Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1991, Qupperneq 21

Æskan - 01.08.1991, Qupperneq 21
yrðum einir og gætum talað saman. Tíminn var óralengi að líða. Skyldi ég fá að fara og hitta þá í dag? Ef til vill á morgun? Loksins, þegar búið var að borða morgunmatinn og gegna í fjósinu og mjólka, fórum við pabbi að huga að einhverju við Lindina. Svo þurfti að fara að stinga út úr lambhúsunum, hrútakofanum og sauðakofanum í Leyninum. Ég hélt næstum því niðri í mér andanum þegar við pabbi gengum vestur í Leyninn, fram hjá skemm- unum, yfir Svírann og ofan við Lind- ina þar sem hún spratt undan hraunjaðrinum. Þetta var óralöng leið fannst mér þá. Við höfðum tekið með okkur skóflu og gaffal í skemmunni en pabbi sagði ekki orð fyrr en við komum inn í hrútakofann sem var rétt alveg inni við stóru Leynishlöð- una. Ég var að springa af forvitni. - Jæja, hefur þú hugsað vel málið sem ég minntist á við þig í gærkveldi? spurði hann. Ég hélt það nú. Ég væri tilbúinn að gera hvað sem væri til að hjálpa honum í þessu máli. Pabba fannst víst nokkuð mikið óðagot á mér og sagði mér að taka líf- inu með ró, þeir voru með mat til noltkurra daga, það þyrfti ekki einu sinni að fara með mjólk til þeirra, þeir hefðu með sér niðursoðna mjólk í dósum. Systir mín hafði sagt mér um morguninn að í gær hefði komið vörubíll eftir að ég fór að sækja póst- inn og farið beint inn á Vikra fyrir neðan Sundið. Þar stansaði hann. Lór þá pabbi að tala við mennina sem voru í honum. Þeir gengu svo eitt- hvað fram Sund og voru lengi. Þegar pabbi kom til baka hafði hann orð á því að mennirnir hefðu verið að at- huga hvort ekki væri hægt að nota þama sand eða vikur sem byggingar- efni. Þannig hafði pabbi tafist frá rún- ingunni og því var henni ekki lokið þegar ég kom heim um kvöldið. Svona fékk ég smám saman mynd af því sem gerst hafði í gær. En nú varð ég sífellt fyrir vonbrigðum. Það var sýnilegt að ég færi ekki á fund úti- legumannanna í bráð. En þrátt fyrir vonbrigðin hélst tilhlökkunin því að fyrr eða síðar kæmi að þessari stóru stund lífs míns þegar ég stæði frammi fyrir alvöru útilegumönnum. Þegar þýski hópurinn var hjá okk- ur hafði einn þeirra talað sæmilega íslensku svo að ekki hafði neitt reynt á sænskukunnáttu mína eða það hvort hægt væri að beita henni við Þjóðverja. Nú kom hins vegar tæki- færið. Ég varð að fá að reyna mála- kunnáttu mína. En nú tók pabbi aftur til máls. - Við lendum í svolitlum vandræð- um góði minn, sagði hann. Eins og þú veist ætlaði ég að nota tímann fram að slætti til að byggja nýja fjár- húsið á Bólinu. Maðurinn, sem kom með Þjóðverjana, sagði að þeir vildu endilega fá að hjálpa mér við ýmis störf. Nú var ég búinn að biðja tvo menn að hjálpa mér við þetta og þeir eru komnir með áhöld hingað eins og þú veist. Ég þarf að fá þá til að hjálpa mér að sprengja klettinn fyrir ofan húsið en svo kemst ég af án þeirra eftir það. Spumingin er hvem- ig ég á að útskýra það án þess að þeir taki áhöldin heim með sér. Við sjáum nú til hvernig þetta fer. Svo verður þú að vera uppi á Bólnefinu og fylgj- ast mjög vel með hvort nokkur er á ferli sem gæti séð okkur. Það er sér- staklega mikilvægt. - Það skal ég gera, svaraði ég að bragði. En hver ætti svo sem að vera að gá að okkur? - Það gæti til dæmis verið sendur hermaður að leita að þeim. Hann má skjóta á þá ef þeir reyna að flýja eða fela sig. Svo mætti hann víst líka slcjóta á okkur. Nú fór mér fyrst að verða ljóst að við vomm, eða gátum verið, í hættu. - Svo gætu nágrannarnir verið for- vitnir um það hvort einhverjir huldu- menn væm að hjálpa okkur. Sjái þeir að fleiri en heimamenn vinna við bygginguna þá verður farið að tala um hvað sé hér á seyði og hvaðan mennirnir komi eiginlega. Því mátt þú ekki sjást og ég tel< ekki heldur með son kaupakonunnar. Þá em bara þrír að vinna. Úr fjarlægð sér enginn hvort það eruð þið eða Þjóðverjarnir því að þeir eru fremur smávaxnir. Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.