa. Á P°kanum eru líka ótal litlir vasar. Hrói byrjar að gægjast í einn á fætur °ðrum en finnur ekkert. Hann er þann síðasta þegar gripið er í ann aftan frá og honum fleygt í Urtn. Hann lítur upp. Yfir honum standa Skeggi og Snúður. Hvern fjárann ert þú að snuðra hér! æpir Skeggi. ~ Eg er að leita að útvarpinu hans Ua> segir Hrói og nuddar kúlu á enninu. * pokanum mínum? hreytir Ski e§gi út úr sér. ~ Já, ég átti von á að þú hefðir falið það þar, segir Hrói. ~ Ertu að halda því fram að ég sé Pjófur? hvæsir Skeggi. " Já! Fyrst stalstu batteríum og svo taekinu sjálfu, segir Hrói. Ha.nn er svo reiður að hann titrar. ~ Eg hef engu stolið. Ykkur er nær ^ Passa þetta drasl sem þið eruð <J,'aga með ykkur upp á fjöll. Snáf- u í burtu og láttu mig ekki sjá þig, j^gir Skeggi og steytir hnefann að nróa. ~ hað má mikið vera ef þú hefur sfolið Víðbláni líka, öskrar Hrói. ^íðbláni! Skeggir réttir úr sér og 0 nar af æsingi. Er Víðbláinn horf- >nn? s I Uuður skilur víst ekki mikið í ís- ^Usku en nafnið Víðbláin kannast Un þó við því að nú sperrir hann eyrUn. jJonum var stolið; um helgina. 'Jvernig veistu þetta? feg Heyrði það í útvarpinu. Maður r nefnilega fréttir ef maður nennir að hafa með sér útvarp upp á fjöll. Og fær að hlusta á það í friði fyrir þjófum og ösnum! Hrói gengur snúðugt af stað niður skriðuna og reiðin sýður í honum. Hann lítur til baka þegar hann er kominn nokkurn spöl. Skeggi og Snúður ræða ákaft saman. Svo fer Snúður að tína dót úr vösum sínum og setja í pokann. Hann fer líka inn á sig og tekur lítinn svartan hlut, legg- ur hann fyrst að eyra sér eins og hann sé að hlusta en stingur honum svo varlega í pokann. Hrói rýnir eins og hann getur en hann er of langt í burtu til að sjá hvaða hlutur þetta er. Það má mikið vera ef þetta var Svei mér þá! Þetta var tækið, taut- ar hann. - Hæ, Hrói, fannstu nokkuð? Lóa kemur í átt til hans. - Fann og fann ekki, segir hann. Hann skýrir Lóu frá því sem hon- um og Skeggja fór á milli. - Þeir hafa stolið tækinu, segir Lóa. - Við skulum koma og finna Búa, segir Hrói. Þau leggja af stað í þá átt sem Búi fór og feta varlega yfir bratta skrið- una. Búi læðist um fjallið. Hann heyrir högg og gengur á hljóðið. Ted er með stóran stein sem hann er að kljúfa. Búi gengur til hans. Pokinn hans Teds liggur opinn við hliðina á honum. Búi gefur honum auga. I pokanum eru hamar, meitill, öxi og fleira dót en tækið sér hann ekki. Auðvitað ekki, hugsar hann. Ted er enginn þjófur. - Hæ, hvernig gengur? spyr hann. Ted lítur upp. - Þetta bara ganga vel, segir hann. Ég næstum búinn að kljúfa þennan stein. Hann lemur nokkur högg í viðbót og steinninn hrekkur sundur. Hann er mjög fallegur í sárið: Jasp- is í ýmsum litum og innst er kristall. - Vá, stynur Búi. - Þig langa svona stein? spyr Ted. - Já, það væri mjög gaman að eiga einn slíkan, segir Búi. - Þú mega fá annan, segir Ted og réttir Búa annan hlutann. - Þakka þér kærlega fyrir, segir Búi og tekur steininn. - Þú búinn finna marga steina? spyr Ted. - Já, nokkuð marga. En ég var líka óheppinn. Ég týndi útvarp- inu mínu, segir Búi. - Hvernig þú týna? spyr Ted. - Því var stolið, segir Búi. - Nei, nú ég ekki trúa. Menn ekki stela uppi á fjöllum, segir Ted. - Það hélt ég líka. En fyrst var batt- eríunum stolið og svo tækinu, segir Búi. - Þetta skrýtið, segir Ted. - Ég held að þeir sem eru í gula tjaldinu hafi stolið því, segir Búi. - Ég búinn að sjá þá. Ég ekki lítast á þá, segir Ted. - Ég er á sama máli, segir Búi. En svo er annað. Áður en tækinu var stolið heyrði ég í fréttum að það væri búið að stela Víðbláni. Veistu hvað það er? FRAMHALD Æskan 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.