Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 11

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 11
Póstáritun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík. Flugmaður Kæri Æskupóstur! Ég hef mikinn áhuga á aö verða flugmaöur. í hvaöa skóla þarf aö fara til að læra flugmennsku? Er stúd- entspróf skilyröi? Hvaö er hest aö læra í menntaskóla til vmdirbúnings flugnámi? Er ekki hægt að fjalla um unglingahækur í Æskunni? Þarf maöur aö skrifa sitt eigið nafn lika ef maöiir sendir dulnefni? Hanna Sigga. mannsprófs er kenndur í Fjöl- brautaskóla Suöurnesja en verk- legur í flugskólum. Ymsir hafa lœrt erlendis, til aö mynda á Flórída. Misjafnt er hve langan tíma námiö tekur. Hér á landi líklega tvö ár- í Bandaríkjunum 1-2 ár. Viö höfum birt kafla úr ung- lingabókum, viötöl viö höfunda og frásagnir um verölaunaveit- ingar (t.a.m. til Eövarös Ingólfs- sonar, Hrafnhildar Valgarösdótt- ur og Þorgríms Þráinssonar). Viö höfum einnig kynnt ýmsa rithöf- unda og birt kafla úr verkum þeirra. Ef til vill veröur síöar fjall- Stúdentsprófs er krafist. Námiö er bœöi bóklegt og verklegt. Fyrir „sóló"próf (veitir rétt til aö fljúga einn) og einkaflugmannspróf (heimilar flug meö farþega en án gjaldtöku) er lcert í flugskólum. Bóklegur þáttur atvinnuflug- aö stuttlega um ýmsar bcekur fyrir börn og unglinga. Já! Viö höfum nokkrum sinn- um minnt á aö bréf skal jafnan undirrita meö réttu nafni. Þá tökum viö ósk um dulnefni til greina. Mánaðanöfn Kæra Æska! Getur þú sagt mér hvaö mánuöirnir voru kallaðir í gamla daga? Finna. Aöur fyrr voru oft notuö önnur heiti mánaöa en nú. Sum þeirra kannast þú viö en önnur sennilega ekki. Eflaust þekkir þú mánaöarheitiö þorra - og sennilega líka góu og hörpu. Heitiö Þorri kemur fyrir í nöfn- unum þorrablóti og þorramat. Kvœöiö Þorraþrœl hefur þú líka eflaust sungiö: Nú er frost á Fróni... í því segir t.a.m. : Þög- ull Þorri heyrir þetta harma- kvein ... Cóa tekur viö afþorra. Stund- um er talaö um „aö þreyja þorr- ann og góuna". Meö því er átt viö aö standast öröugleika þar til þeim er lokiö. Einmánuöur er nœstur og síöan harpa. Fallegt kvœöi Margrétar jónsdóttur, fyrrum ritstjóra Æskunnar, Krakkar út kátir hoppa, endar þannig: Sóleyjar vaxa í varpa og vorsól skín. Velkomin vertu Harpa meö vorblóm þín. Til er kvæöi um gömlu mán- aöanöfnin. Þaö er eftir Hall- grím jónsson kennara og síöast skólastjóra Miöbæjarskólans í Reykjavík. Kvæöiö heitir Áriö. Af því getur þú lært hin gömlu heiti. Arið Mörsugur á miöjum vetri markar spor í gljúfrasetri. Þorri hristir fannafeldinn, fnæsir í bæ og drepur eldinn. Góa á til grimmd og blíðu, gengur í éljapilsi síðu. Einmánuður andar nepju, öslar snjó og hendir krepju. Harpa vekur von og kæti, vingjarnleg og kvik á fæti. Skerpla lífsins vöggu vaggar, vitjar hrelldra, sorgir þaggar. Sólmánubur Ijóssins Ijóma leggur til og fuglahljóma. Heyannir og hundadagar hlynna að gæöum fróns og lagar. Tvímánubur allan arðinn ýtum færir heim í garðinn. Haustmánuður hreggi grætur hljóða daga, langar nætur. Gormánuður, grettib tetur, gengur í hlað og leiöir vetur. Ýlir ber, en byrgist sólin, brosa stjörnur, koma jólin. Um fyrirsœtur Hæ, hæ, Æskupóstur! Ég var að skoöa gömul Æskublöð um daginn. í 2. tbl. 1990 rakst ég á svar í Æskupósti viö fyrirspurn um fyTirsætur. Þar sagöi aö þær sem ætluðu sér að verða fyrirsætur þyrftu aö senda mynd af sér meö upp- lýsingum. Hvert á aö senda þaö? Er eitthvert aldurstak- mark? Hvernig upplýsingar þurfa að fylgja? María. Svar: I svarinu kom fram aö upplýs- ingar þyrftu aö varöa t.a.m. hœö og vöxt. Ef þú heföir lesiö nýrra tölublaö, hiö fjóröa 1991, heföir þú séö á blaösíöu 23 aö engin al- menn regla er um aldurinn en nefna má 16-17 ára í yngsta lagi. Þess er einkum krafist aö fyrirscet- an hafi náö ncegum þroska (m.a. aö andlitslagi) og sé hávaxin. Rétt er aö hafa samband viö starfsfólk fyrirtcekjanna, sem nefnd eru í 4. tbl. 1991, til aö fá nánari upplýsingar en viö höfum gefiö - og senda þangaö myndir ef hugur stendur til. Æ s k a n 7 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.